Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1953, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1953, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 231 indi kirkjunnar manna, að láta framkvæma slíkt verk, ekki aðeins til skrauts, heldur og til fræðslu. Sá, er málaði myndasöguna, var afi skáldsins fræga og mannvinar- ins, Zachris Topelius, er flestir eldri íslendingar að minnsta kosti kannast við. — Einu veitti ég at- hygli í þessari myndabók, að í kvalastaðnum voru konur einar, en ekki ein einasta í himnaríki! — Sennilega hefur Topelius gamli málari ekki verið neinn kvenna- vinur, og hans illa af þeim freist- að. Skammt frá kirkjunni sá ég fornfálegt hesthús, sem er haldið við sem safni. Er ástæðan sú, að í því svaf Alexander I. Rússa- keisari á ferð sinni um Norður- Finnland. Þar er vagninn, sem hann ók í, geymdur og fleiri mun- ír, svo sem borðið, þar sem hann neytti matar. Alexander I naut mestra vinsæida allra Rússakeis- ara í Finnlandi. Enn er lagt upp í nýjan áfanga, til Kemi, norður í Lapplandslén. Þangað og ekki lengra, því að þar skal snúa við til suðurs. — ★ — UM AUSTURBOTNA Það er ömurlegur, langur vetrar* dagur. Og ég hefi engan við að tala í lestinni. Því gladdi það mig mjög, að á járnbrautarstöðinní í Uleáborg, tók ungur ritstjóri, Finn* Fínni, en sænskumælandi þó, á móti mér og drakk með mér kaffi, meðan ég beið eftir Kemilestinm Hann hafði heyrt, að þessi útlend- ingur væri á leið til Kemi Vildi hann fá íslandskvöld, en sagði, að Pojola-Norden í Helsingfors hefði svikið Uleáborg um það. Taldi hann að hún hefði verið ems vel að kvöldinu kominn og Kemi. — ★ — í KEMI Kemi er fcær, sem vaxíð hefur hroðum skrefum á semní árum, og telúr r-ú um 25 búsundir íbúa. Hann stendur við stærstu á Finn- lands, sem er hálfur annar kíló- metri á breidd nær ósum. Þar eru miklar sögunarverksmiðjur og blómlegur iðnaður- Bærinn er Norðfjörður Finnlands að því leyti, að það er eini bærinn í landinu, sem kommúnistar stjórna. Greini- lega var þarna, sem annars staðar í Finnlandi, mikið athafnalíf. Það var hörkukuldi. Rúmlega 20* frost og norðannæðingur. Víð- ast hvar í landinu hlífa skógarnir og kuldinn því þolanlegri, en um- hveríis Kemi virtist allt bert og skóglaust. Þegar ég vaknaði um morguninn, sá ég út á Helsingja- botn, og ég hrópaði í fógnuði eins og menn Xenófóns forðum: „Þal- atta, þalatta“. Eg hafði ekki séð sjó frá því ég fór frá Kotka, Að sjá haf er flestum íslendingum einskonar andardrattur. Annars er drjúgur spolur frá bænum að haf- inu. Er svo viða um Austurbotna. Landið hækkar ár frá ari, og bæir, sem voru við sjávarbrún fyrir tveim til þrem oldum eru nú inni í landi. — Vegná hinna hörðu frosta undanfarna daga, og þar sem hafið er kyrrt og lítið salt, var bað lagt iangt út írá strör.dirmi. Alveg óvenjulega snemma, sogðu menn. — Ég skoðaði bæinn lítið. Komst þó upp í vatnsturninn það- an sem útsýni er bezt, og sér það- an vel til Svíþjóðar í góðu skyggni. Mér var sýnt ráðhúsið og sá ég þar m. a. fallegt málverka- safn. Ég talaði tvisvar í Kemi, við fremur góða aðsókn. Annars kom mér bærinn fremur kuldalega fyr- ir sjónir. Má vera, að hinn ytri kuldi hafi áhrif á dóm minn í þessu efni. — ★ — I BRAHESTAD Nú Skal halda suður á bógmn. Er ég því allshugar feginn, þar eð hávetur virðist vera kominn. — Leiðin hggur um Uleáborg og Lappo, eitt af hinum mörgu ör- nefnum í Austurbotnum, er benda til þess að þar hafi áður Lappar búið. Þar eru lestaskipti og það- an haldið til Brahestad, en þar á ég að tala um kvöldið. — Bærinn er einn af mörgum, er Brahe land- Stjóri kom á fót. Hann var fyrrum alhnikili verzlunar- og viðskipta- bær, en hefur nú ekki framar að- stöðu tíl þess og er fremur fámenn- ur og í hnignun. — Ég talaði þar : Kear.araskólar.um og var troðfullt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.