Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1953, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1953, Blaðsíða 2
312 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ar með vígnautin um þetta leyti nætur og fólkið beið eftir þeim og fagnaði þeim með þessum ósköp- um. Sýnir þetta hve mikil ítök nautaatið á í þjóðinni. í hverri einustu borg á Spáni er ferhyrndur húsagarður miðsvæðis. Húsin umhverfis þennan garð eru orðin gömul mjög og einkennileg að þvi leyti að súlnaport er undir þeim öllum hringinn í kring um garðinn. Þarna fór nautaat fram fyrrum og þá voru settir sterkir hlerar milli súlnanna, svo að þar myndaðist afgirt svæði með gangi umhverfis undir annari hæð hús- anna. En við gluggana allt um- hverfis sat fólk og horfði á leik- inn- Nú eru þessir ferhyrningar víðast hvar lagðir niður sem nauta- ats-svæði, að minnsta kosti í stærri borgum, og hafa verið gróðursett tré og gerðir gosbrunnar á leik- sviðinu. Hafa borgirnar komið sér upp stórum leiksviðum í þeirra stað. Er það margra hæða hring- múr, með hækkandi sætum hring- inn í kring að innan verðu. I miðju er sviðið, einnig hringlaga og vold- ug girðing umhverfis nokkuð fyrir framan pallana. Áhorfendasvæðið skiftist í tvennt, „sombra“ og „sol“, eða forsæluhlið og sólarhlið. Sætin forsælumegin eru seld miklu hærra verði heldur en hin, þar sem menn verða að horfa gegn sól. Þannig er nautaatsbyggingin í Barcelona, og hún er ekki smásmíði, því að þar eru sæti fyrir 22.000 áhorfenda. Klukkan fimm átti leikurinn að byrja. Vér vorum komin þangað háKri stundu áður, því bezt er að komast í sæti sín sem fyrst til þess að losna við troðning. Mikill ys og þys var allt umhverfis hina stóru byggingu, og í anddyrunum — því að þau eru mörg — voru æpandi miðasalar og leikskrársalar. Þar voru einnig menn með íullt fangið af gráum strigasessum, sem þeir buðu til leigu. Vissum vér ekki til hvers þær skyldi nota, en greif- ynjan sagði að sjálfsagt væri að leigja sér sessu og þreif eina. Og vér fórum auðvitað að dæmi henn- ar. Þegar inn kom í hringinn sáum vér að það var hið mesta heillaráð að hafa sessu með sér, því að sætin eru ekki annað en steinsteyptar bríkur á brúnum palla, sem eru hver upp af öðrum og mjóar renn- ur á milli, sem maður stingur fót- unum niður í. Það hefði verið hreinasta plága að sitja á þessum hörðu og þunnu bríkum, ef maður hefði ekki haft sessu til þess að setja undir sig. Vér fengum sæti forsælumegin. Þar fyrir miðju var stúka, þar sem forseti leikanna sat og gegnt þar hinum megin leiksviðsins, var hlið- ið, sem nautunum var hleypt inn um- Lengst til vinstri var annað hlið, og um leið og klukkan sló fimm gengu nautaatsmennirnir þar inn á sviðið. Þeir eru margir sam- an og kallast „Cuadrilla“. Er það samæfður flokkur. Fremstir fara tveir riddarar og nefnast þeir „pica- dores“. Þeir eru í skrautklæðum, útsaumuðum með silki eða silfri og hafa á höfði leðurhatt, sem nefnist „casterno“ og er með jöfnum börðum allt um kring. Hægra fæti standa þeir ekki í ístaði heldur hylki eða fótbjörg úr járni, en vinstra fæti standa þeir í leður- hosu, sem nær hátt upp á legg. Hesturinn er brynjaður þannig að þykk dýna þekur alla hægri hlið hans og nær niður á miðja leggi. Er það gert til þess að nautin geti ekki 'rekið hestana í gegn með hornum sínum, því að alltaf eru þau látin ráðast að hestinum hægra megin. Hesturinn sér ekki neitt, því að bundið er fyrir augu hans, svo að hann verði ekki trylltur af hræðslu þegar boli nálgast. Ridd- arinn er með langa lensu í hend- inni, líkasta broddstaf, nema hvað broddurinn er mjög stuttur. Næst kemur svo fótgönguliðið, nautabaninn í svokölluðum „ljós- klæðum“, sem eru gullfjölluð og fagurlega útsaumuð. Þá eru örva- mennirnir, eða „banderillos“ og „peones“, sem eru aðal aðstoðar- menn nautabanans. Allir eru menn þessir skrautklæddir, hafa stutta hárfléttu og tvískygna hatta á höfð- um. Nautabaninn gengur fram fyr- ir stúku forsetans og heilsar með því að taka ofan og hneigja sig djúpt, en allur áhorfendaskarinn æpir fagnaðaróp. &■> Mennirnir skipa sér nú til Ieiks um völlinn, og í sama bili opnast hliðið andspænis oss og inn á sviðið geysist grátt naut með miklum hornum. Um leið og því er hlevpt út, er stungið örvarbroddi í herða- kambinn á því til þess að gera það trylltara. Aðstoðarmennirnir veifa rauðum klæðum og um leið og nautið sér það, tekur það sprettinn þvert yfir völlinn og ætlar að ráð- ast með ógurlegri heipt á þann manninn, sem næstur er. En hann skýzt þá inn í skot á girðingunni og boli rekur hornin í tré, í stað þess að hæfa manninn. Svo snýst hann með sömu heipt að þeim næsta, en það fer á sömu leið. — Þannig gengur þetta nokkrum sinnum, og má kalla þetta forleik eða æfingu- — Mennirnir eru að kynna sér hvað boli er trylltur, hve viðbragðsfljótur hann er og hvort nokkurrar tortryggni gæti hjá hon- um þegar hann grípur í tómt, því að tortryggni ber vott um einhvern snefil af hugsun, og þau nautin eru hættulegust. Þessi grái boli virðist ekki hafa neina hugsun aðra en þá, að stanga mennina og reyna að tæta þá sund- ur með hornum sínum. Hann er sífellt á sprettinum frá einum til annars og er að lokum orðinn laf-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.