Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1954, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1954, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 103 Finn Devold um borð ásamt 2 aðstoðarmönnum þeirra, en leiðangursstjóri við síld- arrannsóknirnar er hinn kunni fiskifræðingur Finn Devold. — Er hann mörgum að góðu kunnur hér á landi. Fyrsta ferðin Frá Bergen var siglt þriðjudag- inn 10. nóvember og haldið út og suður með landinu, því fyrst átti að leita að síld og makríl út af S- og SV-ströndinni. — Næstu daga var leitað djúpt og grunnt, og tvær nætur var látið reka með um 40 net af mismunandi möskvastærðum. — Afli var tregur, en farið var með hann til Egersund. Þar var hann seldur en nokkuð tekið til rann- sóknar. Hinn 17. nóvember var komið til Fredrikshavn, þar sem vatn og vist- ir voru teknar. Á leiðinni norður eftir fannst allmikið magn af síld og makríl um 30 sjómílur út af Egeröy. Net voru lögð og varð aíl- inn um 1 tunna í net, þar af rúm- lega helmingurinn makríll en hitt síld. Farið var með þennan afla til Haugesund. Frá Haugesund var farið 21. nóv. og var nú haldið í áttina að Færey- um til að leita vetrarsxldarinnar og kanna „vegi“ hennar austur á bóg- inn, en það er gert með því að taka sjóprufur og mæla hitann á ýmsu dýpi á breiðu svæði milli Noregs, Færeya og íslands. Mælingar þess- ar eru þannig gerðar, að hylki, sem eru ca. 50 cm á hæð og 6 cm í þver- mál, eru fest á streng með 25 til 100 m millibili, allt niður á 500 m dýpi. Stundum eru mælingar gerðar nið- ur á 2000 m dýpi. Á niðurleið eru hylkin opin, en þegar þau eru kom- in niður á sitt rétta dýpi, er litlu lóði rennt niður eftir strengnum, en við það snúast hylkin við og lokast. Utan á hverju hylki er komið fyrir mjög nákvæmum hitamælum er sýna sjávarhitann á viðkomandi dýpi. Slíkar mælingar eru venju- lega gerðar með 20 sjóm. millibili. 2 dýptarmælar eru stöðugt í gangi, og kanna sjóinn niður á 350 m dýpi, og veiðisjáin, sem leitar lárétt allt að 2000 m út frá skipinu. Lítil sem engin síld fannst fyr en komið var norður fyrir Færeyar, en þar var hún dreifð á allstóru svæði allt að 200 sjóm. norður af eyunum. Þaðan var haldið í ca. S. V., þar til komið var um 150 sjóm. austur af Stokksnesi, en á þeirri leið varð lítið vart við síld. Veðrið var frekar óhagstætt í þessari ferð, en tafði þó ekki för skipsins að ráði. Þegar komið var til Álesund 29. nóv. sagði Finn Devold, að síldin væri enn það vestarlega og skilyrð- in slík, að sjómönnum væri óhætt að vera rólegir heima yfir jólin. Önnur ferðin Frá Bergen var farið aftur mánu- daginn 7. desember. Bættust nú við tveir nýir gestir. — Var annar þeirra hollenzkur fiskifræðingur, J. Zylstra að nafni. Hollendingar eru nú að byggja nýtt rannsóknar- skip, en þeir stunda mikið síldveið- ar í Norðursjó. Hinn gesturinn var Rolf Eide, verkfræðingur hjá Si- monsen Radio í Oslo. Var hann að- allega með í þessari ferð til að full- reyna nýa gerð af dýptarmæli sem verksmiðjurnar framleiða. Eru að- al kostir mælisins þeir, að hann er sérstaklega næmur og hægt er að nota bæði rakan og þurran pappír, en sendirinn og viðtökumagnarinn eru þeir sömu sem notaðir eru í veiðisjá þá er verksmiðjan fram- leiðir. í þessum leiðangri var að mestu farið yfir sama svæði og í fyrri ferðinni, nema að ekki var farið vestur fyrir 8. lengdargráðu. Tekn- ar voru sams konar mælingar og áður og einu sinni voru net lögð. Afli var mjög lítill og vegna óveð- urs töpuðust 10 net. — Síldin sem veiddist var mögur og frekar smá, og enn var hún aðallega norður af Færeyum. Var hún dreifð og lítið farin að safnast í torfur, en þegar hún nálgast norsku ströndina er hún venjulega í stórum torfum. Norður af Færeyum var mikill fjöldi rússneskra síldveiðiskipa er veiddu í reknet. Voru skipin af sömu gerð og þau er veiða hér við land á sumrin. Rússarnir stunda Gestirnir á sk'ípinu: £T3e, ffristján JÚlíusson og Zyjstra

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.