Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1953, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1953, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 283 ÞETTA GERÐIST í APRÍL BREZKA utanríkisráðuneytið stakk upp á því að lagt yrði undir úrskurð alþjóðadómstólsins i Haag, hvort ís- lendingar hefði haft rétt til þess að draga landhelgis grunnlínu frá Eld- eyardrang að Gáluvíkurtanga. íslenzka rikisstjórnin svaraði því, að hún væri fús til að skjóta deilumálum út af landhelginni fyrir dómstólinn og taka upp samninga við Breta um það, að þvi tilskildu að löndunarbanninu i Bretlandi væri þegar af létt (30.) VEÐRÁTTAN Aprílmánuður varð óvenju harður um allt land. Hófst hann með því af- taka veðri hér syðra, að skip komust ekki inn í Reykjavíkurhöfn. Síðan gerði stórhríðar og kyngdi niður ó- hemju snjó víða um land. Urðu þá allir vegir ófærir og til marks um það er, að bílar, sem fóru úr Reykjavík og ætluðu til Akureyrar voru 12 sól- arhringa á leiðinni (8.) Síðan gerði frost og heldust þau allt til mánaða- móta. Var þá horfinn aliur sá gróður, sem kominn var í marz og kominn klaki í jörð. AFLABRÖGÐ Framan af mánuðinum vár afli lítill og olli því bæði fiskleysi og ógæftir. En seinni hluta mánaðarins gerði góð- ar gæftir svo að víða var róið dág eftir dag og var þá uppgripa afli í mörgum verstöðvum og þakka margir það friðun landhelginnar. Sérstaklega var geisi mikill afli í Vestmannaeyum og gerði svo mikla aflahrotu um sum- armálin, að varla eru dæmi annars eins. Einn daginn kom þar á land fisk- magn, sem var talið 6—7 milljónir króna að útflutningsverðmæti (23.) En 17.000 smálestir af fiski höfðu borizt þar á land þrjár seinustu vikur mán- aðarins (30.) Á Vestfjörðum komu á land 2500 smálestir af steinbit eftir páska og er góður markaður fyrir hann í Ameríku (26.) Rækjuveiði var einnig mikil í Arnarfirði. Fikaflinn í febrúar varð 32.303 smál., eða nær 6000 smál. meiri en í fyrra (29.) SLYSFARIR í þessum mánuði var mikið um slys- farir og óvenju mörg dauðaslys. Maður féll á sve'llbunka á Grettis- götu í Reykjavík og fótbrotnaði (2.) Björn Sigurbjarnarson, bankagjald- keri á Selfossi, fótbrotnaði er hestur fell með hann (8.) Snjóflóð fell á bæinn Auðnir í Svarfaðardal og fórust þar ung kona og aldraður bóndi, en tvennt var graf- ið lifandi upp úr fanndyngjunni (8.) Bátur með tveimur mönnum sökk við lendingu hjá Sauðanesvita og drukn- aði annar maðurinn, Pétur Þorláksson frá Siglufirði (9.) Maður, sem var á ferð yfir Vatns- dalsá, missti hest og sleða niður um ís í ánni og hvarf hvort tveggja undir skörina (10.) Tveggja ára drengur féll út um glugga á þriðju hæð í húsi í Reykja- vík og stórslasaðist (12.) Lítill drengur varð fyrir bíl í Reykjavík og meiddist mikið á höfði (14.) . Bíll valt út af vegi í Hafnarfirði og niður í lækinn. í honum voru hjón og beið kónán baná. Húh hét Aðal- heiður Jóhannesdóttir (15.) Helgi Ingvarsson • á Korpúlfsstöðum ætlaði að renna á bifhjóli fram úr bíl á veginum í Mosfellssveit, en rakst á bílinn, fell og fótbrotnaði (16.) : Þór Pétursson frá Hjalteyri varð undir vörubílspalli suður á Vatns- leysuströnd og kramdist til bana (21.) Oddur Einarsson bóndi í Þverárkoti í Kjalarneshreppi, druknaði í svo- nefndum Helguhyl í Leirvogsá (21.) Þriggja ára drengúr varð fyrir vöru- bíl'í Reykjavik og beið samstundis bana (22.) Sjö ára drengur fell út af brim- brjótnum í Bolungavík og druknaði (22.) Hallgrímur Eyólfsson, Fitjum, Mið- nesi, stökk af bíl, sem var á ferð og beið bana af (28.) ÝMIS ÓHÖPP Flugvélinni Glófaxa hlekktist á í lendingu í Vestmannaeyum, en menn slösuðust ekki. Skemmdir á flugvélinni voru þó ekki meiri en svo, að henni var flogið til Bretlands til viðgerð- ar (1.) Gufuskipið Reykjafoss tók niðri í Patreksfjarðarhöfn og laskaðist stýri skipsins svo að það varð ekki ein- fært (1.) Bilun varð í vél „Lagarfoss" út af Nýfundnalandi. „Dettifoss" var þar á næstu grösum og fylgdi hann „Lagar- fossi“ til hafnar í Halifax, þar sem viðgerð fór fram (2.) Laxá í Þingeyarsýslu stífjaðist af fannkomu og brauzt út úr farvegi sín- um og inn í nýa rafmagnsstöðvarhús- ið, en olli ekki verulegum skemmd- um (8.) Snjóflóð fell á bæinn Þrastarstaði á Höfðaströnd og braut niður hesthús og hænsahús. Hestarnir náðust lifandi, en hænsin köfnuðu öll (12.) Leysingavatn flæddi inn í fjárhús á Sveinsstöðum í Húnavatnssýslu og druknuðu þar 20 kindur (21.) MANNALÁT Ragnar Bjarnason, bankamaður í Reykjavík. 1. Sighvatur Brynjólfsson, tollvörð- ur i Reykjavík. 2. Friðrik Sigurðsson frá Gamla- Hrauni á Eyrarbakka. 3. Sigurjón Jónsson, verzlunarstjóri í Reykjavík. 10. Frú Tómasína Kristín Árnadótt- ir í Reykjavík. 11. Sigurgeir Einarsso.n, stórkaup- maður í Reykjavík. 12. Helgi Skúlason, fyrrum bóndi að Herriðarhóli, Reykjavík. 15. Knud Zimsen fyrrv. borgarstjóri, Reykjavík. 26. Frú Ólafía Magnúsdóttir, Reýkja- vík. • 26. Frú Vilborg Eiríksdóttir, Hafn- arfirði. 27. Frú Guðrún Steinsen, Reykja- vík. ' .. « Jón Jónsson, fyrrv. póstur,. Galtar- hólti, Borgarfirði. ELDSVOÐAR Brann annar bærinn að Velli i Hvol- hreppi. Kviknaði út frá steinolíuvél, sem notuð var til að þýða klaka úr vatnspípu og varð húsið þegar alelda (8.) Sjálfsíkveikja varð i húsinu Þorfinns- götu 2 í Reykjavík um nótt og var mildi að ekki hlauzt manntjón af (18). Eldur kom upp í hraðfrystihúsi h.f.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.