Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1954, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1954, Blaðsíða 12
112 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS sagt, að ef hann hefði fellt glasið, eða eiijn dropi skvetzt út úr því, þá hefði hann verið rekinn af leiksvið- inu með háðung og aðkasti. ÝMSIR ÞJÓÐHÆTTIR Víða má líta ýmsar áletranir á hús og gefa þær ofurlitla hugmynd um hugsunarhátt fólksins. Ég minn -ist þriggja. Á húsi í Cambo, sem byggt var 1707, stóð þetta: „Fortíð- in sveik mig. Nútíðin kvelur mig. Framtíðin hræðir mig“. Á öðrum stað var þetta spakmæli yfir dyr- um: „Ekkert er iðjumönnum jafn andstyggilegt og heimsóknir iðju- leysingja“. — Og á turni gamallar kirkju í Sare stóð þetta: „Alla ævi gnauða vindar um mann og sá sein- asti feykir honum í gröfina“. Baskar hafa fáa hesta, heldur múldýr og asna. Dráttarvélar sáum við hvergi. Bændur hafa svo lítil lönd, að það mundi ekki borga sig að hafa dráttarvél. Flest löndin eru þetta 5—25 ekrur að stærð og mjög fá ná 50 ekra stærð. En svo er ann- að — hér er svo bratt víðast hvar, að ekki er hægt að koma dráttar- vélum við. Víða sáum við bændur að slætti. Þeir hafa þann sið að gefa kúnum sínum inni allan ársins hring. Bit- haginn er svo þröngur, að þeir vilja ekki eiga það á hættu að gróðurinn troðist niður og fari til einkis, held- ur vilja þeir hjakka sjálfir handa beljunni í hvert mál. Sums staðar voru heilar f jölskyld -ur að stinga upp jörðina. Var hver maður með stóran tvíálma fork í hendi. Þeir ganga í röðum eins og þeir væri í þrælaslætti og allir hófu upp forkinn samtímis og stungu honum niður samtímis. í St. Jean Pied de Port, sem er inni í landi, sáum við mörg börn að leik í „pelota“-salnum og var leikurinn svipaður „paradísarleik“ annarra krakka. Þarna voru mark- aðir margir ferhyrndir reitar og á þá málaðar ýmsar myndir, svo sem mynd af kú, fugli, Þórshamri o. s. frv. Nú var það leikur þeirra að hoppa af einum reit á annan, án þess að stíga á myndirnar. Sá sigr- aði, sem gat hoppað milli allra reit- anna, án þess að stíga á mynd, eða þá sá, sem sjaldnast steig á mynd. Við fórum til Roncevalles, þar sem Baskar unnu sigur á varnar- sveitum Karlamagnúsar keisara ár- ið 778. Baskar einangruðu franska hðið þar í skarðinu og veltu á það stórgrýti ofan af klettunum beggja vegna. Rolland fell við Rúnsival og riddarar margir fríðir. Þarna eru tvö minnismerki um þennan atburð, kirkja Karlamagn- úsar, reist í sjálfu skarðinu á 13. öld, og Heilagsandakirkja inni í þorpinu. Er sagt að að þeirri kirkju sé grafnir pílagrímar, sem önduð- ust á göngu sinni til grafar St. James de Compostella á Spáni. Það er einnig sagt að þarna sé legstað- ur kappa Karlamagnúsar, og á hverju ári er þeim sungin þar sálu- messa. Pamplona er höfuðborgin í Nav- arra og stendur inni í miðju hérað- inu. Þar er sá siður, að hinn 7. júlí hvert ár, er vígnautum sleppt laus- um á götum borgarinnar og geta þá tilvonandi nautaatsmenn fengið æf- ingu í að fást við þau. En þar koma margir fleiri. Fólkið þyrpist út á göturnar til að horfa á, bæði karlar og konur, cg verður þar oft svo mikill aðgangur er nautin ryðjast fram, að fólk liggur eftir hrönnum saman á götunum, sumt stórslasað. Hafa læknar nóg að gera þann dag- inn. Kaupmenn negla venjulega borð fyrir verslunargluggana, svo að síður sé hætt við að þeir brotni. Þegar við komum til Motrico hittum við gamlan sjómann, sem sagði okkur að það hefði verið Baski, sem fyrstur manna fann Norður-Ameríku. Hann hefði sagt Kolumbus frá þessu og svo hefði Kolumbus lagt á stað í landaleit og haft með sér Baska sem leið- sögumann. Og svo hefði Kolumbus hrifsað til sín heiðurinn af því að hafa fundið Ameríku. HINN HEILAGI ÞYRNIR Við ætluðum að fara til gamallar borgar, sem heitir Salinas de Léniz, en hún stóð ekki á landabréfinu svo að við fórum heim á sveitarbæ að spyrja til vegar. Hittum við þar konu og hún sagði þegar: „Eruð þið að leita að hinum heilaga þyrni?“ „Hvað eigið þér við?“ „Vitið þið ekki að brot úr þyrni- kórónu Krists er geymt í Salinas de Léniz?“ sagði hún. Þetta voru óvæntar upplýsingar og við hröðuðum ferð okkar og komum til Salinas de Léniz. Þetta er nú lítið þorp, en þar er voldugt borgarhlið með skjaldarmerki. — Þarna í hliðinu mættum við manni með kerru og var tveimur uxum beitt fyrir hana. Gæruskinn voru breidd milli horna uxanna og aftur undir bóga. En þau eru ekki til þess að skýla uxunum, eins og margur mundi ætla, heldur eiga þau að skýla aktýgjunum fyrir regni, svo að þau skorpni ekki og harðni. Okkur er vísað til séra Don Pedro, sem er prestur sóknarkirkj- unnar Chapel de Nuestra Senora del Castillo, og við hittum hann í kirkjunni. Þetta var lítill maður um áttrætt. Hann afsakaði að hann kynni ekki ensku, hann kynni að- eins baskisku, spönsku, ítölsku og grísku. Við bárum upp erindi okk- ar, að okkur langaði til að sjá hinn heilaga þyrni. Hann fylgdi okkur þá inn að háaltarinu. — Þar gekk hann inn í hliðarkapellu og klæddi sig í hvíta skikkju með eldrauðri stólu. Svo opnaði hann skáp í altar-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.