Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1953, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1953, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 589 ungi maður, þér er batnað. — Og það var satt“. ® B ® Þrátt fyrir þessi kraftaverk, segist d’Angelo ekki geta læknað alla. En hann þarf ekki nema að líta á menn til þess að sjá það. Og þá segir hann stuttlega við sjúkl- inginn: „Farðu heim. Ég get ekki hjálpað þér“. Og vilji sjúklingur- inn ekki trúa því en grátbæni hann um hjálp, þá segir hann og er enn styttri í spuna: „Ég get ekkert fyr- ir þig gert. Farðu heim“. Hann segist vita upp á hár hvað hann geti hjálpað mörgum sjúkl- ingum að meðaltali eftir því hvað að þeim gengur. „Ég get læknað þrjá af hverjum hundrað blindra manna, helming þeirra, sem eru með æðakölkun, sjö af hundraði þegar um lömun er að ræða og 90 af hverjum hundrað þeirra, sem eru taugaveiklaðir". . Hvernig læknar hann? Enginn skilur það, og viti hann það sjálfur, þá hefir hann ekki látið neitt uppi um það. Vinir hans segja að hann lækni með viljakrafti sínum ein- um. Einu sinni missti María Jose sjónina. Maria Jose er fyrverandi drotning ítala. Allir beztu augn- læknar voru fengnir til að stunda hana, en þeir gátu ekkert gert. Þeir sögðu að hún hlyti að verða blind til æviloka. Þá lét hún kalla d’ Angelo til sín. Eftir að hann hafði verið hjá henni stuttu stund, fór hún að sjá, og er hann kom næst batnaði sjónin enn og síðan hefir hún verið alsjáandi sem fyr. ® 0 ® En það er ýmislegt fleira undar- legt við d’Angelo heldur en það, að hann getur læknað. Hann getur t. d. séð það á hverjum manni hvað hann heitir. Stundum beitir hann töfra gáfu sinni til þess að hvekkja menn að gamni sínu. Hann gengur til dæmis á götu og velur sér einhvern prúðbúinn mann, sem er spölkorn á undan honum, til þess að verða fyrir hrekknum. Manninum finnst skyndilega sem hann sé lostinn létt á kinnina, eða ofan á kollinn. Hann snarsnýr sér við, en þar er enginn svo nærri að hann hafi getað náð til hans með hendinni. En það var d’Angelo, sem lék bragðið. Hvernig fór hann að því? Það getur enginn skilið. Eftir tilmælum franskra sál- fræðinga og sálrannsóknamanna, fór hann til París í fyrra til þess að lofa þeim að skoða sig og segja frá þessum dularfulla krafti, sem í honum býr. Þegar vísindamenn- irnir spurðu hvernig hann beitti þessum krafti, brosti hann og benti á stóra klukku sem gekk þar á vegg. í sama bili hætti klukkan að ganga, en um leið og d’Angelo gekk út úr herberginu, að lokinni rannsókn, benti hann aftur á klukkuna og þá fór hún þegar að ganga af sjálfsdáðum. Hún hafði þá staðið í 55 mínútur. ® 3 ® ítölsku blöðin hafa skrifað mikið um d’Angelo og kraftaverk hans. Stundum birta þau mynd af hon- um á fremstu síðu og verður hann þá mjög glaður. En af því að hann kann ekki að lesa, verður hann altaf að fá einhvern til að lesa fyr- ir sig það sem blöðin skrifa um hann. Fer hann þá ekki í neitt manngreinarálit, heldur rýkur að þeim sem næstur er, þótt hann sé bráðókunnugur og biður hann að lesa fyrir sig. Allir telja þetta sjálf- sagða skyldu sína, því að allir þekkja hann af myndum og af- spurn. Hann á enn heima í Neapel og býr þar í rúmgóðu húsi, sem hann hefir keypt. Þangað er stöðugur straumur sjúklinga frá morgni til kvölds og oft eru stórar biðraðir þar úti fyrir. Hann tekur mjög misjafnt fyrir hjálp sína. Fátækl- inga lætur hann ekki borga neitt, en svo er hann vís til að heimta stórfé af þeim, sem eru ríkir — og altaf fyrirfram. Það er talið að hann muni hafa um 250.000 líra tekjur á dag, og þykir það ekkert smáræði í Ítalíu, þótt líran sé í lággengi. Og þetta er meira held- ur en hann geti skilið það sjálfur, því að hann hefir aldrei lært að reikna meira en venjulegur skó- burstari þarf að vita. Þess vegna verður hann að hafa sérstakan mann til þess að sjá um fjármálin fyrir sig. Árið 1950 fór fram skoðanakönn- un í Ítalíu um það hverjir væri vinsælastir menn þar í landi. Hann varð fjórði í röðinni. Á undan hon- um voru páfinn, de Gasperi for- sætisráðherra og Coppi. (Úr ,,Fate“). AÐVÖRUN MEÐAL óskilabréfa í ensku pósthúsi var eitt, sem stílað var „Til himna- ríkis“. Póstmaður opnaði umslagið og innan í var neyðarkall frá gamalli konu. Hún kvaðst þurfa að fá 5 Sterlingspund undir eins, því annars yrði hún borin út. Póstþjónninn komst við af þessari beiðni. Hann fór til sóknarnefndarinnar og skýrði henni frá raunum gömlu konunnar, og svo skutu þeir saman fé til að senda henni. En samskotin náðu ekki tilskilinni upp- hæð, þau urðu ekki nema£4 lOsh. Póstþjónninn vafði peningana innan í bréfsefni kirkjunnar, til þess að send- ingin hefði á sér „himneskari svip“. Tveimur dögum seinna kemur ann- að bréf stílað til himnaríkis. Póst- þjónninn braut það upp og las: „Góði guð! Þakka þér ástsamlega fyrir sendinguna. En ef þú sendir mér peninga aftur, þá láttu þá ekki fara í gegn um hendur kirkjunnar manna, því að þeir hafa hnuplað 10 sh. af því, sem þú sendir mér“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.