Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1953, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1953, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 285 Nyrsta bækistöð í heimi Á EYUNUM norðan við Kanada haía Bandaríkjamenn og Kanada reist fimm veðurathuganastöðvar. Hin syðsta þeirra er Resolute á Cornwallsey, sem er við siglinga- leiðina norðan við Ameríku. Önn- ur heitir Mould Bay og er á Prince Patricks-ey, sem er nyrzt og aust- ast í eyaklasanum. Þriðja stöðin heitir Isacsen og er á Ellef Ringsnes ey. Hin fjórða heitir Eureka og er á Raanes-skaga, sem gengur austur úr Ellesmere-landi um miðju. Hin fimmta heitir Alert og er á nyrzta odda Ellesmere-lands, sem skagar þar norður fyrir vesturströnd Grænlands. Er hún á 82. gr. norður- breiddar, og er þarna þvi nyrzti manna bústaður í heimi- Er því fróðiegt að skyggnast þar um, sjá hvernig mönnunum líður og hvað þeir hafa fyrir stafni. Þarna eru veðurfræðingar, loft- skeytamenn, loftmælingamenn, vél -fræðingar og matreiðslumaður, jafnmargir menn frá hvorri þjóð. Húsakynni þeirra eru gerð eins vistleg og unot er. Fyrst er að nefna rannsóknastöðina sjálfa. Er þar rúmgóður salur þar sem menn sitja, matast, hlusta á útvarp og grammóíón, tefla eða spila — og vinna að athugunum sinum, Þarna er og gnægð góðra bóka, svo að þeir geta lesið hvenær sem þeir hafa tima til þe'ss. í sambandi við stöðina eru tveir svefnskáiar og hefur hver maður þar sitt herbergi, sem er um átta fet á lengd og sjö á breidd. Þykir þetta nauðsynlegt, því að það er sannreynt að norður í kuldanum og vetrarmyrkrinu, ■\'erða menn önuglyndir og þver- móðskufuilir ög í'á skömm hvér á öðrum, ef þeir þurfa að sitja þröngt. En með þessu móti, að láta hvern mann hafa herbergi handa sér, verður návistin ekki jafn þreyt- andi, því að þá geta menn verið út af fyrir sig þegar þá langar til. Vetrarnóttin er þarna fimm mán- uði ársins og menn þola hana mis- jafnlega. Hún „legst á sálina“ með ómótstæðilegu afli. Oftast koma áhrif myrkursins og kuldans þann- ig fram, að menn fara að hafa allt illt á hornum sér við félaga sína, svo hætta þeir að tala við þá og að lokum reyna þeir að vera einir og gefa sig þunglyndi á vald. Á þessu hefur ekki borið mikið í hin- um norðlægu veðurathuganastöðv- um, en þó kom það fyrir, að einn maður þoldi ekki myrkrið ög kuld- ann og var hann sendur heim með fyrstu flugferð um vorið. í svefnherbergjum mannanna er dragkista stór til geymslu, borð, bekkur og rúm, sem hægt er að hækka og lækka. Hafa margir rúm síti upp undir þaki á vetrum, því að þar er jafnan hlýrra en niður við gólf. Sjálfir mega menn ráða því hver litur er á svefnherbergj- um þeirra og þeir mega mála myndir á veggina ef þá Jangar tiL Þarna eru einnig geymsluskálar og er sérstakur skáli þar sem menn framleiða gas í loftbelgi og fylla þá. Þar má aldrei koma ljós, vegna sprengihættu. ÖU húsin voru stnið- uð suður í Bandarikjunum eftir fyrirsögn manna, sem kunnir eru á norðurslóðum. Var efn-ið svo flutt í flugvélum norður á bóginn, en stöðvarmenn reistu húsin sjálfir og gengu frá þeim. Þau eru hituð með olíukyndingu. Eldhættan er því mikil og á hverjum klúkkutíma allan sólarhringjnn er Litið eftir kyndmgartækjunum, þvi aö ekki vaeri gaman að breirna ofar. aí ser húsin þarna norður frá, máske um hávetur þegar frostið er yfir 40 stig og menn geta ekki verið úti nema stutta stund í einu án þess að kala til skemmda í andliti. Mest er eldhættan þegar hvass- viðri er. Þá verður súgurinn í kynd -ingartækinu svo mikill að loginn deyr. En olían heldur áfram að drjúpa og myndast þá gas, sem valdið getur sprengingu ef brugðið er upp eldspýtu. Það er að vísu gert ráð fyrir því að svö kunni að fara að stöðin brenni og eru gerðar sérstakar ráð- stafanir til að bjarga lífi mann- anna, ef svo kynni að fara. Nokkuð frá stöðinni eru- forðageymslur og eru þær merktar með stöngum, sem standa upp úr snjónum, svo að auðveít er að finna þær. Þarna eru tjöld, eldsneyti og matarbirgðir, sem eiga að nægja mönnum þang- að til flugvélar koma þangað næsta vor. Um starfsemi mannanna er það að segja, að tvisvar á sólarhring senda þeir flugbelgi til rannsókna upp í háloftin. Komast þessir belg- ir í 70.000 feta hæð. í þeim eru lítil sjálfvirk útvarpstæki, sem mæla loftþyngd og hita, en í stöðinni er móttökutæki, sem tekur við mæl- ingum þeirra. Ekki geta taskin í lof-tbelgjunum mælt vindhraða, en með radartækjum er fylgzt með ferðum flugbelgjanna og vindhrað- inn reiknaður eftir þvi- hvað þá hrekur hratt. Átta sinnum á sólarhring eru gerðar veðurathuganir á jörðu niðri, Er þá mælt hve hátt sé til skýa, íoftþyngd-, vindhraði, loft- hiti, skyggni, úrkoma og athuguð ýmis fyrirbrigði í sambandi við fannkomu. Síðan eru athuganir þessar sendar með loftskeytum á dulmáli til Edmonton i Alberta- fylki í Kanada. Þar er unnið úr rannsóknum alira stöðvanna og mðurstöðurnar sendar til Yeður-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.