Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1953, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1953, Blaðsíða 4
314 LESBÓK MORG UNBLAÐSINS Aðstoðarmaður ginnir bola bregður því á loft og miðar. En ekki má hann ráðast á bola að fyrra bragði þar sem hann stendur kyrr. Nautið á að ráðast að honum, svo að hann verði að beita sverði sínu í sjálfsvörn. Það verður að koma riddaralega fram við bola. Hann eggjar nautið og espar það þangað til það gerir árás. Þá hleyp- ur hann á móti því, sveiflar rauða kiæðinu með vinstri hendi til hægri við sig og um leið og boli rekur hornin í það, rekur hann sverðið af öllu afli niður í herðakambinn á bola. Tilræðið mistókst. Sverðið nam staðar í beini og stóð þar fast, en nautabaninn varð að sækja sér annað sverð. Á meðan fengust að- stoðarmenn hans við bola. Þegar hann kom aftur var það hans fyrsta verk að egna bola á sig, og um leið og nautið geystist á rauða klæðið, kippti nautabaninn sverðinu úr herðakambi þess. Síðan hófst úr- síitaleikurinn að nýju og lauk með því að sverðið stóð á kafi í herða- kambinum á bola. Þá þustu að- stoðarmennirnir að og ginntu naut- ið til þess að snúast marga hringa eftir klæðum sínum, þangað til það svimaði. Og svo hneig það niður á knén og valt síðan út af en að- stoðaxmaður hljóp að eins og eld- ing og rak hníf í svæfingarholuna og boli íá þarna steindauður. Þá urðu fagnaðarlætin svo mikil að alít ætlaði um koll að keyra. Nú komu menn þeysandi á hest- Boli ræðst á hest Boli gleymdi sér stundum og gerði árásir á klæðin, þegar hann var áreittur og egndur. En svo þóttist hann sjá að'þetta væri allt ginningar og stóð þá kyrr og krafs- aði jörðina með klaufunum í ör- vita bræði. Svo gekk nautabaninn fram. Það mátti fljótt sjá að hann var ekki jafnoki þess, er lagði fyrra nautið að velli, hvorki um leikni né ör- yggi. En hann var djarfur maður, og það er um að gera fyrir nýan mann að reyna að ná hylli áhorf- enda með því að sýna ófyrirleitni Hvað eftir annað lá við að hann yrði fyrir hornum bola, því að hann stóð kyrr og sveiflaði ekki klæðinu nógu fimlega. Og svo rann upp ör- lagastundin- Boli gerði árás og um leið og hann rak hornin í klæðið sneri hann upp á hausinn og kom þá annað hornið í kvið mannsins og hann fell flatur á jörðina hjá bola. En aðstoðarmennirnir þustu að og blinduðu bola með klæðum sínum svo að hann gæti ekki þjarm -að að manninum. Teygðu þeir hann svo á burt með sér, en menn komu hlaupandi inn á völlinn með sjúkrabörur, sóttu hinn særða mann og báru hann út fyrir, þar sem læknar voru til taks. Nú varð fyrsti nautabaninn að hlaupa í skarðið. Áttu þeir boli langan og tvísýnan leik saman, en honum lauk svo að glampandi sverð nautabanans stakkst í fyrsta um með skínandi aktýgjum inn á völlinn. Var hestunum beitt fyrir bola og hann dreginn á spretti út af vellinum, en verðir komu með sand og kústa til þess að hylja blóð- blettina á jörðinni. Þannig var hér um bil sagan um gráa bola og afdrif hans. Svipaða sögu er um hin nautin að segja að öðru leyti en því, er hér fer á eftir. Nú var hleypt út svörtum bola, miklum um bóga, en mjóslegnum aftur og með miklu stærri hornum en hinn hafði. Og nú kom fram á sviðið nýr hópur manna til að fást við hann. Venjulegast eru sex naut í hverju ati og þrír flokkar manna, þannig að hverjum nautabana er ætlað að drepa tvö naut. En verði einhver nautabaninn fyrir slysi, þá verða hinir tveir að fást við nautin. Nýum manni er ekki bætt.í skarðið. Þessi svarti boli var fyrst í stað jafnvel enn trylltari en hinn hafði verið. Þó var eins og honum líkaði ekki þegar mennirnir skutust í fel- ur í skotin. Og þegar hann hafði lent í kasti við fyrsta hestinn, var eins og hik kæmi á hann og hann vildi ekki ráðast á hann né aðstoðar mennina. — Þetta er hættulegt naut, sagði greifynjan, og verst er að nauta- baninn sem á að fást við það er byrjandi, sem kemur nú í fyrsta skifti fram opinberlega.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.