Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1953, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1953, Blaðsíða 10
592 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS um fvrir framan ströndina þannig að fallbyssur þeirra sneru á land. Hann fór í land á 15 stórbátum og hafði með sér 300 manna lið. Þar á meðal var 40 manna hljómsveit, sem lék án afláts. Perrv klæddi sig í mesta viðhafnarbúning sinn, og þannig gekk hann á land eins og konungur væri. Þar lét hann menn sína taka sér stöðu í fylkingum, og síðan var haldið að húsi því, þar sem sagt var að fulltrúi keisarans biði. En Japanar voru líka tor- trvggir og þeir vildu ekki senda neinn af ráðgjöfum keisarans, held- ur sendu þeir mann, er Toda hét og kölluðu hann „Prinsinn af Idzu“. Um þetta vissi Perry ekki þá. Hann afhenti þessum manni bréf forsetans. Bréfið var í forkunnar fögrum gullslegnum kassa úr rósarviði og hafði hann kostað 1000 dollara. í bréfinu ávarpaði forsetinn keisar- ann sem sinn mikla vin og í bréf- inu sagði ennfremur: „Tilgangur minn með sendingu þessa fulltrúa míns (Perry) er eng- inn annar en sá að bjóða Japan vináttu Bandaríkjanna og óska þess að þessi tvö ríki taki upp frið- samleg verslunar samskifti sín á milli. Stjórnarskrá og lög Banda- ríkjanna banna öll afskifti af trúarbrögðum og innanríkismál- um annarra þjóða. — Þess vegna hef ég lagt ríkt á við Perry að gera ekkert það, er styggt gæti yðar keisaralegu hátign.... Ég fer aðeins fram á friðsamleg viðskifti, að skip vor geti fengið kol og vistir í Japan og að trygging sé fyrir því að vel sé farið með ameríska skip- brotsmenn.“ Og bréfinu lauk með þessum orðum: „Ég fel yðar keis- aralegu hátign hinni miklu og heilögu handleiðslu hins almátt- uga“. ® E ® Þegar Perry hafði afhent þréfið, tilkynnti hann að hann mundi fara, en koma aftur um vorið til þess að fá svar. Sigldi hann síðan til Hongkong, en kom svo aftur í febrúar, eða nokkru áður en hann hafði gert ráð fyrir, en það var vegna þess, að hann hafði komizt á snoðir um að Rússar væri að undir- búa innrás í Japan. Hafði hann nu átta skip og 2000 manna lið, og þótti það sæmileg flotadeild á þeim dögum. Perry var merkilega fram- sýnn. í skýrslu, sem hann sendi þinginu 1856 segir hann að ein- hverntíma muni koma að því að allsherjar átök verði milli Rússa og Bandaríkjanna, „og þau átök munu skera úr um það, hvort frelsi eða áþján á að ríkja í heiminum“. Hann varar þar alvarlega við þeirri hættu, að Rússar kunni að leggja Japan undir sig og „fá þar beztu hafnir heimsins" og geta haft tögl og hagldir á Kyrrahafi. En það var ekki ætlan Bandaríkjanna að leggja Japan undir sig og Perry fór ekki með þeim erindum, heldur að Japanar gengi til móts við aðrar þjóðir um frjáls viðskifti. Þegar Perry kom nú aftur til Japan, hafði hann meðferðis ýmsar gjafir handa keisaranum og helztu höfðingjum hans. En það voru ekki skartgripir heldur ýmislegt sem benti til framfara í öðrum lönd- um. Það var nú t. d. ritsími, tvær stöðvar og um tveggja km langur þráður á milli þeirra. Þá voru nokkrar klukkur og sjónauki, alls konar slökkvitæki, 100 gallónur af viskí, átta bækur og dálítil járn- brautarlest, er rann á hringlögðum teinum. Allar þóttu gjafir þessar góðar og vakti síminn mikla furðu. Marg- ir menn reyndu að fara í kapphlaup við hann, og allir urðu þeir öld- ungis hissa þegar hægt var að koma skilaboðum miklu hraðara með þessum vír, heldur en með hinum fræknu japönsku spretthlaupurum. Þó vakti járnbrautin mestan fögn- uð. Lestin fór með nálægt 40 km hraða. Eimvagninn var svo sem V\ á stærð við venjulegan eimvagn og aftan í honum var eldsneytisvagn og farþegavagn. Kepptust menn um að fá að sitja í farþegavagn- inum og einn háttsettur embættis- maður settist klofvega ofan á hann, af því að hann var svo feitur að hann komst ekki inn í vagninn, og þarna helt hann sér dauðahaldi, en var jafnhrifinn og krakki í hring- ekju. Það var aðeins 20 árum seinna að Japanar gerðu sjálfir fyrstu járnbraut sína á milli Yokohama og Tokyo. Og nú eru þar járn- brautir, sem eru nær 35.000 km á lengd. En fyrsta járnbrautin í Jap- an var sú, sem Perry kom með. Perry komst fljótt að raun um það, að keisarinn hafði svarað bréfi forsetans og tjáð sig reiðubúinn að taka upp samninga við Bandaríkin. Og við hátíðlega athöfn var samn- ingurinn svo undirritaður í Yoko- hama hinn 31. marz 1954. Með hon- um var ákveðið að opna hafnirnar Shinoda, sem er um 150 km suð- austur af Tokyo, og Hakodate, sem er norðan á eynni Hokkaido. Var öllum amerískum skipum leyft að sigla til þessara hafna. Auk þess var í samningnum svo ákveðið að verslunarviðskifti skyldi hefjast milli Bandaríkjanna og Japan og að Bandaríkin mætti hafa ræðis- mann í Japan. Með þessu hafði Perry lokið er- indi sínu giftusamlega, en það kom í hlut ræðismannsins að gera frek- ari samninga. ® 0 ® í Japan urðu alveg ótrúlegar og hraðstígar framfarir eftir að það var opnað og tók upp samskifti við aðrar þjóðir. Japanar sáu fljótt hve langt þeir voru orðnir á eftir öll- um öðrum og þeir kappkostuðu að bæta úr því. Þeir stofnuðu banka, komu sér upp verksmiðjum, lögðu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.