Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1953, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1953, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 317 ©CÍ3<CP«i=«r=<Q=<CP<Q=<CPíQ=<ö=,?Q=»sCP«i=!<ö==<(i=<!ö=íQ=«7:5<(i=<C=íi5@ ? r ®C=<CP^Q=5*P'-Q=<CP^Q='.CP'-Q=<CP<Q^CP<Q=:CP<Q=-:<P*Q=<C:=<Q=*CP<Q © U ^ ^ V orutóur Það er gott aí gleðjast enn á gamaltaldri. Sjá í auguin barnsins blika bjarta trú og vonir kvika. Finna vorið fylla loftið ferskri angan. Heiðarlóu heilsa og spóa. Hitta stelkinn út í móa. Hann er þar og heldur vörð um hreiðurmömmu. Fylgist vel með ferðum öllum. Flýgur upp með hrópi og köllum. Lengi hef ég hitt ’ann þar á hverju vori. Séð hann bæði í sorg og gleði. Séð hans líf og eign í veði. Yfir lífið okkar beggja aldur færist. — Hans er ennþá hvellur rómur, hreinn og glaður sumarómur. Hjartað gleður heilög ást til hreiðurlandsins. Sér í augum barnsins blika bjarta trú og vonir kvika. MARÍUS ÓLAFSSON. I I l 3 l J i 1 I I I } I Ivar Aasen: mu lercý ut lalih d L °9 me aue Milli hæða og fjalla við hafið stendur heimkynni Norðmannsins tryggt, íyrir grunnunum hefur hann grafið, sjálfur grundvallað húsin og byggt. Hann leit út yfir steinharðar strendur, en sá staður ei fyr var í byggð: Ryðjum grjóti og græðum hér lendur, girðum landið. svo eignin sé tryggð. Sjónum brá móti báróttu hafi, þar var brimreyk og ágjöf að fá, en þar spriklaði spraka í kafi og þau sporðaköst vildi hann sjá. J En á einmánuð’ óskaði hann stundum: ^ Komast eitthvað til hlýlegra lands. Jj Þá kom vorið með sólbráð í sundum <t) og þá sofnaði útþráin hans. íi' v Þegar hlíðarnar grænka og hagar, « verða holtin með vorblómum skreytt, j) 3 bjartar nætur og dýrlegir dagar, (? dj svo hann dreymir ei fegurra neitt. S) I SIGURÐUR NORLAND þýddi. í v ' g @ð>=9^>=í5>=ö.>=9>=ö>=£>>=í)>=9>=ö>=£)>=í)>=£)’,=ö>=í)>=D>=£5>=ö>=í!>=í)© leikhúsi. Fekk hann lítið hlutverk hjá London Hippodrome árið 1900 í „Giddy Ostende'*. Síðan var hann með farand- flokki, er sýndi Sherlock Holmes. En svo datt hann út úr leiklistinni og réð- ist siðan sem eftirherma hjá „Cassey Court Cirkus“. Síðan sneri hann sér aftur að látbragðslist og fór honum mikið fram í henni, enda hefir hann neytt þeirrar leikni óspart. Þegar Charlie var 17 ára kom Sidney honum að hjá Fred Carno Company og þar varð hann að leggja sig fram um fimleika og dans. Flokkur þessi fór til Ameriku árið 1913 til að sýna þar. Varð það til þess, að kvikmyndafram- leiðendur uppgötvuðu hann. Lengi var Charlie tregur til þess að vilja ganga í þjónustu kvikmyndanna, en Mark Sennet gat að lokum talið honum hug- hvarf, og hann gerði ráðningarsamning við Keystone, kvikmyndafélag, sem framleiddi skopmyndir. Hjá Keystone vann hann í tvö ár og lék í 35 myndum, sem allar voru þó stuttar. Þar komst hann smám saman upp á að skapa þá „fígúru“, sem bezt hefir skemmt mönnum. Það væri of langt mál að rekja hér leikferil hans í kvikmyndum, því þær eru nú orðnar 81, sem hann hefir leikið í. Hins má geta, að í tveimur kvikmynd- um hefir hann lýst hinum raunalegu æskuárum sínum. I annari þeirri mynd lék Jackie Coogan á móti honum. Seinni myndin heitir „Senuljós" og þar er átakanlega lýst þeim kjörum sem hann átti við að búa um aldamótin í London. „Fígúran“ sem Charlie hefir skapað sér, er alþjóðleg, því að hún á alls staðar heima. Chaplin hefir sjálfur sagt svo um búning sinn: „Búningurinn hjálpar til þess að sýna miðlungsstétt- armann, og getur átt við hvern sem er, til dæmis sjálfan mig. Hatturinn er tákn þess að hann iangar til að komast til virðingar, skeggið er tákn hégómleik- ans, aðhnepptur jakkinn og stafurinn og hvernig hann ber hann, er tákn þess að hann vill sýnast. Hann revnir að bera sig vel og slá vitandi ryki í augu annara, en veit þó að hann er hlálegur og óheppinn. Þess vegna finnst öllum að þeir kannist við hann, þennan ein- mana meðborgara, sem á svo bágt, en reynir að standast raunir lífsins”.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.