Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1953, Blaðsíða 14
596
LESBOK MORGUNBLAÐSINS
UPPGOTVANIR
Á UPPSIGLINGU
staklega að eflingu skynseminnar og
rökréttrar hugsunar.
Fyrst á hinu fjórða stigi er nem-
andanum ráðlagt að nema stafróf
hugleiðslunnar og heldur því námi
áfram á hinu fimmta og sjötta.
Á hinu sjöunda stigi einbeitir hann
sér að námi þeirra fræða sem gera
hann sjálfan hæfastan fræðara til að
vísa mannkyninu leiðina til lausnar,
því það er einkenni Boohisattvans
að hann leitast við að bjarga öðrum
áður en honum er sjálfum borgið. —
Á áttunda stigi verður hann Arhat
og er fært að hverfa inn í fullsælu
himnanna án þess að snúa aftur til
hringrásar lifs og dauða. En hinn
sanni Bodhisattva sezt þar ekki að
vegna hins forna eiðs síns, en snýr
í þess stað til þeirra, sem ver eru
settir og tekst á hendur fræðslustarf í
þágu framvindunnar. — Á þessu stigi
skynjar hann veruleikann, eða veröld-
ina í sínu rétta eðli. En ofar þessu
eru tvö stig önnur og eftir hið síðara
er lokamarki náð og Bodhisattvann
orðinn Budda. Einnig eftir það stig
verður hann að halda áfram starfi
sínu fyrir veröldina. Þess vegna er í
sannleika ekki til neitt nirvana fyrir
Bodisvattva eða Budda.
Ný trúarbrögð
Eitthvað á þessa leið voru viðræður
meistarans við meinlætamennina í
Uruvclaskógunum, og þeir gerðust hin-
ir fyrstu nemendur hans. Og þessi
kynlegi hópur yfirgaf skóginn og hélt
til byggða til þess að hefja upp
raust sína gegn hinni gömlu stétta-
skiptingu, sem skipti mannfólkinu í
herra og þjóna, rika og snauða, for-
réttindamenn og umkomulausa vesal-
inga — og kenna mönnum rétta
breytni, sem leiddi frá þjáningum til
hamingju.
Þannig hófust trúarbrögð, sem síðan
fóru sigurför um allan hinn austræna
heim og eru enn í dag að nafninu til
fjölmennustu trúarbrögð veraldarinn-
ar.
Hina bókstaflegu kenningu Gautama
Budda veit enginn. Fræðsla hans var
munnleg og skráð af nemendum hans
eftir hans dag.
Bókmenntir Búddismans, sem samd-
ar eru af mörgum og ólíkum höf-
undum túlka kenningar Gautama á
mismunandi vegu og stangast á í ein-
stokum atriðum, þó kjarni þessara
bókmennta kunni að vera sá sami.
HVAÐ segja húsmæðumar um það
að fá kæliskáp, sem er helmingi
minni en núverandi kæliskápar og
þó jafn rúmgóður og þeir?
Hvað segja karlmenn um það að
fá föt, sem aldrei geta komið neinir
blettir í?
Hvað segja bændur og kaup-
menn um það, að geta geymt kjöt
og grænmeti óskemt tímunum sam-
an án þess að það sé fryst eða
geymt í kæhrúmi?
Og hvað segja bændur um það
að geta gefið kúnum sínum sag í
staðinn fyrir fóðurbæti?
í>etta á nú víst langt í land, munu
sumir segja. Ónei, allt þetta eru
nýar uppgötvanir, sem menn geta
bráðlega íært sér í nyt. Og margar
fleiri.
- & -
Á skógi vaxinni hæð rétt hjá
Talið er að andi Buddismans sé
bezt túlkaður í tveim ritum, bókinni
Dhammapada, sem fjallar um siðfræði
Buddismans og Surangama Sutra, sem
fjallar um heimspeki hans.
Budda, sem sjálfur var andvígur
ófrjóum heimspekilegum rökræðum,
eins og áður er sagt, hafði þar lítið
til málanna að leggja.
Það kom þó ekki að sök, því aðrir
urðu til að íylla í eyðurnar! — Á
Indlandi spruttu upp margir heim-
spekiskólar, sem allir voru sagðir
byggjast á kenningu Budda og utan
Indiands hafa vestrænir prófessorar í
heimspeki gert eljusamar tilraunir til
að útskýra, það sem þeir kalla heim-
speki Gautama Budda. Eins og vænta
mátti hefur það aftur leitt til hinna
sundurleitustu skoðana, einkum á eðli
nirvana, hugmyndinni um guð og
mannsálina. — Af virðingu bæði við
prófessorana og meistarann skal rök-
ræðum þeirra sleppt hér.
Meira.
Mohawk-ánni í New York ríki,
standa tilraunastofnanir General
Electric Co. Þarna vinna þúsundir
verkfræðinga og vísindamanna að
því að finna upp ný efni og nýar
framleiðsluaðferðir fyrir kom-
andi tíma. Rannsóknarstöðin þarna
er einhver elzta iðnaðar rann-
sóknastöð í Bandaríkjunum, og
hún er frábrugðin öðrum rann-
sóknastofnunum í því, að hún læt-
ur sér ekkert óviðkomandi. Hún
fæst við uppgötvanir í efnafræði,
eðlisfræði, raffræði, málmfræði og
kjarnorku.
Sem stendur eru þar mörg
hundruð nýar uppgötvanir í deigl-
unni, eða þegar komnar úr eldin-
um. Er farið mjög dult með þetta,
en þó hefir ýmislegt síast út um
það, sem þegar er reynt til fulln-
ustu.
Það er nú til dæmis, að þeim
þarna hefir tekizt að búa til nýtt
einangrunarefni, sem hefir tíu
sinnum meiri einangrunar hæfi-
leika en beztu einangrunarefni,
sem áður hafa þekkzt. Með því að
nota þetta efni í kæliskápa, þá
þurfa hliðar hans ekki að vera
nema hálfur þumlungur á þykkt,
í staðinn fyrir að nú er þykktin á
hliðum skápanna þrír þumlungar.
Með því að nota þetta nýa efni
verða skáparnir mörgum sinnum
léttari í meðförum, miklu minni
en rúma þó jafn mikið og gömlu
skáparnir. Svo léttir eru þessir
skápar, að gert er ráð fyrir því
að þeir liggi ofan á eldhússkáp í
stað þess að standa á gólfi og vera
þar til þrengsla.
Efnafræðingarnir hafa fundið
upp nýtt efni, sem nota skal í alls-
konar dúka til þess að þeir hrindi