Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1954, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1954, Blaðsíða 1
7. tbl. Sunnudagur 21. febrúar 1954 XXIX. árg. Kristjdn Júlíusson loftskeytamaðui: SÍLDARLEIT Á „G. O. SARS FÁUM þjóðum eru síldveiðar eins mikils virði og íslendingum og frændum okkar Norðmönnum. Sjór -inn er oft gjöfull við strendur þessara þjóða, þar er þorskurinn, gullið, og síldin sem kölluð hefur verið silfur hafsins. Selvogsbank- inn hefur verið kallaður gullkista íslendinga og víðar við strendur landsins eru „gullkistur“, og úr þeim er ausið allan ársins hring. En síldin, hún er sögð duttlungafull og „sjálfstæð“ og fer sínar leiðir, enda hafa fáir fengið að kenna eins áþreifanlega á þessum eiginleikum hennar og íslendingar, a. m. k. hvað hina svokölluðu Norðurlandssíld snertir. Á undanförnum árum má heita að nær engin síldveiði hafi verið norðanlands, ef miðað er við afkastagetu síldarverksmiðjanna þar og tölu þeirra skipa sem veið- arnar hafa stundað. Ekki mun þó ástæða til að örvænta, því allt bendir til þess, að hið mikla síldar- magn sem nú er við Noreg, sé í námunda við ísland á sumrin. Síldarleitar- og rannsóknarskip Vegna þess hve fiskveiðar eru snar þáttur í þjóðarbúskap þessara tveggja frændþjóða, hefur mönnum leikið hugur á að kynnast nánar göngum og lifnaðarháttum aðal fiskitegundanna, en þar er síldin einna fremst í flokki. Fiskirannsóknir eru ekki ný vís- indagrein, en á undanförnum árum hafa þær verið stórum auknar og munu engar þjóðir leggja eins mik- ið í þennan kostnað nú, ef miðað er við fólksfjölda. — Fyrir fyrri heimsstyrjöldina áttu Norðmenn rannsóknarskip sem hét Johan Hjort, en í byrjun ársins 1950 tóku þeir í notkun eitt glæsilegasta fiski- rannsóknarskip heims, m.s. G. O. Sars, sem þá var nýsmíðað, auk þess sem þeir eiga önnur minni rannsóknarskip. — Aðal starfssvið G. O. Sars, hvað síldarrannsóknir og leit snertir, hefur verið í því fólg -ið að taka sýnishorn af sjó og gera sjávarhitamælingar á ýmsu dýpi,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.