Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1954, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1954, Blaðsíða 2
102 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS auk þess sem síldarinnar er leitað með dýptarmælum og Asdic tæki, sem kallað hefur verið veiðisjá á íslenzku. Hefur skipið á þessum 4 árum farið í allmarga leiðangra um hafið milli N-Noregs — Jan Mayen — íslands — Færeya og Álesund, auk annarra leiðangra á öðrum svæðum, t. d. sumarið 1951 í hafinu milli íslands og Grænlands, en þar fundu þeir síld dagana 7—9 júlí. Með leiðangrum þessum má segja að aðalmarkmið þeirra sé að finna „vegi“ síldarinnar og gera áætlun um magn hennar á hinum ýmsu svæðum, til leiðbeiningar fiskiskip- unum. Auk þess er skipið ætíð út- búið tilheyrandi veiðarfærum, en aflinn sem fæst er bæði hagnýttur og notaður til rannsókna. Árið 1950 eignuðust íslendingar sitt fyrsta hafrannsóknarskip, Maríu Júlíu, sem sérstaklega var útbúin þeim tækjum er til rann- sóknanna þurfti. Hefur hún farið marga leiðangra á þessum árum, en meginhluta rannsóknartímans hef- ur verið varið til hafrannsókna á síldarmiðunum norðanlands. — Er mér kunnugt um að skerfur íslands til fiskirannsóknanna og starf það sem ísl. fiskifræðingar hafa Ieyst af hendi er mikils metið erlendis, t. d. í Noregi, sérstaklega þó síldarrann- sóknirnar. Eins og flestum er kunnugt, hef- ur á undanförnum árum verið náin samvinna milli Dana, íslendinga og Norðmanna um haf og fiskirann- sóknir á sumrin á svæðinu milli Færeya, íslands og Jan Mayen, og hafa tll þessa starfs verið notuð skipin Dana, María Júlía og G. O. Sars. — Af þessum skipum er G. O. Sars bezt útbúinn hvað tæki og vinnuskilyrði snertir, enda þeirra stærstur. Þar 'Sem veiðisjáin í G. O. Sars hefur gefið mjög góða raun, var snemma á s.l. ári ákveðið að fá eitt elíkt tækj hingað tjl reynslu, jafn- framt því sem ákveðið var að breyta varðskipinu Ægi í fullkom- ið haf- og fiskirannsóknarskip, nokkurs konar íslenzkan G. O. Sars. Vonir stóðu til að hægt yrði að nota tækið á síldarvertíðinni á s.l. sumri, en vegna breytinga á skip- inu komst Ægir ekki á síldarmiðin austur af íslandi fyr en 25. ágúst, eða er skipin voru að hætta veiðum með herpinót. Þótt tíminn hafi ekki verið lang- ur varð árangurinn góður. Vísaði Ægir nokkrum reknetjaskipum á síld, eftir að hafa fundið hana með veiðisjánni. — Eru miklar vonir bundnar við þetta nýa tæki (en langdrag þess er 1800 metrar) og fiskileit og rannsóknir Ægis í fram- tíðinni. Veiðisjáin (Asdic) Eitt af tækjum þeim sem einna mest hefur stuðlað að „frægð“ G. O. Sars sem síldarleitarskips, er veiði- sjáin — þessi rafmagnsfálmari, sem sýnir síldartorfur í allt að 2000 m fjarlægð allt í kring um skipið. — Asdic er ekki ný uppfinning, það var notað í síðasta stríði til að finna kafbáta sem voru undir yfirborði sjávar. í höfuðdráttum er það svip- að venjulegum dýptarmælum. — Sendur er út snöggur láréttur radio geisli (pulse) sem síðan endurvarp- ast til skipsins, ef hann hefur hitt á t. d. síldartorfu. Tíminn sem þetta tekur er mældur og gefur til kynna fjarlægð þess er endurvarpinu olli. Ef veiðisjáin er notuð þar sem dýpi er innan við 100—125 m og botninn er tindóttur þarf nokkra æfingu við notkun hennar, því slíkir botn- tindar gefa venjulega gott endur- varp, og getur þá verið erfitt að ákveða hvort um fiskitorfu eða botn er að ræða. Ekki er þó að efa að veiðisjáin verður fiskiskipum til ómetanlegs gagns, sérstaklega þar sem síld eða annar fiskur er í torf- um. Norðmenn eru fyrstir annarra þjóða að smíða veiðisjá fyrir smærri fiskiskip, enda gáfu tilraun- ir er þeir gerðu á vetrarvertíðinni í fyrra ágætan árangur. Er þegar hafin framleiðsla á þessum tækjum í Oslo. Hafa þau 1000 m langdrag, en í sumar munu þeir einnig setja á markaðinn tæki með 2000 m. lang -dragi. Bæði þessi tæki má einnig nota sem dýptarmæla því botn- stykkin eru tvö. Eru þegar allmörg norsk síldveiðiskip útbúin þessum tækjum sem þau nota við síldveið- arnar í vetur, og vitað er að nokkur íslenzk fiskiskip verða búin þeim á næstunni. Um borð í G. O. Sars Vegna starfs míns á Ægi, fór Árni Friðriksson fram á það á s.l. hausti, við forstjóra norsku fiski- rannsóknanna í Bergen Gunnar Rollefsen og Finn Devold deildar- stjóra, að ég fengi að vera með G. O. Sars er skipið færi að leita vetrarsíldarinnar norsku. Var leyf- ið fúslega veitt og ég boðinn vel- kominn til skips í byrjun nóvember. Er ég kom um borð var í óða önn verið að útbúa skipið til ferðarinn- ar, en fyrirhugað var að fara 3 leið- angra áður en síldarvertíðin hæfist. í land var settur togveiðiútbúnaður skipsins en í stað þess komu ýmsar gerðir af reknetjum o. fl. Skipið hafði fyr um haustið verið við þorskrannsóknir norður í Barents- hafi, en í þeirri ferð hafði það bjargað þýzku flutningaskipi sem var fullhlaðið timbri, en hafði lask- azt í óveðri. Á skipinu er að jafnaði 30 manna áhöfn, en skipstjóri þess er Petter Myrseth, vel reyndur og þekktur fiskiskipstjóri. — Yfirumsjón með veiðisjánni, ratsjánni og öðrum radio-hjálpartækjum (nema loft- skeytastöðinni) hefur svokallaður „instrumentsjef“ Gudmund Vest- neg. Venjulega eru 2 fiskjfraeðingar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.