Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1953, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1953, Blaðsíða 15
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 597 vel frá sér. Karlmannsföt, sem gerð eru úr dúk með þessu efni í, geta aldrei tekið í sig bletti, því að efnxð dregur ekkert í sig. Verði manni það á, sem oft vill verða, að kaffi eða matur fari ofan í föt hans, þá hripar það óðar af. Blettir í föt koma af því að efnið drekkur í sig allt sem vökvakennt er. En þetta nýa efni er alveg vatnshelt og drekkur því ekki í sig. Það þol- ir þvott, meira að segja sápu og sóda án þess að missa hæfileika sína. Þá hefir og verið gerð þarna stórmerk uppgötvun um verndun matvæla og má búast við, að þegar hún er komin í notkun, verði ýmis matvæli bæði ódýrari en áður og minna fari í súginn af þeim vegna skemda. Vísindamennirnir hafa fundið, að með því að beina öflug- um rafeindageislum á matvörur, þá geta þær geymst von úr viti. Raf- eindageislarnir drepa allan gerla- gróður, sem veldur skemmdum í mat. Síðan er maturinn geymdur í loftþéttum umbúðum, en þarf ekki að vera í kæli. Þarna í stofn- uninni hefir brauð, kjöt og ýmis önnur matvæli verið geymd þann- ig í heilt ár, án þess að skemmast. Þessi uppgötvun mun og spara stórum flutningskostnað þegar fram í sækir, því að nú geta menn sparað sér kælirúm í járnbarutar- vögnum og skipum. En það hefir komið ýmislegt fleira upp úr kafinu við notkun rafeindageisla, sérstaklega hver áhrif þeir hafa á timbur. Það er kunnugt, að sumar skepnur, t. d. kýr, geta melt trjágraut (cellu- lose), en geta ekki melt timbur, vegna einhverra efna, sem í því eru. En með því að beina rafeinda- geislum á timbur, hefir komið í Ijós, að það tekur þeim breyting- um, að kýr geta melt það. Þessi uppgötvun getur haft mjög mikla þýðingu. í sögunarmylnum fellur til geisimikið af sagi og nú er hægt að breyta því í skepnufóður, og þá geta bændur gefið kúnum sín- um sag í staðinn fyrir fóðurbæti. Þá hafa f-arið þarna fram miklar rannsóknir á segulmagni og þeim hefir tekizt að gera segulmagnara, sem eru fimm sinnum aflmeiri en áður hefir þekkzt. Þetta telja þeir að geti haft geisimikla þýðingu, t. d. fyrir alls konar vélsmíði. Nú er hægt að halda öllum hlutum stórra véla saman með segulafli, í staðinn fyrir að skrúfa þá alla sam- an, eins og gert hefir vcrið. — ★ — Það er ekki víst hvenær menn fara að hagnýta sér þessar og fleiri nýar uppgötvanir, þótt þær standi til bóta. Kemur þar margt til greina og er oft við raman reip að draga. Ný uppgötvun getur í einu vetfangi kollvarpað svo og svo mörgum fyrirtækjum, sem starfað hafa á öðrum grundveili, og getur því beinlínis orðið hættu- leg þjóðarhag í bili. Þess vegna verður að fara með gát að hverju því, sem valdið getur byltingu í atvinnulífi. Nýar uppgötvanir krefjast nýrra og dýrra véla og hefir það því mikinn kostnað í för með sér að taka þær upp. Er jafn- vel sagt að það komi oft fyrir, þótt um mjög merkilegar uppgötvanir sé að ræða, að einkaleyfistíminn sé að hálfu hðinn, áður en menn fáist til að hagnýta sér þær. Skoti kom inn í lyfjabúð í London og spurði hvort til væri meðal við skalla. Jú, lyfsalinn helt það: — Hérna er afbragðs meðal. Ég hef vitnisburð frá fjölda manna, sem hafa notað það. Nýtt hár sprettur undan því á einum sólarhring. Skotinn leit á lyfsalann, sem var nauðsköllóttur og sagði: — Berðu það þarna á kollinn á þér og svo ætla ég að líta inn á morgun og vita hvort þú segir gatt. &arnabja( Hjónin urðu að flytja úr íbúð sinni þegar Siggi var sex ára, en kunningjar þeirra fiuttu þangað í staðinn. Og nokkru seinna fjölg- aði þar og mamma Sigga fór með hann þangað í heimsókn til að óska konunni til hamingju með bai’nið og svo auðvitað til að fá að sjá það. Nú hafði Sigga alltaf verið kent, að storkur kærni með lítil börn. Á heimleiðinni var hann mjög hugsandi, en sagði að lokum við mömmu sína: — Ó, mamma, aldrei hefðum við átt að flytja. Ef við hefðum ekki flutt, þá hefði barnið komið ,til okkar. O Hann var víst ekki ncma fimm ára, en ferðbúinn og með tösku í hendi kom hann út úr húsi for- eldra sinna og gekk niður götuna. Hann gekk og gekk og fór alltaf í hring, þræddi gangstéttina um- hverfis húsaferhyrninginn. Þegar leið að kvöldi kom lögrcgluþjónn og stöðvaði hann. — Hvað ertu að fara? spurði lögregluþjónninn. — Eg er að strjúka að heiman. — Nei, bíddu nú við, sagði lög- regluþjónninn, ég hefi gefið þér gætur lengi og þú hefir alltaf gengið hringinn i kring um þessi hús. — Já, mér er bannað að fara einum yfir götuna. O Það var liðið allmjög á dag þegar þeim systkinunum lenti saman í brýnu. Þau voru bæði æst og vildu ekki láta sig. Seinast skarst mamma í leikinn og sagði. — Nei nú er nóg komið. Vitið þið ekki að þið megið ekki láta sólina setjast undir reiði ykkar. — Hvernig á ég að stöðva sól- ina? spurði strákurinn. LEIÐRÉTTING. — Nokkur ruglingur varð á nöfnum í lesmáli því, er fylgdi myndinni á öftustu blaðsíðu seinustu Lesbókar. Þar átti að standa: „Þor- steinn Einarsson iþróttafulltrúi er að taka í hönd ekkjufrú Skagfjörð, þá er næst Andersen-Rysst sendiherra, þá ekkjufrú María Múller," o. g. frv.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.