Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1953, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1953, Blaðsíða 12
322 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Hin rauða ránshönd „Her í landifté í Ausfurríki Hún var svo langt leidd, að menn töldu að hún mundi ekki geta lifað nema nokkra mánuði. En við upp- skurðinn stöðvaðist krabbameinið. Siðan eru nú 19 mánuðir og hún er farin að vinna aftur á heimili sínu. Þetta er nú bjarta hhðin á mál- inu. En þess ber að geta, að kon- an er ekki læknuð. Og eftir fyrri reynslu að dæma getur sjúkdóm- urinn blossað upp aftur þegar minnst varir. En iæknar við Mayo Chnic, Cleveland Chnic og Massa- chusetts General Hospital eru farn- ir að nota aðferð Dr. Huggins, þvi að um helmingurinn af sjúkhngun- um hefir fengið furðulegan bata. ----o--- Mesta kappið leggja menn þó á að finna meðul, er geti útrýmt krabbameini. Sumir halda því fram að krabbinn sé sníkjudýr á borð við vírusa- Og ef svo er þá ætti að vera hægt að finna eitthvert efni, sem er honum banvænt, alveg eins og meðul eru banvæn sýklum. Og slík meðul hafa nú verið not- uð um hríð. Dr. Sidney Farber við Harvard læknaskólann, hefir gert tilraunir með meðal, sem hann kallar „methopterin". Hann notar það við börn með „leukemia", en það er krabbasjúkdómur i blóðinu. Þetta meðai líkist að samsetningu B-vitamin, en er þó öðruvísi. Dr. Farber segir að sér hafi tekizt að lækna suma sjúkhngana og þriðj- ungur af öllum sjúklingunum hafi fengið nokkum bata. En þetta meðal og ýmis önnur svipuð, eru ekki til frambúðar, því að menn veröa ónæmir fyrir þeim er frá liður. Það liafa þegar verið gerðar tilraunir með 16.000 efni og funmtán þeirra hafa reynzt þann- ig, að tahð er óhætt að nota þau við menn. En tilraunir eru erm a SÍÐAN rússneska setuliðið settist að í Austurríki 1945 hefir það hremt þar og flutt úr landi austur- rískar eignir, sem nema 750 millj. dollara. Auk þess hefir Austurríki biðið stórtjón vegna þess að Rúss- ar greiða hvorki tolla né skatta og hafa rekið þar svartamarkað í stórum stíl. Sérfræðingum í fjármálum telst svo til, að þrjú seinustu árin hafi Rússar rænt álíka miklu í Austurríki og ‘Marshallhjálpinni hefir numið, sem Bandaríkin hafa veitt Austurríki á sama tíma. Með öðrum orðum: Austurríki væri fjárhagslega sjálfstætt ef Rússar væri ekki til að reita af því. Rússar byrjuðu að ræna um leið og þeir komu inn í landið. Fyrst í stað voru það hermennirnir, sem byrjunarstigi. Þau meðul, sem þeg- ar hafa verið reynd duga ekki til þess að lækna krabba, og ekki heldur „Egypt 101“. En allt er þetta i áttina. Og nýustu rannsóknir i líffræði sýna, að mikið vit getur verið í ýmsu, sem mönnum hafði ekki komið til hugar áður. En höfuðatriðið er það, að nú er sótt að krabbameininu úr öllum áttum. Meðal annars er fundin ný aðferð til þess að finna krabba á byrjun- arstigi í maganum, enda þótt hann sé minni um sig en nögl á litla fingri. Og það er alkunna, að ef hægt er að taka krabbann á byrj- unarstigi, þá er lækning nokkurn veginn viss. Horfurnar eru því góð- ar — það miðar áfram á öllum sviðum í baráttunm gegn krabba- meirnnu- rændu handa sér. Þeir máttu ekki sjá úr, myndavélar, skartgripi né annað „óhóf auðvaldsins“ svo að þeir sölsuðu þau ekki undir sig. En þau rán námu þó ekki nema nokkrum hundruðum þúsunda doll- ara. Þegar sovétstjórnin kom til skjalanna rændi hún hundruðum milljóna dollara. Allar vélar og efni úr fjölda verksmiðja var ílutt til Rússlands. Og svo lagði rúss- neska stjórnin hald á aðrar verk- smiðjur og hefir ekki sleppt þeim síðan. Hún kvaðst hafa heimild til að taka þetta upp í hernaðarskaða- bætur frá Þjóðverjum, því að þetta hefði verið þýzkt land. Hin ríkin, sem setulið hafa í Austurríki, gerðu fyrst í stað upptækar ýms- ar eignir, sem talið var að Þjóð- verjar ætti, en þeim hefir síðan öllum verið skilað austurrísku stjórninni. Brottflutning verksmiðja byrj- uðu Rússar þegar 1945 og heldu þvi áfram til ársloka 1947. Þá var ekki meira til á hernámssvæði þeirra, og sneru þeir sér þá að jarðeignum. Þejr sendu inn i land- ið hópa af mönnum frá hjáríkj- um sínum, létu þá smala saman kvikfé og reka úr landi, undir því yfirskini að þessu hefði Þjóðverj- ar rænt frá sér. Þessum gripdeild- um er ekki lokið enn, og þeir sem fyrir þeim verða, geta ekkert sagt og fá engar skaðabætur. Sovétstjórnin hefir ekki látið sér >nægja að flytja burt heilar verksmiðjur og leggja önnur fyr- irtæki undir sig, undir þvi yfir- skyni að þau liafi verið eign Þjóð- verja. Hún hefir einnig tekið önn- ur fyrirtækí, svo sem bani:a, íiutn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.