Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1954, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1954, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 115 - VITRANIR - SÝN SÉRA FRIÐRIKS SÝN DR. HELGA PÉTURSS Þegar séra Friðrik Eggerz var 8 ára gamall, var hann látinn sofa til fóta hjá stúlku þeirri, er Þorbjörg hét Sigmund- ardóttir úr Akureyum. Hún lét hann lesa bænir kvölds Qg morgna. Þorbjörg svaf í lofti í suðurenda baðstofunnar undir hliðinni, og var höfðalag hennar í þeim enda, er vissi fram á loftið, en Friðrik svaf í þeim endanum, er var fastur við gaflinn, og sá þaðan eftir allri baðstoíunni þegar loftið var opið. Þá var það um jólanóttina, er allir voru í svefni og öll ljós slokknuð, að Friðrik vakti og horfði fram í myrkrið, en lofthurðin var opin. Sá hann þá að tveir menn komu upp á baðstofuloftið og stóðu við hjá þverbita, er gekk um baðstofuna við uppganginn. Þeir voru bjartir sem snjór, en gáfu þó enga birtu frá sér út í myrkrið. Til þeirra var að heyra hið yndislegasta sönglag, sem ekki verður við neitt líkt. — Frið- rik varð ekki hræddur meðan þeir voru á framloftinu, en þegar hann sá að þeir færðust inn í loftið, varð hann hræddur og dró fötin yfir höfuð sér og mjakaði sér undir þeim, til þess að hann var kominn upp fyrir Þorbjörgu, vakti hana og sagði henni frá hræðslu sinni, en ekki því, er hann hafði séð. (Úr fylgsnum fyrri aldar). SÝN INGIMUNDAR Á einmánuði þessa veturs (1681) bar það til í Fljótum, að maðui* nokkur, er Ingimundur hét Björnsson og bjó i Minnaholti, kominn á efra aldur, fróm- ur og fáorður, gekk að liðnum degi í heytópt sína að leysa hey til gjafar. Og er hann hafði litla hríð leyst heyið, og var jafnframt því að lesa fræði sín, sá hann, að hjá hunum stóðu að snöggu bragði þrir menn í hvítuni klæðum siðum, allfagrir og hýrir ásýndar. Ekki varð honum að nokkru bylt við, og helt áfram lestri sínum og leysti heyið sem áður. Mennirnir stóðu um hríð og horfðu á hann, og litu um siðir hver til annars og brostu við. En er stund var liðin, leit Ingimundur undan, og horfði brátt aftur þangað í veg, sem mennirnir stóðu. Voru þeir þá horfnir og sá hann þá ei meir. (Awiáll sérg Eyólís á VöJIuri). Ekkert af því, sem fyrir mig hefur komið, hefur verið jafn fjarri því sem ég gat búizt við að á dagana mundi drífa, eins og það sem nú skal sagt frá. Skal það tekið fram, að þegar það bar við, var ég lítið sem ekkert farinn að kynna mér dulfræðirit, og alveg áhuga- laus um allan átrúnað. Upp í mér kom, þar sem ég sat, óumræðilega undarleg og óskiljanleg tilfinning þess, að einhverja ógurlega þrekraun væri verið að vinna, án þess þó ég vissi hvar eða hvernig. En þegar ég leit upp, sá ég álengdar eins og Ijós- an eða öllu heldur lýsandi blett. Og svo allt í einu stóð þar vera í manns- mynd, en munurinn þó meiri en á ljót- um apa og hinum fegursta manni. Vera þessi var skínandi af tign og fegurð svo að jafnvel guðsmyndir þær sem ég hef fegurstar séð, geta ekki vakið neina hugmynd um slíkt. Og sem ég horfði á guðinn, frá mér numinn, lagði allt í einu breiðan, bjartan geisla af vörum hans í áttina til mín, og ég heyrði und- arlega annarlega, en óumræðilega fagra rödd sem sagði: Bróðir. Dálitla stund — ég hafði vitanlega ekki hugann á að athuga hve lengi — stóð þessi dýrð- lega vera og horfði á mig, en hvarf síðan. Ekki leið á löngu áður birtist þarna önnur vera, mjög lík þeirri sem horfið hafði, en þó svo greinilega frá- brugðin, að mér gat ekki eitt augnablik komið til hugar, að það væri sama veran. Vera þessi horfði á mig um stund eins og hin fyrri, en án þess að segja nokkuð. En svo undarlega brá nú við og ótrúlega, að mér fannst þessi dýrðlega vera sem þarna stóð, vera ég sjálfur. Eftir stutla stund hvarf einnig þcssi vcra, en ég sat eftir, undrandi mjög, og skilcji vitanlega ekkert í þessu sem fyrir mig hafði borið. Verun) þess- um báðum fylgdi eins og hljómur nokk- ur, óumræðilega fagur, minnti nokkuð á fegursta söng sem ég hef heyrt, en bar þó langt af. Það var lengi sem ég vissi ekkert hvað ég átti við þetta að gera sem fyrir mig hafði komið. En smátt og smátt fór að greiðast úr ýmsu sem ég hafði áður skilið litið í, eða ekkert. Mér varð t. d. ljóst undirstöðueðli draum- iiísins. saoibandseðljð, og þá var ekki framar neitt óskiljanlegt, að geisli af eiginvitund guðsins sem hafði birzt mér, gat komið fram í mínum huga, svo að mér fannst sem ég væri sjálfur þessi dýrðlega vera. Að guðinn sem fyrst birtist, hafði kallað mig bróður, kom mér þá einnig til að minnast al- kunnra orða Jesú. En hinn breiði, furðulega bjarti geisli, sem til mín hafði lagt af vörum guðsins, varð til að beina eftirtekt minni að áður óskilj- anlegum stað í Opinberun Jóhannesar 19. kaflanum, þar sem segir frá þeim er heitir Trúr og Sannorður: „Og af hans munni gengur út biturt sverð til þess að hann slái þjóðirnar með því“. — Orð Opinberunarbókarinnar verða auðskilin ef gert er ráð fyrir, að höf- undurinn hafi séð eitthvað líka geislan þeirri sem fyrir mig bar. (Framnýall). GUÐVARÐUR í KOTI Þegar ég var strákur á Felli í Slétta- hlíð, bjó Guðvarður nokkur á Koti í Hrolleifsdal. Það var hálfvisin á honum önnur höndin, og heyrði ég þessa sögu um það: Einu sinni var hann heima hjá sér í rökkrinu. Allt í einu sá hann einhvern glampa á þilinu. Hann langaði til að vita hverju það sætti, svo hann þreifaði í glampann. En þá brá svo við, að höndin á honum gekk öll af göflunum, og bar hann menjar forvitni sinnar alla ævi. (Ólafur Davíðsson). MYNDIN FRÁ ÞYKKVABÆ ÞAÐ varð dálítill misskilningur í sam- bandi við myndina úr Þykkvabænum, sem birtist í næstseinustu Lesbók. — Aldrei hefur verið búið í húsunum, sem á myndinni eru, hcldur hafa það alltaf verið útihús, fjós og hlaða á bæn- um Skinnar. Á þessum bæ er nú tvílyft stcinhús, stórt og myndarlegt og stcnd- ur skammt frá þessum húsum. — Bær þessi er nefndur Skinn í Fasteignabók- inni, en nafnið Skinnar haft í svigum og mun það þó frekar notað í daglegu tali. Sumum kann að finnast það undarlegt, en það er myndað eins og Holtar, Nesj- ar o. s. frv., sem Jón Þorkelsson rektor taldi rétt mynduð. Sú sögn er þar eystra, að áður en þessi bær var byggð- ur, hafi skinn verið spýtt á hólnum, þar sem bærinn stóð síðan, og hafi hann dregið nafn af því.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.