Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1953, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1953, Blaðsíða 1
Mh 20. tbl. Laugardagur 23. maí 1953 XXVIII. árg. ÚR SPÁNARFÖR Á NAUTAATI í BARCELOMA VÉR komum til Barcelona laugar- dagskvöld 18. apríl. Ferðaskrifstof- an spanska, sem átti að sjá um ferðalag vort á Spáni, hafði ekki valið leigsögumann af verri endan- um. Það var sænsk greifynja, Inga de Mörner, aðsópsmikil og einbeitt kona, sem kunni þá list að tala og gat brugðið fyrir sig sjö tungumál- um, ef því var að skifta. Byrjað var á því að ræða um ferðaásPtlunina. Svo hafði verið ráð fyrir gert áður en vér fórum að heiman, að vér mundum fá að horfa á nautaat í Granada. En leið- sögukonan var ekki á því. Hún vildi að við horfðum á nautaat í Barcelona, því að það ætti að fara fram daginn eftir. Einhver kvenn- anna, sem haldin var hálfgerðum beyg við að horfa á þann dauða- dans, spurði þá hvort nautaat væri ekki hryllilegur leikur- Greifynjan rak upp stór augu og sagði: — Ég hef horft á nautaat fimm- tíu sinnum, að minnsta kosti, og ég fæ aldrei nóg af þeirri skemmtan. Þar með var það mál útkljáð. Hér talaði kona, meira að segja norræn kona, og úr því að henni þótti þetta ágæt skemmtun, þá gat ekki verið í Innan þessara veggja fer nautaatið fram neitt hryllilegt við hana. Og það var afráðið að allir skyldi fara að horfa á nautaatið næsta dag. Mjög var áliðið kvölds er oss haí'ði öllum verið komið fyrir í „Hotel Principe". Mér var úthlut- að herbergi á fjórðu hæð og þar sat ég við skriftir fram á nótt. Var allt kyrrt og hljótt í hinu mikla húsi. Rafljósin báru góða birtu um herbergið og þar var hlýtt og nota- legt, svo að ég opnaði glugga til þess að hafa ferskt loft um nótt- ina. En svo er það eitthvað um klukkan þrjú, að kyrrð næturinnar er rotin af hrópum og köllum úti fyrir og espuðust þau óðum. Var engu líkara en að þarna væri múg- æsingafundur, þar sem þúsundir trylltra manna hrópuðu hver í kapp við annan. Ég fór að hugsa um hvort það gæti skeð, að upp- hlaup væri hafið í borginni, enda þótt allt virtist þar með kyrrum kjörum um kvöldið. En það var röng tilgáta. Hið rétta svar fekk ég daginn eftir. Þá var mér sagt að komið hefði verið til borgarinn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.