Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1954, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1954, Blaðsíða 10
110 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS andi hafgola á land, en svo koma þar aðrir vindar, sólarvindurinn að norðan og hvíti vindurinn af suð- austri. Um þennan vind segja Bask- ar að hann sé jafn vanstilltur og konur, þarna komi hann í snöggum byljum og þyrlist áfram í smáum hvirfilstrokum, þangað til hann kemst út á hafið. Þá dregur úr hon- um og þá segja þeir að „hann drepi væng í sjó“. Hjá Guéthary fórum við inn í veitingahús að fá okkur mat. Þar var allt hvítþvegið og um alla veggi hengu glófægðar skálar og pottar úr eir, myndir úr þjóðlífi Baska og raðir af Þórshamars-merkjum. — Þessi merki má líta alls staðar í landi Baska, jafnvel á legsteinum. Eins og kunnugt er, er þetta helgi- tákn, mikið eldra en kristnin. Þarna í veitingastofunni sat mið- aldra maður, sem virtist af heldra tagi. Hann hafði á sér ótvíræðan Baskasvip og var í svörtum fötum með „beret“ á höfði. Beret er hin svarta kollhúfa Baskanna, sem allir kannast við. Þær eru með stórum kolli í Frakklandi en litlum kolli í spánska Baskalandi. Sannur Baski tekur ekki af sér kollhúfuna þegar hann matast, heldur aðeins þegar hann fer í kirkju eða háttar, og stundum þegar hann tekur þátt í „polota“-leik. HEIMÞRÁIN KALLAR Gesturinn gaf okkur nánar gæt- ur og brosti stundum að því, sem við sögðum og kinkaði þá kolli. Að lokum spurði hann hæversklega hvort við værum Englendingar eða Ameríkumenn. Það var eins og hann yrði fyrir vonbrigðum þegar við kváðumst vera enskir. Það kom þá upp úr kafinu að hann hafði lært ensku í Wyoming í Bandaríkjun- um. Við buðum honum að setjast hjá okkur og svo sagðr hann okkur sögu sína. Hann kvaðst vera yngstur af 12 systkinum og það hefði verið of þröngt um þau heima. „Pierre og Jean fóru því til Argentínu, Laur- ent og Antoine fóru til Uruguay og við Ganich fórum til Wyoming“. Það er svo sem ekki nýtt að unga fólkið fari af landi burt til þess að leita sér fjár og frama. Áður en borgarastyrjöldin hófst á Spáni, nam útflutningur fólks álíka miklu og fólksfjölgun í landinu nam. — Hann sagði okkur að nú mundu vera um 250 þúsundir Baska í Suð- ur-Ameríku og um 50 þúsundir í Bandaríkjunum, dreifðir um Kali- forníu, Nevada og Wyoming. Og í Bandaríkjunum hefði nýlega verið gefin undanþága frá innflytjenda- lögunum fyrir fjármenn, sem vildu setjast þar að, og það væri aðallega Baskar, sem nytu góðs af því. Þeir eru sem sé nafntogaðir fjármenn og alast frá blautu barnsbeini upp við f járgeymslu. „En við sem förum til útlanda, þjáumst af heimþrá“, mælti mað- urinn. „Ég dvaldist vestra í 20 ár og það var langur tími, þótt ég hefði nóg að gera og mér gengi vel. Það var guði og Bandaríkjunum að þakka. Fyrst í stað gættum við bræðurnir fjár á stórum búgarði. Við vorum þar í 10 ár og eyddum engum eyri í óþarfa. Svo tókum við land á leigu og settum upp sauða- bú. Eftir tíu ár seldum við og fór- um heim, báðir einhleypir enn. — Tveimur mánuðum eftir heimkom- una náði bróðir minn í yndislega Baskastúlku, en ég er enn að svip- ast um eftir konu handa mér“. TRYGGIR MENN OG RÁÐVANDIR Hjá Böskum er mjög náið sam- band milli ættingja og fjölskyldulíf framúrskarandi gott. Allt er tengt við ættarsetrið. Menn eru ekki kall- aðir ættarnöfnum, heldur kenndir við bæ ættar sinnar, og það fylgir þeim hvert sem þeir fara. „Hverj- um fugli þykir sitt hreiður fagurt", segir málsháttur hjá þeim. Og heim -ilin standa börnunum alltaf opin, hvenær sem þau hverfa heim, en þá verða þau að vinna og deila kjörum með heimafólki. Það voru forn lög hjá Böskum, að ættaróðali mætti ekki skifta milli erfingja, né heldur selja það einhverjum öðr- um. — Þetta gildir enn í spanska Baskalandi. en í Frakklandi verða þeir að hlíta frönskum lögum, sem mæla svo fyrir að arfur skuli skift- ast jafnt á milli allra. Þó fara þeir í kring um þessi lög þannig, að erf- ingjar afsala sér fríviljugir tilkalli til ættaróðalsins í hendur þess elzta. Baskar eru ráðvandir og heiðar- legir menn. Þó maður skilji pen- ingaveski sitt eftir á glámbekk, þá eru peningarnir jafn öruggir þar eins og í banka. Glæpir eru þar mjög fátíðir, enda þótt blóðið sé heitt í mönnum. Áður fyrr voru þeir ofstopafullir og réðust misk- unnarlaust á hvern þann mann, er kom leyfislaust inn í landið. Þeim var vorkunn. Þeir voru þarna inni- króaðir milli tveggja stórþjóða, sem oft áttu í ófriði. Og enn í dag eimir eftir að því, að þeir tortryggi alla aðkomumenn. Gestir verða að gæta sín vel þar. — Ef maður móðgar Baska, þá er hann óvinur manns alla ævi. En á hinn bóginn standa öll munnleg loforð þeirra eins og stafur á bók. í stríði voru þeir harðir í horn að taka og heróp þeirra var svo skelfilegt, að hermenn Napoleons, sem sendir voru til Spánar, urðu að gjalti er þeir heyrðu það. Baskar hafa það enn til að reka upp þetta heróp, þegar vel liggur á þeim. Þeir kalla það „irrintzi". Ég vaknaði einu sinni við þetta heróp og varð svo mikið um að ég stökk upp úr rúminu og út að glugga. Fyrst var það eins og tryllingslegur hlátur, svo breyttist það og varð eins og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.