Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1953, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1953, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 323 Berfættir voða þeir eld ingafyrirtæki og fjölda sölubúða. í árslok 1952 höfðu þeir þannig lagt undir sig 200 búðir að minnsta kosti. Var þar selt allt milli him- ins og jarðar, vínföng, tóbak, úr, myndavélar, vefnaðarvara og allt þar á milli. Þessar verslanir greiða hvorki skatta né tolla og geta því selt vörur við lægra verði en aðr- ar verslanir. Þá er að minnast á olíulindir Austurríkis. Árið sem leið er talið að Rússar hafi tekið 2.100.000 smá- lestir af framleiðslunni, og á þessu ári heimta þeir 3 milljónir smá- lesta. Þriðjungur af öllum iðnfyrir- tækjum á hernámssvæði Rússa, 'er undir þeirra stjórn. Framkvæmda- nefndin, sem hefir eftirlit með þessu, nefnist USIA, en olíustjórn- in nefnist SMV. Þær hafa í þjón- ustu sinni um 60 þúsundir Austur- ríkismanna. Síðdn 1945 hafa þessi fyrirtæki flutt úr landi vörur fyr- ir 300 milljónir dollara, án þess að greiða nein opinber gjöld. USIA ræður yfir 300 iðnfyrir- tækjum og um 350 fyrirtæki önnur eru undir eftirliti þess. Af þessum 350 eru um 200 smásöluverslanir, rúmlega 100 jarðeignir og nokkur fyrirtæki, sem þeir kalla blönduð. Sumar jarðeignirnar eru búgarð- ar, aðrar skógar. Og Rússar hafa höggvið skógana miskunnarlaust án þess að hugsa nokkuð um fram- tíð þeirra. Tjónið sem austurríska þjóðin bíður af þessum yfirgangi Rússa — töku skóga, búgarða og verslana — verður ekki með töl- um talið, enda er það ekki talið með því beina tjóni, sem Rússar hafa valdið þjóðinni. Þá hafa Rússar látið USIA reka svartamarkaðsviðskipti í stórum stíl síðan 1945. Fyrst vóru þetta aðallega matvörur, en síðan líka tóbak og aðrar vörur. Aðferðin er sú, að austurrískir innflytjendur panta vörur erlendis, láta svo ÞESS ERU dæmi um miðla, að þeir hafa magnast svo af einhverj- um óþekktum krafti, að þeir hafa getað handleikið glóandi kol án þess að brenna sig. Þeir hafa einn- ig getað magnað dauða og eldfima hluti þannig, að þeir hafa ekki getað brunnið, t. d. vasaklút, svo að hann sviðnaði ekki einu sinni þótt hann væri vafinn utan um glóandi kol. Fyrirbrigði þessi hafa að vonum þótt mjög dularfull. Vísindamenn- ina skortir þekkingu á því hvað hér hefir gerzt, og þá er gripið til þess athvarfs fáfræðinnar að segja, að hér hafi annaðhvort verið um senda þær til vöruskála Rússa í Vín, en Rússar greiða enga tolla né skatta af þeim. Síðan afhenda þeir innflytjendum vöriirnar gegn hæfilegri „þóknun“, sem talið er að nemi 3—4% af andvirði vörunnar. Þannig svíkja þeir Austurríki um innflutningstolla og stinga þeim í eigin vasa. Einkennilegt er það, að öll þau fyrirtæki sem USIA hefir yfir að ráða, eru látin ganga úr sér, við- haldið er ekkert. Er þetta gert vegna þess að Rússar vilji hafa sem mest upp úr þessum fyrirtækj- um áður en þeir yfirgefa Austur- ríki? Eða er þetta sýnishorn þess, hvernig þeir reka fyrirtæki í sínu eigin landi? Hvað sem um þetta er, þá er eitt víst, að verksmiðj- urnar, sem eru undir stjórn USIA, eru að syngja á sitt seinasta vers nema því aðeins að stórfé verði varið til þess að koma fótunum undir þær aftur. (Úr „The Christian Science Monitor"). sjónhverfingar að ræða, eða ein- hver brögð. Þetta er þeim mun einkennilegra, þar sem það er vit- að, að fáfróðir „villimenn“ kunna einhver ráð til þess að magna sig svo af annarlegum krafti, að þeir geta vaðið eld berfættir, án þess að þá saki hið minnsta. Hér er um nákvæmlega sama fyrirbrigðið að ræða, að því undanskildu, að „villimennirnir“ eru glaðvakandi, en miðlarnir í dásvefni. Ótal ferðamenn og aðrir hafa orðið sjónarvottar að því, að ber- fættir menn óðu eld, án þess að þá sakaði. Þessir menn hafa birt frásagnir sínar í blöðum og bók- um, en hin vestrænu vísindi eru þögul og hafast ekki að. Hér er ein frásögn um menn sem óðu eld. Höfundur hennar heitir Richard D. Grenfield og greinin birtist fyrst í „The Spectator“ í London. Hún er á þessa leið: ★ Sammy var Indverji. Hann var nú gamall maður, en hann hafði aldrei verið í Indlandi, því hann var fæddur í Malaja og þar hafði hann verið verkamaður hjá hvít- um mönnum alla ævi. Hann var greindur karl og fróðari en flestir í þeirri stétt, því að hann kunni að lesa ensku. Hann var ánægður með hlutskifti sitt í lífinu. Hon- um nægði afskammtað uppeldi og aldrei kom honum til hugar að safna fé, því að hann var vitur maður. Ég var opinber starfsmaður í Malaja. Á kvöldin sat ég oft stund- arkorn og talaði við Sammy. Hann var að fræða mig á ýmsu. Ég spurði hann spjörunum úr og gerði að gamni mínu við hann. Svo leið að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.