Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1953, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1953, Blaðsíða 16
S26 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS FLUGVÉL í FLUGVÉL. Fyrir skömmu kom leiguflugvél Loftleiða hingað frá New York ög hafði meðferðis óvenjulegan farm. Var það „Piper cub“ kennslu- flugvél til flugskólans Þyts. Til þess að koma kennsluflugvélinni inn í hina vél- ina voru teknir af henni vængir, stél og hreyfill og þetta svo allt skorðað hægra megin í farþegarúmi stóru flugvélarinnar. Myndin hér sýnir litlu flug- vélina inni í þeirri stóru. Mennirnir á myndáinni eru Alfred Elíasson flugstjóri hjá Loftleiðum (til hægri) og Karl Eiríksson fiugmaður að athuga nýu kennslu- flugvélina. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) Nú er vor yfir Vesturlandi, og vaknandi grös um tún. Djúpið er dýrðlegur spegill, dásamleg háf jallabrún. Það er gleði og grózka í sveitum, og gáskafullur hver bær, því sólin er kotnin sunnan um höf, og seiðþrunginn ylgeislablær. J. G. ENGINN HRAFN Sveinbjörn Egilsson skáld fór 10 vetra til Magnúsar Stephensens og ólst upp hjá honum. Einu sinni sendi fóstri hans hann sjóveg með kjöt til manns. Sveinbjörn bar það upp í fjöruna, og segir þeim til, sem við átti að taka. En hrafnarnir höfðu hirt kjötið áður en það var sótt. Sveinbjörn segir siðan fóstra sínum frá, hvernig til hafi tekizt og fekk skriftamál fyrir, en þó varð lítið úr, því Sveinbjörn segir: „Á því augnabliki eg lét kjötið í fjöruna, mundi eg ekki til, að nokkur hrafn væri til í þessum heimi“. — Fóstri hans hætti að skrifta, því honum komu vel gáfuleg svör. VITUR HESTUR Veturinn 1803 var Sveinn læknir Pálsson á leið til Reykjavíkur við ann- an mann. Komu þeir að Vindheimum í Ölfusi að kvöldi 18. nóv. Færð og veðrátta var hin allra bezta, gaddfrost en logn og heiðríkja og léttingur yfir allt. Sveini þótti fylgdarmaður sinn ófær að leggja á skarðið um nóttina, þó gott og glatt væri veðrið. Kom þeim ásamt að Sveinn heldi áfram, því tungl- skin fór í hönd. Þegar Sveinn kom upp í svonefndan Torfdal, syfjaði hann svo mjög, að hann gat ei áfram haldið, lagði sig fyrir, en gáði ekki að taka niður taum hestsins, er þann reið. Þeg- ar góð stund er liðin, vaknar Sveinn við að hesturinn hneggjar, en stendur í sömu sporum, tunglið nýkomið upp og leggur Sveinn sig aftur, en vaknar nú ei fyrr en hesturinn bítur í hand- legg hans, og sér nú að tunglið er nær því gengið undir, ætlar að fara á bak, en getur í hvorugan fótinn stigið, nær þó í tauminn og ístaðið, vegur sig svo upp og snýr til baka niður að Vind- heimum, lætur búa sér rúm svoleiðis að hann geti haft báða fætur sinn niðri í hvoru keraldi með köldu vatni, sofn- ar síðan; hafði hann í svefninum kippt öðrum fæti upp úr vatninu og fann að þar var kal á tveimur tám. Voru þeir einn dag um kyrrt og heldu síðan suður af. Þannig má oft dást að og þreifa á guðs varðveizlu, að hesturinn, annars styggur, stóð kyrr og vakti eigandann, sem ella hefði orðið þar allur. (Sjálfs- ævisaga Sveins). MINNISVARÐI Hallgríms Péturssonar, sem enn stendur norðan við dyr dómkirkjunn- ar í Reykjavík, var afhjúpaður sunnu- daginn 2. ágúst 1885. Gerði það lands- höfðingi, en um 1500 menn voru þar viðstaddir og þótti það margmenni á þeim dögum í Reykjavík. Sungið var kvæði, eftir Steingrím Thorsteinsson (Þú ljóðsvanur trúar lýðum kær), en Pétur biskup Pétursson flutti ræðu. — Minnisvarðinn er 10 alna há steinsúla, og var hann gerður af dönskum manni, því að þá var enginn listamaður til hér. Það voru þeir Grímur Thomsen og Snorri Pálsson á Siglufirði, sem geng- ust fyrir því að minnisvarðinn var reistur, og Tryggvi Gunnarsson að Snorra látnum. Fé til varðans var fengið með almennum samskotum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.