Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1953, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1953, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 325 lofti yfir höfðum þeirra. Þeir gátu ekki haldið höndum yfir höfðum sér, eins og hinir. Annar hafði greipar spenntar á brjóstinu, laut höfði og horfði niður í eldinn, meðan hann óð grófina á enda. Hinn teygði hendur frá sér, líkt og h'nudansari, og sneri lófunum nið- ur. Það sá óglöggt í andlit hans, en birtan af eldinum glóði á end- unum á sex þumlunga nál, sem hann hafið stungið þvert í gegn um tunguna. Margir aðrir óðu eldinn, en nú var orðið svo rokkið, að ekki var hægt að taka myndir. Eldbjarma lagði af gióðinni og það snarkaði hátt í þegar vatni var skvett á þar sem logar komu upp. Ég ruddist út úr þrönginni og út á veg, yfir kominn af undrun út af því, sem eg hafði séð. ★ Um leið og ég kom út fyrir vé- böndin, var þar fyrir presturinn, sem hafði leyft mér að fara inn fyrir. Hann greip í handlegginn á mér og leiddi mig þangað er einn af eldvaðendum sat á stóli. Með bendingum var mér gefið til kynna að ég skyldi skoða fætur hans ná- kvæmlega. Það var enn aska á fót- um hans upp undir ökla og smá- korn af kolum höfðu fest við skinn- ið i iljunum, en hvergi sást votta fyrir bruna. Mér varð lilið í augu mannsins. Þau voru sviplaus, en hann var glaðvakandi. Ég er viss um að hér var ekki um neina dáleiðslu né miðilsvcfn að ræða. Ég get ekki útskýrt þetta — en ég sá þetta ailt með minum eigin augum. Sumir menn hafa lesið svo mikið um hve hættulegt sé að reykja, að þeir eru akveðnir í að hætta að lesa. — (Carol Thomas). EGGJAFHA^LEIDSLA^ í ENGLANDI ÞETTA er hin sorglega saga um það, hvernig skriffinnskan átti að auka eggjaframleiðslu í Englandi. Hún er gott sýnishorn þess hvernig fer þegar hið opinbera fer að sletta sér fram í frjáls viðskipti og frjálst framtak. Árið 1938 er talið að ibúar Bretlands hafi verið um 50 milljónir og eggja- neyzlan var þá 103 milljónir á viku, eða rúmlega tvö cgg á mann á dag að meðaltali. En i stríðinu hrakaði eggja- framleiðslunni svo, að menn þóttust góðii ef þeir gátu fengið eitt egg á viku, og notuðu mikið innflutt cggja- duft frá Ameríku. Þegar stríðinu lauk var ekki hægt að auka eggjaframleiðsluna vegna þess að skortur var á hænsafoðri og menn höfðu ekki efni á að kaupa þaö frá út- löndum. Og menn höfðu heldur ekki peninga til þess að kaupa útlend egg, þótt þau hefði verið fáanleg. Þá var það að ríkisstjórnin ákvað að auka eggjaframleiðsluna, og starfs- mennirnir í Whitehall fengu nóg að gera að framleiða egg með pappír og penna. Þeir ákváðu fyrst og fremst að breyta öllu matarkyns í egg og svo átti að skammta eggin jafnt handa öll- um, þó þannig að gamalt fólk, vanfær- ar konur og ungbörn fengi meira en aðrir. Þeir bjuggu til hugvitsamlega stærð- fræðilega áætlun um aukningu eggja- framleiðslunnar. Þeir byrjuðu á því að athuga hve margar hænur hefði verið til í landinu 1938 og hve mikið' af eggj- um heíði þá komið á markaðinn. Og þeir sáu að það var um að gera að Iáta menn fá hænsafóður, annars voru eng- in egg til. Á þessu gekk fram til 1949, en þá var- þó enn eggjaskortur i land- inu. Hinir vísu skrifstofumenn gripu þá blöð sín og blýant til þess að ráða fram úr þessu. En nú var ekki hugsað um að sjá mönnum fyrir nægilegu hænsaíóðri, heldur var nú ákveðið að hækka gífurlega eggjaverðið, til þess að örfa framleiðsluna. Það var ákveðið, að í nóvember og desember skyldi verð á eggjum til framleiðenda vera 6 shill- ings tyfltin, en stjórnin veiti 20 mill- jónir sterlingspunda til niðurgreiðslu á þessu verði fyrir neytendur. En svo átti eggjaverðið að falla niður í 3 sh. 6 d. með vorinu. Þetta varð til þess að eggjafram- leiðendur sóttust eftir því að eiga þær hænur, sem urpu hinum dýru eggjum. Og eggjaframleiðslan jókst mikið þann tíma. En svo kom heldur afturkippur. Hænurnar, sem höfðu keppzt við að verpa 'vetrarmánuðina, lögðu alveg ár- ar í bát þegar vorið kom og hættu að verpa. Þá sáu bændur að ekki borgaði sig að ala þær, slátruðu þeim og sendu skrokkana í kjötbúðirnar. Árið 1951 varð eggjaframleiðslan ekki nema sem svaraði því er hún var 1939. Stjórn Churchills hefur afnumið eft- irlit og ríkisafskifti af eggjaframleiðsl- unni. En bændur eru enn hissa á öllú því sem gerðist meðan hagfræðingar og stærðfræðingar áttu að sjá um eggja -framleiðsluna. Og eðlilegt væri að hænurnar væri líka hissa á þvi. v——, Maður kom til læknis og bað hann að líta á fótinn á sér. Læknirinn gerði það og segir svo: — Hve lengi hafið þér gengið svona? — I hálfan mánuð. — Þér eruð öklabrotinn. Hvernig í ósköpunum hafið þér farið að því að ganga allan þennan tíma. Hvers vegna komuð þér ekki óðai- til mín? • — Það er konunni minni að kenna. í hvert sinn sem eitt.hvað er að mér heimtar hún að ég hætti að reykju. iSaryiahía t Strætisvagnsstjóri: — Hvað crtu gömul stúlka min? Stína litla: — Ég ætla að borga fullt gjald og þá kemur þér það ekki við hvað ég er gömul. ★ Kennari: — Hvernig mundír þú skifta tíu kartöflum milli þriggja manna? Sigga litla: — Ég mundi gera mauk úr þeim.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.