Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1953, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1953, Síða 2
504 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS alltof fáir, og enn sjaldgæfara er, að þeir geti samtímis unnið að hinu sama starfi og stutt hvorir aðra. En við stofnun Ræktunarfélags Norðurlands voru heilladísir lands vors svo náðugar, að gefa því hvorki meira né minna en þrjá slíka forystumenn í einu. Sjaldan eða aldrei á voru landi mun slíkt mannval hafa setið í einu í stjórn sama félags. Menn sem þó voru um margt ólíkir og höfðu valið sér ólík líísstörf og hlotið ólíka mennt- un. En eitt tengdi þá saman: trúin á íslenzkan gróður og íslenzka mold og viljinn á ræktun lýðs og lands. Og öllum var þeim gefin sama bjartsýnin, að hið erfiða við- fangsefni, er þeir höfðu valið sér mundi takast. np np Elztur þessara þremenninga var Páll Briem, amtmaður. Þótt hann væri þá að vísu enn á bezta aldri, sem kalla má, var lífsskeið hans nær á enda runnið við stofnun Ræktunarfélags Norðurlands, og starf hans í þágu þess félagsskapar varð lokaþátturinn í miklu og fjöl- breyttu þjóðnytjastarfi. Enda þótt menntun hans og lífsstarf virðist liggja allfjarri landbúnaðarmálum, þá hafði ást hans og áhugi á ís- Ienzkum Iandbúnaði, gert hann að áhrifamiklum forystumanni á þeim sviðum um langt skeið. Á unga aldri greiddi hann götu Hermanns Jónassonar skólastjóra, er hann dvaldist við nám erlendis, og síðar studdi hann Hermann með ráðum og dáð, er hann hóf útgáfu Búnað- arritsins. Þegar hann sat á Alþingi var hann öruggur málsvari land- búnaðarins. Meðan hann var sýslu- maður Rangæinga bjó hann mynd- arbúi, og var þar mikið við land- búnaðarmál riðinn, og eftir að hann gerðist amtmaður Norðlend- inga, tók hann forystuna um fjöl- mörg nauðsynjamál landbúnaðar- ins. Þannig átti hann manna drýgstan þátt í að tókst að útrýma fjárkláðanum, sem þá gerði mikinn usla víða um Norðurland, og í öll- um embættisrekstri sínum leitaðist hann við í hvívetna að styðja að framförum í landbúnaði eftir því sem starfssvið hans leyfði. Svo virðist þó, sem tvennt hafi honum verið hugleiknast í búnaðarmálum: Skipan félagsmála landbúnaðarins, og að fenginn yrði fræðilegur grundvöllur fyrir íslenzk ræktun- arstörf. Hann varð einn þeirra manna, er drýgstan þátt átti í stofnun Búnaðarfélags íslands, og þeirri skipan, sem þá var sett um Búnaðarþing, og hann vann mest og bezt að endurbótum Hólaskóla. í öllu, sem Páll Briem hefur rit- að um almenn mál, kemur fram eldheitur umbótavilji og djúpsett þekking og skilningur á þörfum lands og þjóðar, en einnig dirfska og einbeittni að gagnrýna harðlega það, sem honum þótti miður fara. Var hann oft svo sóknardjarfur og harðskeyttur í ádeilum sínum, að það mun hafa bakað honum nokkr- ar óvinsældir, því að sjaldan reyn- ist það vænlegt til fylgis og vin- sælda, að stinga á kýlunum og ýfa fúasárin. En ekkert var fjær Páii Briem en að vera niðurrifsmaður, þótt ádeilur hans væru stundum harðar. Hann bar ætíð græðismyrsl nýrra hugmynda, nýrra ráða og nýrra framkvæmda í sárin, og því greri ætíð undan, þar sem hann fór. Ársrit Ræktunarfélags Norður- lands hefst með ritgerð eftir Pál Briem, þar sem skýrð er steína félagsins og hlutverk þess rætt. Sú grein gæti enn í dag verið stefnu- skrá ungs og byrjandi búnaðar- félags. Það verður vart metið til fullnustu, hvert traust og styrkur það var hinu unga félagi, að njóta Páls Briem að, þegar ýtt var úr vör hið fyrsta sinni. Stefán Stefánsson, skólameistari var nokkrum árum yngri en Páll Briem, og um þær mundir er Rækt- unarfélag Norðurlands var stofnað stóð hann í broddi lífsins. Hann hafði þá um allmörg ár verið kenn- ari á Möðruvöllum, rekið þar jafn- framt stórbú og verið frumkvöðuil hvers konar umbóta í búnaðarmál- um í sveit sinni. Þegar hér var komið sögu, var hann nýlega kjör- inn á Alþing. Og síðast en ekki sízt hafði hann með samningu Flóru íslands, er hann gaf þjóðinni í morgungjöf byrjandi aldar, leyst af hendi vísindalegt afrek, er skip- aði alþýðuskólakennaranum norð- ur í Hörgárdal, á bekk meðal hinna fremstu vísindamanna nágranna- landanna. Stefán var hverjum manni glæsi- legri, og hvar sem hann kom fram hreif hann menn til fylgis við áhugamál sín og hugsjónir. Þekk- ing hans á náttúru landsins og reynsla í búnaðarmálum samtímis gerði honum ljósara en e. t. v. öll- um samtíðarmönnum hans, hver lífsnauðsyn landbúnaðinum það var, að skapast mætti vísindalegur tilraunagrundvöllur fyrir ræktun- arframkvæmdir. Enda þótt hvorugur þeirra, F'áll Briem eða Steíán Stefánsson, legðu beint hönd að verki með til- raunastarfsemi félagsins í önd- verðu, tel ég vafalaust, að hin vís- indalega þjálfun, er þeir höfðu notið, og skilningur þeirra á þeim efnum, hafi átt mjög sterkan þátt i að stefna félagsins var mörkuð eins og hún var í upphafi, og fast við hana haldið. Stefáni auðnaðist að fara með formennsku Ræktunar- félagsins í 17 ár. Þau árin, sem félagið var að vaxa og þroskast og áhrifa þess gætti mest út á við. Á þeim árum var það hann, sem öll- um mönnum fremur mótaði svip þess. Honum tókst að gera fundi félagsins í senn að vakningar og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.