Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1953, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1953, Blaðsíða 2
584 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS er Rafn hét Jónsson og var hann kvæntur Guðrúnu systur Þuríðar. Þarna settist nú Þuríður að og var ekkert um það vandað. Um veturinn varð hún alvarlega veik og hugði sér ekki líf. Vildi hún þá ná prestsfundi, en það var ekki gott um vik, því að hún hafði verið sett út af sakramenti. Tók hún það því til bragðs að gera manni sínum, Ormi Klængssyni boð að koma til Úlfljótsvatns næsta sunnudag og tala við sig áður en hún dæi. Ormur kom og var þetta á messudegi. Þar embættaði séra Þórður Þorleifsson á Þingvöllum og var margt fólk við kirkju. í viðurvist prests og safnaðar og manns síns, játaði hún nú öll brot sín og bað mann sinn fyrirgefning- ar á öllu því, er hún hefði afbrotið við hann. Tók hann því vel og hafði „Ijúflegt svar veitt í prestsins og nálægra sóknarmanna viður- vist“. Og að því búnu veitti prest- urinn henni svo sakramentið. Að sjálfsögðu hefur Þuríði létt við það, að hún þóttist nú sátt við guð og menn og má vera að það hafi orðið orsök þess, að nú fór henni þegar að batna og varð brátt heil heilsu. Og um vorið fór hún vestur að Skarði á Skarðsströnd með barn sitt og var þar í kaupa- vinnu um sumarið hjá Eggert Bjarnasyni hinum ríka. Um haust- ið hvarf hún svo aftur suður að Úlfljótsvatni. Og þá fór hún að hugsa um það að fá sér aflausn kirkjunnar, svo að hún væri laus allra saka og mætti til kristilegs safnaðar teljast. Þóttist hún eiga fullan rétt á þessu eftir það sem fram fór í sjúkdómslegu hennar um veturinn. Þá var prestur í Hjallakirkju- sókn séra Jón Daðason í Arnar- bæli. Hann hafði fyrst orðið prest- ur í Ögurþingum 1682 en flæmst þaðan þremur arum semna vegna missættis við Ara sýslumann Magn -ússon. Varð hann svo kirkjuprest- ur í Skálholti 1639, en fekk veit- ingu fyrir Arnarbæli 1641 og helt þann stað til æviloka (1676). Var hann vel að sér, en hjátrúarfullur og trúði á galdra. Hann var nú orðinn við aldur og hafði haft að- stoðarprest síðan 1668. Var það séra Eiríkur Magnússon, hinn al- kunni galdramaður, sem oftast er kenndur við Vogsósa. Hafði Eirík- ur lært hjá séra Jóni Daðasyni. Þuríður sneri sér nú til séra Jóns, sem hafði verið sálusorgari hennar og sóknarprestur áður en hún strauk og bað hann að láta sig fá sín kristilegu fríheit. En þegar séra Jón leitaði til Orms manns hennar og vildi fá hann til að standa við þá fyrirgefningu, er hann hafði veitt henni á Úlfljótsvatni, þá sner- ist Ormur við hinn versti og kvað það aldrei skyldu vera og harð- bannaði bæði séra Jóni og séra Eiríki Magnússyni að láta hana fá aflausn. Séra Jón sagði því Þuríði að hann þyrði ekki upp á sitt ein- dæmi að taka hana til aflausnar, vegna þess hve afbrot hennar væri mikið. en ráðlagði henni að leita til Brynjólfs biskups Sveinssonar í Skálholt og vita hvort hann vildi eigi liðsinna henni. Þetta þekktist Þuríður og gerði för sína í Skálholt þessara erinda og tók biskup, ásamt fimm kenni- mönnum, mál hennar fyrir hinn 27. nóvember 1672. Lét biskup hana fyrst segja sögu sína. Hún sagði, að þá er Ormur bóndi hennar hafði kært þau Þorgeir fyrir hórdómsbrot, hefði þau flúið og farið vestur yfir fjall og síðan flakkað vestur sveitir. Eftir Alþing um sumarið kvaðst hún hafa farið norður í Skagafjörð með börn sín og dvalizt þar um sumarið, og hefði þau Þorgeir þá ekki verið samvist- um. Um haustið hefði hún svo aft- ur hvarflað vestur á bóginn og dvalxzt í Keflavfk undxr Jökli næsta vetur, en Þorgeir hefði þá verið á Hjallasandi. Um vorið hefði hún aftur farið vestur í Saurbæ og þaðan út á Dalastrandir og verið þar um sumarið ein með börn sín, en annað þeirra hefði látizt meðan hún var á Staðarfelli á Fellsströnd. Þegar haustaði hefði hún svo ráfað suður á leið og komizt alla leið í Grafning til Guðrúnar systur sinn- ar. Biskup spurði þá hvers vegna hún hefði gripið til þess óyndis- úrræðis að hlaupast burtu frá manni sínum og börnum. Hún svaraði því, að þar hefði aðallega um ráðið „sú eymd og neyð, sem á sér og sínum börnum verið hefði, að hún hafi hvorki sér né börnunum séð þar óhætt upp á lífsbjörg.“ Hún kvaðst hafa lagt 46 hundruð í bú með Ormi þegar þau giftust, þar af hefði hún sjálf átt 30 hundruð, en barn sitt og Jóns Snorrasonar 16 hundruð. En á 4—5 árum hafi Ormur eytt öllu þessu og sóað, svo að hún og börnin fimm hefði aldrei notið þar neins af til lífsbjargar. Og þannig hafi þetta gengið í sex eða sjö ár, að hún og börnin hafi ekki haft neitt til neins, og út úr þessum vandræðum kvaðst hún hafa tekið þá ákvörðun að flýa og leita góðra manna. Auk þess hafi Ormur verið vondur við sig. Ef hún hafi minnzt á bruðlunar- semi hans og ráðleysi, hafi hann svarað með illyrðum og barsmíð- um, svo að hún liafi verið hrædd um líí sitt fyrir honum, og hafi það verið önnur ástæðan til þess að hún hefði „þetta til bragðs tekið í sinni lífsneyð og nauðsyn". Biskup spurði þá hvort hún gæti með góðri samvizku lýst yfir því fyrir guði og mönnum, að hún hefði ekki átt barn með Þorgeiri, hvorki á flakki þeirra né fyr. Hún kvaðst vera algjörlega saklaus af því og kvaðst mundu fús að leggja líf sitt að veði fyrir því, ef þess gerðist

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.