Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1953, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1953, Qupperneq 1
Magnús Jensson Frá ferðum Kotlu Borgin Sé komið að Napoliflóa úr vestri, til dæmis frá Gibraltar og sunnan Sardiniu, blasa fyrst við manni eyjar tvær, sem eru út af flóanum norðan og sunnanverðum. Sú nyrðri Ischia er stærri, en hana munu fáir kannazt við, því henn- ar er aldrei getið að neinu, en hina syðri, Capri, þekkja flestir eða allir að minnsta kosti að afspurn, en þangað koma þúsundir ferða- mann^ árlega til að skoða hinn fræga og einkennilega Bláa helli. Þá hefur eyjarinnar oft verið get- ið að undanförnu í heimsfréttum, því þangað flýði hinn afdankaði Egyptalands konungur Faruk, er Naguib hrifsaði völdin í landinu. Fyrir miðjum flóanum stendur svo hið fræga eldfjall Vesuvius, sem í nokkur ár hefur ekkert á sér bært. Eldgígurinn er afar stór og vel sýnilegur sjófarendum í flóanum, því skálin hallast aðeins til vesturs. Auk stórborgarinnar Napoli, sem stendur við norðan- verðann flóann, eru þarna nokkrir smábæir og þorp, sem flest eru Vesúvius gnæfir yfir Napoli staðsett við rætur eldfjallsins og allt í kringum það, þótt undarlegt megi virðast, því þar eru einnig rústirnar af hinni fornu borg Pompei, sem þögult vitni um hvernig farið getur á hverri stundu, ef fjallið vaknar af dvalanum. Ak- vegur hefur verið lagður allt í kringum Vesuvius og einnig upp- eftir fjallshlíðinni, alla leið að gígnum og margir ferðamenn leggja leið sína um þessar sögu- frægu slóðir. í Napoliflóa er fjörugt athafna- líf og hörð barátta fyrir daglegu brauði. Fjöldi fiskibáta með kast- net æða þar um sjóinn og kepp- ast um að verða fyrstir að fisk-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.