Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1953, Blaðsíða 12
* 594
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Líkneski af Búdda, klappað í stein í
neðanjarðar musterinu í Ajanta í
Indlandi.
Hinn ægilegi veruleiki þessa mann-
lifs lét unglinginn Gautama aldrei í
friði, þótt hann ætti sjálfur við alls
nægtir að búa. Þjáning þessa fólks
fylgdi honum eins og vofa, hvert sem
hann sneri.
Stundum var andlit hennar ásak-
andi: — Gautama, hvaða rétt hefur
þú til að lifa í sællífi og eiga nægtir
þess brauðs, sem aðrir öfluðu og aðra
skortir? — Ef aðrir voru dæmdir til
hlutskiftis almúgamannsins — hví
skyldi hann þá tilheyra yfirstétt, sem
aðeins þyngdi byrðar þeirra? En
oftast var þó svipur hennar biðjandi:
— Gautama hjálpa þú okkur. Gaut-
ama er engin leið frá hörmungum
okkar til betra lífs? — Gautama — —
Og Gautama yfirgaf kóngshöllina og
aldingarðinn, einnig konu sína og barn.
Hann var þá tuttugu og niu ára að
aldri. Hin skrautlegu klæði sín gaf
hann betlara, sem á vegi hans varð
og klæddist sjálfur slitnum bómullar-
klút almúgamannsins. Síðan hélt
Gautama út í miskunnarlausa veröld
fátæklingsins til þess að frelsa heim-
inn og losa manninn undan oki þján-
inga sinna.
Vísindin gátu ekki hjálpað
Hann leitaði fyrst á fund fræði-
manna og spekinga, sem söfnuðu um
sig hóp lærisveina og glímdu við gát-
una um eðli hins yfirskilvitlega: —
Er veröldin eilíf? Er hún stundleg?
Er hún ótakmarkanleg? Er hún tak-
markanleg? Er sálin sama og líkam-
inn? Er hún annað en líkaminn? Lifir
sá, sem þekkir Vedabækur, eftir dauð-
ann? Er hann hvorki dauður né lif-
andi eftir dauðann? — Hinir vísu menn
skeggræddu um allt þetta fram og
aftur. Hver hélt þar fram sinni skoð-
un og studdist við sína fræðibók.
Gautama hlustaði vandlega á tal
allra þessara manna og kynntist öll-
um hinum margbreytilegu skoðunum
og skoðanamun þeirra. — Síðan yfir-
gaf hann þá: — Mannfólkið þjáðist,
og köllun hans var að hjálpa því til
betra lífs. Þessi heilabrot hjálpuðu
engum. — Auk þess komst hann að
þeirri niðurstöðu að tilgangslaust væri
fyrir skynsemina að glima við gátu
hins yfirskilvitlega. — Það þarf eyru
til að heyra með! Ekkert annað líf-
færi getur komið í þeirra stað og
skynjað hljóð. Á sama hátt þarf yfir-
skilvitlega sýn til þess að kanna hið
yfirskilvitlega. — Skynsemin getur
ekki komið í hennar stað. — Allir
þessir vitru menn minntu hann á
söguna um gömlu blindu mennina, sem
deildu um sköpun fílsins, vegna þess
að hver fór höndum um ólíka staði
skepnunnar.
Og Gautama yfirgaf heimspeking-
ana og hélt til Uruvelaskóga til að
ígrunda þar, hvaða leið væri til und-
an oki þjáninganna. — Á þessum
eyðilegu slóðum lenti Gautama í hóp
flóttamanna frá heimi veruleikans.
Þetta voru næmgeðja menn, sem séð
höfðu ömurleika og vonleysi mann-
lífsins og hugðust geta sloppið undan
þvi yfir i annan og betri heim. Þeir
höfðu krufið mannsálina og kannað
starfsemi hennar. Niðurstaða þeirra
var, að stormar mannlegra hvata og
girnda sneru vindmyllum lífs og dauða
og hjóli endurfæðinganna. Með því að
lægja storminn og sigrast á hvötum
sínum og girndum með meinlætalifn-
aði hugðust þeir fá frið, lausn undan
oki þjáninganna og öðlast nirvana,
Likneski af Búdda úr bronsi hjá Kama-
kura i Japan. Það hefir staðið þarna
óhaggað um aldir, þrátt fyrir jarð-
skjálfta, fellibylji og ilóS.
sem í þeirra augum var eilíf para-
dís.
Gautama tileinkaði sér kenningar og
reynslu meinlætamannsins og kynntist
hugmyndum hans og vísindum ná-
kvæmlega. — Síðan varpaði hann því
öllu fyrir borð. Gautama var ekki á
flótta frá raunveruleikanum. Hann
var í sókn. Þessir menn hugsuðu að-
eins um betri tilveru sjálfum sér til
handa. Ef Gautama leitaði aðeins eig-
in hamingju hefði hann aldrei yfir-
gefið hóglífi föðurhúsanna. Ef hann
leitaði aðeins eigin hamingju hefði
hann ekki komið aftur, eftir að hann
öðlaðist nirvana. Tilgangur Gautama
var ekki að frelsa sjálfan sig, heldur
meðbræður sína. Mannfólkið þjáðist
og köllun hans var að vísa því veg-
inn til betra lífs, en ekki að leita
sinnar eigin hamingju og yfirgefa það
síðan.
Og eftir sex ára dvöl í Uruvela-
skógum hélt Gautama á burtu það-
an og til byggða. Hann var nú þrjátíu
og fimm ára að aldri. Hann hafði
gengið í gegnum mannlega reynslu,
vaxið upp úr heimspeki og þraut-
kannað sjálfstamningu og vísindi
meinlætamannsins. Hann hafði vaxið
frá einfaldleika hins venjulega manns
gegnum margbreytileika heimsins og