Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1953, Blaðsíða 4
586
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
dag, efia hinn 5. júlí 1681, var Þor-
geir höggvinn á Þingvöllum. Hann
var þá um fimmtugt.
En ekki var þetta nóg. Nú voru
fengnar sannanir fyrir því, að
Þuríður hefði eigi haldið þau lof-
orð sem hún gaf þegar henni var
aflausn veitt, heldur gerzt marg-
brotleg að nýu. Og fyrir þetta
þurfti að. refsa: Lögin kröfðust þess.
Deginn eftir aftöku Þorgeirs lét svo
Jón Vigfússon sýslumaður í heyr-
anda hljóði á Alþingi lýsa eftir
„Þuríði Jónsdóttur, burt hlaupinni
úr ÁTnessýslu, sem opinberlega
fallið hefur í hórdómsbrot með
Þorgeiri Ingjaldssyni, og síðan eftir
SAGA EVVINDAR
EYVINDUR Jónsson hét bóndi í
Ölfusi. Kona hans hét Ingiríður og
áttu þau fjögur börn. Ekki er þess
getið á hvaða bæ þau áttu heima
og þar sem engar kirkjubækur eru
til frá þeim tíma, verður ekki úr
því leyst.
Nú er það haustið 1676, miðviku-
daginn seinastan í sumri, aðEyvind
ur hverfur að heiman og með hon-
um kona sú, er Margrét hét Símon-
ardóttir. Var þeim lýst á Alþingi
það sumar og þess krafizt að „hvar
sem þessar persónur hittast kunni,
höndlist og í Árnessýslu færist
undir lög og rannsak.“
Eyvindur er þá talinn tæplega
fertugur að aldri. Er honum svo
lýst, að hann sé rauðbirkinn, þykk-
vaxinn, ekki mjög hár, með rautt
skegg þykkt, ekki mjög sítt, rauð-
leitur nokkuð, þykkleitur, glaður
og lystugur í viðmóti, kvæðamað-
ur mikill og hagmæltur til skáld-
skapar.
Margrét er talin um tíu árum
eldri. Hún var ekkja, en hafði átt
barn í lausaleik eftir að hún missti
mann sinn. Ekki var Eyvindur þó
talinn faðir þess. Henni er svo lýst:
Þorgeirs sjálfs lýsingu, sem hér
var á öxarárþingi í gærdag háls-
höggvinn, í margfaldan hórdóm
með honum heimulega fallið. —
Álykta lögþingsmenn, að þessi
Þuríður sé rétttæk hvar hittast
kann, og sendi hana hver sýslu-
maður frá sér til annars í góðri
geymslu og sinni ábyrgð, þar til
hún kemst í Árnessýslu til valds-
mannsins Jóns Vigfússonar, sem
misgert var við“.
Hér lýkur þessari sögu, er refsi-
vöndur laganna er að nýu reiddur
að höfði Þuríðar, því að ég hef
hvergi fundið neitt um það hver
afdrif hennar hafa orðið.
OG MARGRÉTAR
Hún er há kona, grannvaxin og
réttvaxin, dökk á hárslit, glaðleg í
viðmóti.
Enginn vafi var talinn á því að
þau mundu hafa strokið saman, og
af því má skilja að kunnugt hafi
verið orðið um samdrátt þeirra. Er
nú ekki vitað hvenær sá kunning-
skapur hófst, en á því er síðar segir
má sjá, að Margrét hefur þá verið
þunguð af völdum Eyvindar og að
þau hafi unnazt mjög. Er því lík-
legt að þau hafi flúið til þess að fá
að njótast og losna undan þeirri
refsingu, sem yfir þeim vofði fyrir
hórdómsbrot.
Af stroki þeirra er nú það að
segja, að þau lögðu leið sína vestur
á land, þóttust vera hjón og flækt-
ust víða um sumarið, en komust til
Ólafsvíkur nokkru fyrir jól og sett-
ust þar að. Þar ól Margrét barn.
í seinustu viku góuogvarþaðskírt.
Lifði það aðeins viku og var síðan
að kirkju grafið. í Ólafsvík voru
þau allan veturinn og næsta vor,
en fóru þaðan daginn fyrir Jóns-
messu og heldu þá norður í Mið-
fjörð. Þar voru þau við heyskap
um sumarið fram að Maríumessu
síðari (8. sept.), en heldu þá vestur
aftur og komust í ísafjörð. Voru
þau þar fyrst 6 vikur á hvorum bæ,
Laugabóli og Gerfidal, en flæktust
síðan bæ frá bæ og gistu nótt og
nótt á bæ, þangað til komið var
fram á Þorra. Þá mun þeim ekki
hafa litizt björgulegt þar vestra og
heldu nú suður á bóginn, en hvar
sem þau komu þóttust þau vera
hjón og sváfu alltaf saman. Kom-
ust þau þannig alla leið suður í
Eyrarsveit á Snæfellsnesi og dvöld-
ust þar um hríð. Hafði fólk þá ver-
ið að amast við þeim, vegna þess
að lýsing þeirra var orðin
kunn. Þá lögðu þau enn
land undir fót og komu í júní-
lok að Jörva í Kolbeinsstaða-
hreppi. Þar voru þau við heyskap
í sex vikur og fengu gott kaup: tvo
fjórðunga smjörs, tvo sauði og sex
skinn.
Svo virðist sem einhver óskiljan-
leg þrá hafi dregið þau til heima-
stöðvanna, því að nú leggja þau
land undir fót og halda suður á
bóginn og komast allt vestur á
Reykjanesskaga til Krýsuvíkur og
dvöldust þar stund úr degi. Voru
þau þá komin svo nærri sinni sveit,
að þau gátu búizt við að þau
mundu þekkjast og þá verða gripin
og færð valdsmanni. Hefði það þá
orðið til lítils að þau flýðu undan
refsingu. Hvað gat þeim gengið til
þessa? Ekki var það vegna þess,
að betur væri ært á Suðurlandi en
annars staðar, heldur þvert á móti,
því að harðindi höfðu verið þar
mikil. Hafði heyskapur brugðizt og
vegna stórviðra um veturinn hafði
ekkert aflazt. Urðu menn að skera
nautpeningaf heyum um vorið, bæði
til þess að hann horfélli ekki og
einnig til að bjarga lífinu. Lá við
að mannfellir yrði þá víða um
Suðurland. Auk þess gekk land-
farsótt, sem lagði marga í gröfina.
„Hófust þá víða rán og þjófnaðir“,
segir í annálum.