Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1954, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1954, Blaðsíða 4
104 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Veiðiflotinn kemur út á móti sildinni eftir tilvísan G. O. Sars síldveiðar á þessum slóðum allt ár- ið, en annarra þjóða skip hætta venjulega veiðum þarna í septem- ber og október. Þessari ferð lauk 17. desember er skipið kom til Álesund og til Berg- en daginn eftir. Fóru þá allir heim til sín og skipinu ,.lokað“, bví í næstu ferð átti skipið ekki að fara fyr en eftir áramót. Það virtist nú auglióst að síldin sem var við Færeyar, hefði um tvo „vegi“ að velja. Tvær „kaldar tung- ur“, önnur í austur en hin suð-aust- ur, voru frá þessu svæði, og þótti líklegt að síldin legði leið sína eftir þeim, annars vegar til Noregs, en sú sem færi syrði leiðina, til Shet- landseya og Skotlands. Síldin kemur! Hinn 4. janúar var farið frá Berv- en. Að bescu sinm voru tveir gestir um borð, bard^rbkur fiskifræðing- ur, N. Scattervoed að nafni og ég. Tvo fvrst') d^gana var legið í vari fyrir sunnan Álesund vegna veðurs, en síðan var haldið vestur á bóginn og farin sama leið og í fvrri fe*-ð- unum. Stórar og smáar síldartorfur fundust nú á svæðinu frá 2. gr. austurlengdar vestur að 6. gráðu, en lengra vestur var ekki farið. 14. janúar fundust sí’dartorfur 40 sjóm. út af Svinöv og voru þær á hraðri ferð til lands. Sem dæmi um kosti veiðisjárinnar má geta þess, að dag- inn áður fundust 26 torfur með henni á hálftíma beinni siglingu, en aðeins tvær þeirra komu fram á dýptarmælinum. Veiðiskipin voru nú óðum að bú- ast til veiða, því nær daglega var tilkynnt um ferðir og árangur G. O. Sars. Sérstaklega var mikið um að vera í Álesund og þar um slóðir, því þar er síldinni aðallega landað og flest veiðiskipanna þaðan. „Silfrið“ flutt á land Laugardaginn 16. janúar fyrir hádegi fann G. O. Sars fyrstu síld- artorfurnar á miðunum, 13 sjóm. út af Svinöy. Nokkur skip voru þá komin á miðin og kl. 13.30 hófst síldarvertíðin, með því að fyrsta skipið kastaði nót sinni. — Skipin dreif nú að úr öllum áttum, og á miðnætti höfðu aflazt um 35 þús. hektólítrar af síld. Mörg skipanna urðu að fá aðstoð an»iarra skipa, því þau réðu ekki við „stór köst“ vegna sjógangs. Það eru samningar um, að hjálparskip fái 8% af aflanum, en 40% af þeim afla er það „háfar“ sjálft úr nót þess skips er kastaði, ef það er orðið full hlaðið. Norðmennirnir hafa aðra aðferð við veiðarnar en við erum vanir hér heima, vegna þess að síldin veður ekki. Auk nótabátanna er lít- ill bátur settur á sjóinn sem er með battery knúnum dýptarmæli, en með honum eru torfurnar kannað- ar. Á þessum bát er nótabassinn við annan mann, og stjórnar hann „köstuninni“, eftir að hafa staðsett sig yfir miðri torfunni. Að köstun lokinni fara þeir út fyrir nótina og um borð hvor í sinn nótarbát. Fyrstu 3 dagana eftir að veiði hófst, var G. O. Sars í námunda við veiðisvæðið og leitaði frekar eftir síld. Skipin voru hundruðum sam- an að veiðum rétt utan við strönd- ina og inni á fjörðum, og stöðugt jókst tala þeirra, enda munu um 2000 skip stunda veiðarnar í vetur, ýmist með herpinót eða reknetjum. Strax 2. veiðidaginn fengu mörg þeirra 4—5 tunnur í net. Fyrir 20 árum var aflinn á vetrarvertíðinni um 2 millj. hektólítra, en á vertíð- inni 1952, sem var metvertíð, var aflinn 9,5 millj. hl., og ftú er búizt við að aflinn geti orðið allt að 12 millj. hl. Vetrarvertíðinni lýkur 15. febr. en þá byrjar vorvertíðin. >«?■ Þriðjudaginn 19. jan. kom G. O. Sars til Álesund, og fór ég þá af skipinu. Samdægurs fór það áleiðis til Shetlandseya, til að finna og kanna magn síldarinnar sem fór „suður fyrir“, en segja má að það hafi verið búið að skila hinni síld- inni af sér. Ég vil að endingu þakka gest- risni, góðan aðbúnað og fræðslu er ég naut um borð í G. O. Sars. Síðan ég kom heim hafa margir spurt mig hvernig mér hafi líkað að vera með Norðmönnum, og svar mitt er: — Ágætlega, þeir eru heiðursmenn þessir frændur okkar. Skrifað 1. febr. >——>

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.