Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1953, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1953, Blaðsíða 10
320 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Maður nokkur, sem réðst í þjón- ustu bæjarins á styrjaldarárunum fyrri, hafði orð á því, að hann hefði ekkert skilið í .því, hvað Zimsen hefði þurft lítið að sofa. „Við, sem þarna unnum, vissum, að hann var sjaldan mættur seinna til starfs á morgnana en kl. 7. En það voru færri, sem vissu um það, hve lengi hann hélt út fram eftir. Ég var þá ungur og kom því stund- um í vinnustofu mína undir mið- nætti. Og það brást aldrei, að Zim- sen var þá enn við vinnu. Það undrar því engan, sem til þekkti. að hann skyldi verða örlúinn fvrir aldur fram.“ Þegar ég hóf að rita kaflann um Tngólfsmvndina, fékk Zimsen mér í hendur böggul mikinn, þar sem gevmd voru gögn öll varðandi það mál. Hann hafði sjálfur lagt af mörkum geisimikla vinnu í mörg ár til þess að koma hugmvndinni um Ingólfsstyttuna í framkvæmd- Þegar ég tók að rísla í bögglinum, fann ég þar lítinn bréfvafning og innan í honum 35 aura. Og er ég innti hann eftir því, hvemig stæði á þessum peningmn, sagði hann þá afganginn af Ingólfssöfnuninni. „Það var enginn réttborinn aðili að þessu fé, svo að það hefur verið þarna síðan 1924 og mun fylgja skil ríkjunum á Þjóðskjalasafnið.“ Eitt sinn, er ég var staddur hjá Zimsen, fékk ég að tala út á land í símann hjá honum og borgaði símtalið strax á eftir. Liðu svo margir mánuðir, én þá segir hann, þegar ég kem til hans: „Þú átt bréf hérna hjá mér.“ Ég tók við því, en utan á umslaginu stóð að- eins nafn mitt og orðið „Borgað." En í umslaginu var einungis kvittun frá Landssímanum fyrir símtalinu. „Ég vildi ganga svo trútt frá þessu, ef ég félli frá, að þú yrðir ekki látinn borga símtalið aftur.“ #Ritstjóri við höfuðandstöðublað Zimsens hefur sagt mér þá sögu, að flokksbræður sínir hafi eitt sinn viljað láta sig rita bombugrein um Zimsen, þar sem því yrði dróttað að honum, að hann hefði gripið 300 krónur úr bæjarsjóði. Átti aðdrótt- unin að byggjast á því, að ekki fannst fylgiskjal fyrir greiðslu að nefndri upphæð. „Ég aftók að verða við beiðni flokksbræðra minna og færði þessi rök fyrir af- stöðu minni: Ég þekki engan mann ólíklegri til þess að stela fé úr sjálfs síns hendi en Knud Zimsen, og í öðru lagi er hann of skynsam- ur til þess að fara að gera sig að þjóf fyrir þrjú hundruð krónur. — Þess má svo geta, að fylgiskjalið fannst, þegar betur var að gáð,“ sagði ritstjórinn að lokum. Því hefur verið veitt athygli, hve frábitinn Zimsen er að trana sér fram -á sögusvið í endurminn- ingum sínum eða gera mikið úr verkum sínum. Sama gegnir um afstöðu hans til fornra andstæð- inga- Hann lætur þá njóta sann- mælis bæði í orði og verki og er laus við biturð í þeirra garð. Með fáum«mönnum var jafn þústsamt í bæarstjórn sem Zimsen og Ólafi Friðrikssyni ritstjóra. En Ólafur hefur látið svo falla orð við mig, að það hafi verið alveg sama, hve mikið hann hafi skammað Zimsen á fundi, að eftir hann hafi verið hægt að taka í hönd hans sem bróð- ur. „Zimsen var svoleiðis maður, að annað var óhugsandi,“ bætti Ólafur við. Að endingu má geta þess, að vel hefði frásagnir Zimsens um Reykja -vík og Reykvíkinga mátt endast í eina bók enn. Hann fór nærri um, hvað sér leið, og því var látið stað- ar nema við bókina „Úr bæ í borg“. •— Á samstarf okkar hljóp aldrei snurða. Þótt hann væri skapríkur maður að eðlisfari og vanari því að ráða en láta ráða fyrir sig, lét hann mér þó lausan tauminn með þann búning, sem endurminningar hans birtast í, bæði að því er snert- ir frásagnarmáta og skipan. Mér varð ánægja af þessu starfi, en sú ánægjan þó mest, að hafa kynnzí náið manninum Knud Zimsen. 21. april. Molar Á VEÐREIÐUM í Kaliforníu var mað- ur nokkur tekinn fastur vegna þess að hann var ofurölvi. Lögreglan fann í vösum hans níu 2 dollara veðmiða og hafði hann lagt það á hest, sem hét Micoka. Ekkert mundi hinn ölvaði maður eftir því að hann hefði keypt þessa miða, né heldur hvers vegna hann veðjaði á þenna hest. Þegar af honum rann, varð hann að greiða 25 dollara sekt. Hann átti engan eyri til og varð því að fá þetta að láni. En þegar hann kom út, uppgötvaði hann að Micoka hafði sigrað og hann grætt 1135.80 dollara. ★ Fyrsti gestur nýgiftu hjónanna átti að vera ríkur frændi. Unga frúin kepptist við allan daginn að taka sem bezt á móti honum, matreiddi dýra rétti og bar á borð. En frændi kom ekki. Hann var stundum utan við sig og hálfgleyminn. Nokkrum dögum seinna rakst sá nýgifti á hann á götu og sagði í ásökunarrómi: — Gleymdirðu heimboðinu okkar um daginn? — Nei, sagði sá gamli, nei, ég gleymdi því hreint ekki. — Hvers vegna komstu þá ekki? — Látum okkur nú sjá, já, hvers vegna kom ég ekki. Ó, nú man ég hvernig á því stóð. Ég var ekki svangur. ★ Þó að heimurinn reyndist mér illa, þá var það ekkert á móti því hve illa ég reyndist sjálfum mér. — (Oscar Wilde).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.