Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1954, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1954, Blaðsíða 7
sjaldan mikill tími til þess, því að kóngulærnar eru fljótar á kreik þegar veiði gefst. En flugurnar fá þarna að reyna hið sama og menn verða oft fyrir þegar þeir fá martröð í svefni, að sjá ófreskjuna nálgast og geta sig ekki hreyft. — Þó á þetta ekki við alltaf, Sumar flugur og mölflugur eru svo slæmar á bragðið, að kóngulónum verður óglatt um leið og þær bíta, flýa inn í holu sína og kúgast, og þá getur það skeð að hin særða bráð sleppi. Kóngulær geta ekki verið öruggar hver fyrir annarri. Ein tegund kóngu- lóa lifir til dæmis mest megnis á kóngu -lóm annarrar tegundar, sem ekki eru jafn stórar né duglegar að verja sig. Þó hafa þær fundið upp á þeim sið að fara í dulgerfi og villa þannig á sér heimildir. Taka þær þá belg af dauðri kónguló og stórri og steypa yfir sig. Aðrar geta gefið frá sér svo vondan þef, að hann fælir óvinina. Ekki eru það allar kóngulær sem ríða sér veiðinet. Sumar treysta eingöngu á flýti sinn og krafta til þess að afla sér bróðar. Ein tegundin, sem nefnist „segestria“, vefur utan um sig silki- hylki í holu sinni, en lætur þræði liggja þaðan í allar áttir. Heldur hún endunum á þessum þráðum í klóm sínum og verður þess undir eins vör, ef komið er við einhvern þeirra, og veit að þá er veiðivon. Rýkur hún þá út og ræðst á gestinn og dregur svo feng sinn inn í holuna og etur þar í ró og næði. Að því búnu gerir hún við þræðina og sezt svo aftur á vörð. Það þykir einkennilegt, að kóngulærnar geta gert mun á því hvort það er lif- andi kvikindi eða vindur, sem hreyfir þræðina. Þótt vindurinn skeki þá, situr hún sem fastast, en komi fluga eða smámaur við einhvern þráðinn, þá er hún þegar rokin út. Vegna þessa verða karldýrin að fara mjög varlega þegar þau vilja komast á fund hinnar útvöldu. Þeir eru miklu minni en þær, og geta því átt það á hættu að skessurnar gjaldi þeim rauð- an belg fyrir gráan. Það þarf því all- mikið áræði til þess að fara í biðils- för. Ef konuefnið hefur ofið vef, skríð- ur hann upp á hann, grípur um einn þráðinn með klónni og hristir hann rækilega og á sérstakan hátt. Það er tákn þess í hvaða erindagerðum hann sé kominn. Hann Iiristir þráðinn aftur og aftur og gerist æ djarfari og von- betri. Maddaman kemur nú fram úr holu sinni og skríður út á vefinn. — LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 107 Biðillinn nálgast hana með mestu var- kárni, því að hann er sýnilega hrædd- ur. Að lokum herðir hann þó upp hug- ann og teygir löppina að henni og það er eins og hann sé að strjúka henni eða gæla við hana. Taki hún þessu ekki illa, þá fer hann að kitla hana og þá er sigur unninn. Hjá annarri tegund, sem nefnist „meta“ er aðferðin önnur. Þá bíður biðillinn eftir því að sú útvalda hafi fengið veiði í net sitt. Og á meðan hún er að ganga frá veiðinni, nálgast hann hana með atlotum sinum. Það er engu líkara en að hann hugsi sem svo, að meðan hún á í öðru að snúast, muni hún ekki verða vond við sig, og engin hætta sé á að hún eti sig þegar hún hefur fengið góða veiði. Hjá þriðju tegundinni, „pisaura list- eri“, er aðferðin enn önnur. Þá byrjar biðillinn á því að veiða flugu eða lítið skorkvikindi og vefur það innan í lauf- blað og færir þeirri útvöldu til þess að hún þýðist sig. Þá er enn að geta um tegund, sem kallast „euophrys frontalis“. Karldýrið er svart með eldrauð augu og fremst á fremstu löppunum eru eins og gulir vettlingar. Þegar hann nálgast hina út- völdu, reisir hann sig upp, hvessir á hana augun og veifar gulum hreyfun- um framan í hana, þangað til hann hefur dáleitt hana. Og meðan hún er í dáinu svikst hann að henni. Einn hefur þann sið, að laumast að þeirri útvöldu og bíta í löpp á henni og halda fast hvernig sem hún reynir að verja sig. Jafnframt klappar hann henni og gælir við hana þangað til hún er orðin góð og tekur honum. Ein tegundin nefnist „drassodes". — Þar tekur karldýrið ungt kvendýr í fóstur, lokar það inni og elur það upp handa sér, þangað til það er kynþroska. Skiftir kvendýrið þá um ham og með- an á því stendur er það miður sín og meinlaust, en þegar það hefur náð sér aftur vílar það ekki fyrir sér að drepa og eta biðla sína. Og yfirleitt mega biðlarnir ekki bíða andartak hjá kær- ustunum lengur en þörf gerist, því að þá eiga þeir á hættu að missa lífið. Þótt kvendýrin sé grimm við biðla sína, hugsa þau vel um afkvæmin. Þær búa til nokkurs konar skjóðu úr silki og verpa í hana og draga svo þessa dræsu með sér hvert sem þær fara, en útungunartíminn er nokkrar vikur. — Meðan þær eru með þessi afkvæmi í eftirdragi, verja þær þau af miklu hug- rekki gegn öllum óvinum og hika þá ekki að leggja til bardaga við stærri skepnur, sem þær flýa annars. Og ekki er nóg að unga út, móðirin verður að bera ungana á bakinu í viku á eftir á meðan þeir eru að þroskast og verða sjálfbjarga. En það er spursmál hvort hér er um reglulega móðurást að ræða. Náttúrufræðingur sá einu sinni tvær kóngulær í bardaga. Önnur var með unga á bakinu. Hún beið bana í við- ureigninni, en þá tók hin ungana og setti þá á bakið á sér og hefur sjálf- sagt alið önn fyrir þeim. Og ekki nær umhyggjan fyrir ungunum lengra en þar til þeir eru sjálfbjarga. Þá vill móðirin ekki sjá þá lengur, enda flýa þeir þá, og er það vissara, því að ann- ars mundi móðirin líklega eta þá. Ein er sú tegund flugna, sem kóngu- lærnar ofsækja ekki, cn ofsækir þær. Maðkurinn, sem kemur úr eggi þessara flugna, situr um að komast upp á bakið á kónguló. Hann er með gripklær og heldur sér föstum og síðan etur hann sig inn í belginn á kóngulónni. — Þar liggur hann svo í makindum allan vet- urinn og lifir sem snikjudýr á kóngu- lónni, án þess þó að ráðast á líffæri hennar fyr en á seinustu stund. Þá etur hann allt upp til agna nema sjálfan haminn og að því loknu skriður hann brattur og feitur út í vorhlýindin og skilur við tóman belginn. (Úr bókinni „Lesser Worlds“) Það var á fljótabáti. Einn af far- þegunum kemur til skipstjóra og spyr hvers vegna skipið hafi staðnæmzt. — Þokan er svo svört að við getum ekki haldið áfram, sagði skipstjóri. Þá benti farþeginn upp í loftið: Ekki er nú þokan svört hér, ég sé stjörnur á himninum. — Já, sagði skipstjóri, en þá leið siglum við ekki nema því aðeins að ketilsprenging verði í skipinu. — ★ — Ung stúlka og öldruð kona voru að bíða eftir samferðafólki sínu. Þær settust og unga stúlkan bauð hinni gömlu sígarettu. Það kom heldur svip- ur á kerlu. — Reykja sigarettu, ekki nema það þó. Nei, þá vildi ég heldur kyssa fyrsta karlmann, sem ég rekst á. — Allt í lagi, sagði sú litla, en fáðu þér eina þangað til hann kemur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.