Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1953, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1953, Blaðsíða 12
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 2811 kjarnasprengjuárásir á borgir, sem standa nærri sjó. Rússar eiga nú 400 kafbáta. Þeir eiga kjarna- sprengjur og flugsprengjur. Lendi Bandaríkin í striði við þá, vofir þvi mikil hætta yfir borgunum bæði á Kyrrahafsströnd og Atlantshafs- strönd. 4 Hvernig á að vcrjast kjarnasprengjum? Bezta vörn hermanna gegn kjarnasprengjum eru skotgrafir eða jarðholur. í jarðholu er her- maðurinn öruggur, ef sprengjan kemur ekki niður rétt hjá honum. Margar sögur ganga um það, að fólk, sem flýði frá Hiroshima og kom þangað aftur, þegar sprengingin var um garó gengin, • hafi látist af ósýnisgeislum. Ef þetta er rétt, þá hefir fólkið kom- ið um leið og sprengingin fór fram. Það er ekki hætta á því að ban- vænir ósýnisgeislar haldist við í rústum borga eftir kjarnasprengju, og í 99 tilfellum af 100 er óhætt að fara þangað mjög fljótlega. Nýtízku stórhýsi eru ágætt skjól íyrir kjarnasprengjum. Neðstu hæðir i húsum, sem gerð eru úr steinsteypu eða járni, ætti að vera öruggir staðir i sprengjuarásum. Getur A-sprengja strafellt heila herdeild? Það er hugsanlegt, en ófram- kvæmanlegt. Hersveitir eru venju- lega dreifðar yfir stórt svæði, og eru vigstöðvar þeirra oft 5—6 eða jafnvel 7 mílur á léngd. Þegar þessa er gætt og eins hins, að hermenn hafa venjulega skotgrafir til þess að hlífa sér, þá er ólíklegt að ein sprengja munch drepa meira en svo sem 15% af heilli herdeild. Menn, sem eru i milu fjarlægð eða meira frá sprengistaðnum, eru nokkurn vegmn óhultxr. Hafa kjarnasprengjur áhrif á veðráttu? Nei, það er mjög á hinn veginn. Veðrið hefir mikil áhrif á árangur kjarnasprengju. í suddarigningu eða þoku mundi kraftur kjama- sprengju ekki njóta sin nema svo sem að hálfu leyti. ltákettur og flugvclar Engar rákettur eða sjálfstýrð flugskeyti hafa enn verið gerð til þess að flytja kjarnasprengjur. Mikið hefir þó verið talað um möguleika á þessu, en það hefir setið við orðin tóm. Aftur á móti er líklegt að áður en langt um líður verði komnar flugvélar, sem knúðar eru áfram með kjarnorku. Það er talið vel hugsanlegt að hafa kjarnorkustöð í flugvél og sumir gizka á að kjarn- orkuflugvélar verði komnar árið 1960. En kjarnorkubilar? Nei, vér lifum það varla að sjá bíl knúinn áfram með kjarnorku. Aftur á móti er vel hugsanlegt að kjarnorka verði notuð til þess að knýa járnbrautarlestir í staðinn fyrir gufuorku. En það veltur allt á þvi hvað kjarnorkan kostar. Verði hún ekki ódýrari heldur en kol eða olia, þá mun mönnum ekki þykja astæða að breyta um. Kjarnorka til friðsamlegra starfa Leyndin, sem hvílir yfir allri framleiðslu kjarnorku, hamlar þvi mjög að kjarnorkan sé tekin í þágu friðsamlegra starfa. Á með- an þjóðirnar telja kjarnorkumalin hernaðarleyndarmál, þá er ekki við þvi að búast að hægt sé að koma upp kjarnorkuverum til ann- ara þarfa. Umsjónarnefnd kjarn- orkumálanna hefir þó gefið mönn- um ailar þær upplýsingar er hun má, en það heíir varla orðið til annars en þess, að allskonar kynja- sögur hafa komið á gang meðal al- mennings um kjarnorkumál yfir- leitt. Og þar hefir ýmislegt verið fullyrt, sem ekki á sér neinn stað. Þó er nú farið að nota kjarnorku til friðsamlegra starfa, svo sem til þess að framleiða geislavirk efni til lækninga, og hér í borg hefir ver- ið komið upp sérstakri kjarnorku- miðstöð, sem framleiðir rafmagn til upphitúnar í húsum. En þess verður langt að bíða að það verði almennt að kjarnorkan sé tekin til upphitunar, nema þar sem kjarn- orkuver er nálægt. Vegna kostnað- ar getur það ekki komið til mála að búa til scrstakar kjarnorku- miðstöðvar til þess að hita upp eitt og eitt hús. Verður kjarnorkan til góðs, eða aðcins til ills? Hún getur orðið til hvors tvcggja. Nú sem stendur hefir ótt- inn við eyðileggingarmátt hennar altekið heimitm. En ef einhvern tíma skyldi koma friður, þá hefir mannkynið þarna þýðingarmikla orkulind. Það er eigi aðeins að hún geti orðið til ómetanlegrar þlessunar fyrir læknavisindin, heldur sem orkugjafi á ýmsum sviðum, og það mun koma sér vel fyrir þau lönd er ekki eiga vatns- afl, koi, oliu né aðrar orkuhndir. (Útdráttur úr grein í „Colhers"). I LLSBÓKINNI 19. april s. 1. misritaðist „norrænum monnum" i stað „enskum nýlendu- monnum" i grein Mr. Leo Patrick Henry (bls. 209). Setmngin a að vera: „Þær (þ. e. borgirnar) voru fyrst stofnaður af enskum nýlendumömi- uxn Veiztu þetta A Mjólk og mjólkurafurðir er talinn fjórði hlutinn af fæðu manna í Bandarikjunuxn til jafnaðai.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.