Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1953, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1953, Blaðsíða 8
318 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS LÚÐVÍK KRISTJÁNSSON: AÐ STARFI LOKIMt SÍÐLA árs 1944 hafði kunningi mlnn einn orð á þvi við mig, að Knud Zimsen, í'yrrv. borgarstjóri, væri sjófróður um sögu Reykjavík- ur. Þessum fróðleik þyrfti nauð- synlega að halda til haga, því að með Zimscn mundi sumt af hon- um hverfa að fullu. Ég gerði hvorki að játa né neita, því aö ég hafði aldrei leitt hug að þessu, var því gersamlega ókunnugur. Nokkru siðar fitjaði hann enn upp á þvi sama og fór því nú á flot við mig, hvort ég mundi fáanlegur til að skrá endurminningar Zimsens, ef hanu léði kost á, að það væri gert. Ég tók því mjög fálega, taldi aðra miklu færari mér að sinna því starfi, auk þess hefði ég í mörg ár haft með höndum tímafrekt safn- verk, sem ég yrði þá að leggja að miklu leyti á hilluna í bili. og væri mér það óljúft. Fyrir þrábeiðni hét ég þó að íhuga málið i nokkra daga. Ég hafði aldrei séð Knud Zimsen svo eg vissi, og því síður hevrt hann. En þegar ég tók að hugleiða nanar malaleitan kunmngja míns, leituðu fram i hugann gamlar minningar, óskirar, reykular og ótímabundnar. Ég mundi ekkert orðrétt af því, sem ég hafði lesið i bloðum um Knud Zimsen, en andi þess hafði ekki alveg lokast mðri. og ef hann reyndist mér sanntrúr, var ófritt um að skvggn- ast. Hafði ekki Knud Zimsen hald- ið öllu föstu í ihaldsgreip sinni? Hafði hann ekki staðið í vegi íyr- ir hverju framfaramali i bænum? Hafði hann ekki stofnað firma til að hagnast á í viðskiptum við bæ- inn og starfað meira í þágu þess en bæjarins, sem hann var þó fast- ur starfsmaður hjá og átti að stjórna? Hafði hann ekki beitt and- stæðinga sina ofriki og óbilgirni? Hafði hann ekki týnt úr höndum sér einni milljón af fé bæjarsjóðs? Voru ekki öll störf hans við það miðuð, að auðga sjálfan hann og tróna sem hæst i metorðastigan- um með mörg heiðursmerki á brjósti? Ég vissi reyndar að návigin í ísL blöðum eru stundum fimbulfamb og gamanmál, en einnig, að þar er ósvikin græzka með í bland. Og ör ekki ætíð skotið af sjónhending. Og nú varð það ofan á, að ég hlaut að kynnast því af raun, hve trútt hafði verið um Zimsen talað í blöð- um andstæðinga hans, svo fremi, að ekki hlypi þegar í byrjun sam- starfsins brandur á millum okkar. Hátiðar voru hðnar hjá og ánð 1945 komið inn á braut tímans. Við Zimsen sátum í stofu hjá manni þeim, er leitt hafði okkur saman. Nú skyldi a það reynt, hvernig fæn á með okkur. Ég var fámáJ.1, virti borgarstjórann fyrrverandi fyrir mer, bæðí i sjón og máli. Svo til sjötugur ólgaði hann af líísfjöri þetta kvöid, fullur af spaugi og gamansemi og vildi þegar láta hendur standa fram úr ermum. Ég hét þvi einu að gera tilraun með að lata það ekki fara úr reipun- um, sem hann hafði sagt mér. Jafn- framt dro eg ekki du! a það, að ég væri ekki hraðvirkur, Það væri annað að rita niður bréf af vörum borgarstjórans eða færa sögu hans í mál og búning. Liðið var að óttu, þegar við kvöddumst, og hugsaði sjálfsagt hver sitt að skilnaði. Komur minar á Bjarkargötu 6 urðu nú tíðar, en sjaldnast sat ég þar lengur en tvo tíma i senn. Þótt syo ætti að heita, að við héldum okkur þar innan veggja, vorum við þó á ferð og flugi, bundnir við staðina, þar sem sagan gerðist hverju sinni. Zimsen þótti vænt um Hafnaríjörð og hélt tryggð við þá staði þar, er honum voru hjart- fólgnastir frá bernsku- Æskuheim- ili hans var sérlega geðþekkt, svo sem lýsing hans sjálfs ber með sér, og komst ég þó siðar á snoðir urn, að hann hafði fremur sagt van en of um heimilisbraginn þar. Þegar ég var að rita niður frá- sagmr af föður hans, spratt hann eitt sinn upp úr sæti sínu og sagði: „Heyrðu, nú skal ég sýna þér nokk- uð,“ og um leið Ijómaði hann allur eins og bam, sém hefur verið gef- íð fallegt gull. Eftir andartak var hann aftur kominn og hafði þá handa milli lítinn stokk. Hann var að minnsta kosti í hans augum sannkalláður gullastokkur. Upp úr honum dró hann smábækur. en þær varðveittu daglegar einkunn- ir hans og systkina háns, frá þvi að þau voru sjö eða átta ára göm- ul. Þar Vöru einnig fjölmargar út- klipptar myndir af sögupersónum úr sogum þeim, er Zimsen gamli

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.