Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1953, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1953, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 319 Knud Zimsen hafði lesið fyrir börn sín. Hafði faðir hans khppt út allar myndirn- ar í hvítan pappír. Enn voru í stokk þessum blöð þau, sem hann og leikbræður hans í Firðinum höfðu ritað fyrir 60 árum. — Ég held, að Zimsen hefði aldrei gert þessa smáhluti fala, jafnvel þótt í boði hefði verið fyrir þá stórt gulltryggt hlutabréf í gróðafyrirtæki. Ymsir hafa haft orð á þvi víð mig, hvort Zimsen hafi ekki kynnzt ýmsum stórmennum, meðan hann var borgarstjóri, hvort hann hafi ekki setið ýmis samsæti, þar sem 'sitthvað frásagnarvert hafi gerzt. Sannleikurinn í því efni er sá, að hann sagði mér frá mörgum mönn- um og smáatvikum, er hvort- tveggja í senn var fróðleikur að og skemmtan, en ekkert af þvi mátti festa á blað. Hann sagði margsinnis, er við ræddum um þá hluti: „Ég veit, að á mig hefur ver- ið litið sem yfirstéttarmann eða broddborgara. En ég hef þó ætíð talið mig í hópi alþýðufólks og jafnan miðað háttu á mínu heimili við þá skoðun. Sögur af veizlu- höldum og broddborgurum eiga þvi ekki heima í minni bók.“ Fyrir þrábeiðni mína fékk ég þó að rita kafla af kynnum hans við Kristján konung X. Öll var frásögn sú mjög fjörug og skemmtileg og að mín- um dómi emn bezti kaílinn í sogu Zimsens. En þegar til áttí að taka þvertók hann fyrir, að hann yrði birtur, og varð ég að heita honum því að láta hann hverfa í algleym- ið. „Það er of mikið snobbabragð af þessu“, sagði hann og við það sat. Þegar eg hafði lokið við að ritá bókina við ..Fjörð og vík“, hjó ég eftir þvi, að hann hafði hvergi á, það minnzt, að hann hefði hlotið heiðursmerki, né heldur orðið nökkuxs staðár heaðurifálagi Ég leit því í „Hver er maðurinn?“ og sjá: heiðursfélagi í tveimur félög- um ekki ómerkum og heiðursmerki fjögur frá þrem löndum. Síðan drap ég lauslega á það við hann, að okkur mundi hafa sést yfir að geta um þetta. „Það er ekki til þess að setja í bók. Við höfum kaflann um það, hvernig vatnsveitan varð til þeim mun ýtarlegri,“ var hans svar. —*■★— Eftir að bókin „Við fjorð og vík“ köm út, urðu ýmisir menn til þess að minrust á sum atriði úr henní við mig. „Ég hafði gaman af að lesa um það, sem þar er sagt frá viðskiptum bæjarins við H. Magnússon & Co.,“ sagði einn mæt- ur borgari við mig. „Þar eru sann- arlega ekki maðkarnir í mysunni, um það get ég borið af eigin raun, því að ég starfaði nokkuð hjá þessu fyrirtæki á þessum arum. Man ég vel, þegar borgarstjórinn var að „prútta“ fyrir bæinn, og hótaði að versla annars staðar, ef hami fengi ekki hlutina þar við því verði, sem hann tiltók. Það gat engum dottið í hug, að Zimsen væri hluthafi í bessu fyrirtælú."

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.