Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1953, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1953, Blaðsíða 6
588 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Kruftaverk - MARGAR sögur fara nú af ítölsk- um kraftaverkamanni, sem Aquiles d’Angelo heitir. Hann er 45 ára að aldri og er fæddur og uppaldinn í Neapel. Faðir hans var fátækur smiður og hafði ekki efni á að láta son sinn fara í barnaskóla. Hann ólst upp á götum borgarinnar og var ekki hár í loftinu þegar hann byrjaði að hafa ofan af fyrir sér með því að bursta skó. Seinna gerðist hann dyravörður og enn seinna auglýsingaberi. Nú er það venja þar, að auglýsingaberar ganga á háum stiklum, til þess að þeir gnæfi upp yfir mannfjöldann á götunum. Eitt sinn er d’Angelo var þannig á gangi, varð honum fótaskortur og fell í götuna. Fallið ólfshvoli og hafði Jón sýslumaður Vigfússon þau þar í fangelsi fram til þings. Þá fór hann með þau þangað í járnum, og þannig voru þau leidd í lögréttu. „Meðkenna nú bæði fyrir dómi, að þau um sinn samverutíma fyrr en dómur gekk á þeirra mál í vetur, hafi framið tvö hórdómsbrot, og nú í sinni síð- ari útilegu hið þriðja, svo hans hórdómd>rot meðkennd og játuð eru þrjú, en hennar fjögur“. Fyrir þetta framferði þeirra, svo og fyrir útilegu og þjófnað, voru þau dæmd einum rómi í lögréttu til þess að takast af lífi, hvort með þeim hætti, sem tilskilið var í Stóradómi. Hinn 3. júlí var svo dóminum fullnægt, Eyvindur var höggvinn, en Margrétu var drekkt í Öxará. Þá var liðið tæpt hálft ár frá því þau fengu aflausn í dómkirkjunni í Skálholti. P, Á. Ó. - eða hvað? var mikið og hann var borinn með- vitundarlaus í sjúkrahús. Hann hafði meiðst svo mikið á höfði, að enginn ætlaði honum líf. Eftir rúman sólarhring vaknaði hann þó og vissi ekkert hvar hann var niður kominn. Varð hann þá hræddur og fór að hljóða á hjálp. Hjúkrunarkona og læknir gengu þá að hvílu hans, en þeim brá í brún er hann heilsaði þeim báðum með nafni. Hann hafði aldrei séð þau fyr á ævi sinni. Þetta var upphafið að hinu nýa og undarlega lífi hans. Upp úr þessu áfalli hefir hann fengið sér- stakar gáfur, sem öðrum dauðleg- um mönnum eru ekki gefnar. Jafnt vísindamenn og læknar standa ráð- þrota gagnvart þessari mik!u breytingu, sem á honum varð. Þessi alómenntaði maður, sem hvorki kann að lesa né skrifa, hefir lækn- að fjölda manna, sem læknarnir voru gengnir frá. Eru sögðu mörg dæmi þess. © 0 ® Einu sinni varð söngvarinn mikli, Gigli, fyrir því óhappi að missa röddina. Það var eins og einhver kökkur væri í hálsinum á honum og hann kom ekki upp nein- um réttum tón. Frægustu háls- læknar voru fengnir til þess að reyna að lækna hann, en þeir sögðu að það væri ekki hægt, raddbönd- in væri biluð. Og þar með sýndist útséð um það að Gigli gæti sungið framar. Að lokum tóku vinir hans það til bragðs að fara með hann til d’Angelo. Þar voru vinirnir látnir bíða í fremri stofu, en d’Angelo fór einn með Gigli inn í innri stofu og lokaði hurðinni. Svo leið hálf klukkustund og ekkert heyrðist nema einhver kliður af hljóðskrafi milli þeirra. Vinirnir sátu kyrrir og biðu. Enn leið hálf klukkustund og þeir voru orðnir vonlausir um að þetta mundi nokkuð hjálpa. En hvað var þetta — allt í einu hljómaði hin mikla rödd Gigli. Hann söng frelsissöng fullum hálsi og jafnvel betur en hann hafði nokkuru sinni sungið fyr. Dyrnar opnuðust og Gigli kom fram syngj- andi og brosandi. Hann söng svo hátt að heyrðist út á götu og fólkið staðnæmdist þar hópum saman, lofaði guð og sagði fagnandi: „Gigli getur sungið aftur“. Vinirn- ir voru jafn hrifnir. Allir höfðu á þessu andartaki gleymt mann- inum, sem gert hafði þetta krafta- verk. Hann stóð þar brosandi og þögull en þegar Gigli hafði lokið söng sínum, mælti hann: „Og svo ætla ég að minna yður á að borga hjálpina; ég hefi mikið að gera og má ekki eyða tímanum." ítalir eru ákaflega áhugasamir fyrir kappreiðum á hjólum og eiga marga ágæta hjólreiðamenn. Fremstur þeirra er Coppi og hefir hann unnið fyrstu verðlaun í mörg- um hjólreiðakeppnum bæði innan lands og erlendis. í fyrra, rétt áður en Evrópukeppnin í hjólreiðum átti að fara fram, slasaðist Coppi og læknar sögðu að hann mætti ekki reyna neitt á sig í sex mán- uði. Það varð þjóðarsorg í Ítalíu út af þessu og Coppi var eyðilagð- ur. Honum var þá ráðlagt að fara til d’Angelo. Hann fór með járn- braut frá Róm til Neapel. Tveimur dögum seinna kom hann heim aft- ur, albata og eins og hann hefði aldrei kennt sér neins meins. „Hann snerti mig aðeins“, sagði Coppi, „hann strauk vísifingririum eftir fætinum á mér og þá var eins og ótal glóandi nálar væri að stinga mig. Svo sagði hann: Farðu heim

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.