Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1954, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1954, Blaðsíða 16
f 116 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Þorrakvöld á Austurvelli, og þó ekki vetrar- legt, aðeins örlítið föl, sem htfur lagzt eins og hvít blæja yfir mynd Jóns Sigurðsson- ar forseta og fótstallann undir henni. (Ljósm. Ól. K. Magnússon) AFTÖKUSTAÐIR Á ÞINGVÖLLUM Gálginn var hvorki í hærri né lægri gjárbarminum, heldur var hann milli tveggja viðlausra kletta, sem kölluðust Gáigaklettar, í Almannagjá, austan- vert við götuna sem liggur eftir gjánni til Langastígs. Þar nálægt voru manna- bein að finnast, og leggur af manni fannst þar í minni tíð. Beinasmælki, útlits sem brunnin bein í öskuhaugum, sjást einnig oft í mynni Brennugjár meir og minna eftir vatnavexti í Öxará, en lítið sem ekkert bar á því, þegar áin var lítil. Á hellunni við mynni gjárinnar, var og í orði að galdra- menn hefði verið brenndir. Eg man ekki betur en að allir hólmarnir í Öxará, sem að sjá eru nú fleiri en í minni tíð á Þingvöllum 1822—28, hafi fyrst verið einungis einn hólmi. Sagt var mér af Kristjáni sál. Magnússvni hreppstjóra í Skógarkoti, að höggstokk- urinn hafi framundir seinustu aldamót 1800, staðið í Öxarárhólma gagnvart eða neðantil móts við Brennugjá, en farið í einhverjum vatnavexti árinnar, sem hafa umturnað hólmanum og skift honum i fleiri hóima. (Eiríkur Einar- sen prestur). f HLUTVERK SKÖLANNA Ætlunarverk alþýðuskólans er í tveimur atriðum fólgið: að veita ung- lingum nauðsynlega bóklega þekkingu, og að veita honum uppeldi. Auk bók- námsins á barnið að læra svo margt annað. Það á að læra reglusemi, iðni, sannieiksást. Það á að iæra að þekkja hvað er rétt og rangt. Það á að læva að þekkja hið góða og fagra til þess að aðhyllast það og vond dæmi til að varast þau. Allt þetta verður ekki kennt með bókum og á ekki að kennast með bókum í skólanum, en það heyrir til uppeldi barnsins og skólinn á að veita það. Það er takmark hans og til- gangur að vera gróðrarreitur fyrir hina ungu kynslóð, þar er hún nái þeim þroska og krafti, andlegum og líkam- legum, að hún verði fær um að ganga út í baráttu lífsins. Að hver einstakur maður verði fær um að velja sér lífs- iðju og lífstakmark, að hann verði fær um að halda rétta leið að þessu tak- marki, að hann kunni að velja hið góða, en hafna hinu illa, að hann verði í sannleika frjáls. (Jón Þórarinsson fræðslum.stj.) STÍGUR Á HORNI Árið 1854 réðist Stígur Stigsson ráðs- maður hjá Elínu Ebenesardóttur á Horni. Tveimur árum seinna giftust þau. Hann var þá 24 ára en hún 47 ára. Ekki varð þeim barna auðið. Skömmu eftir giftinguna réðist ung vinnukona, hraust og tápmikil að Horni, Rebekka Hjálmarsdóttir frá Látrum. Ekki hafði hún lengi dvalizt á Horni, er Stígur veitti henni meiri athygli en öðrum vinnukonum sínum, og fór svo brátt að hann sótti fast eftir ást hennar. Ó1 Rebekka honum barn og gekkst Stígur óhikað við fað- ermnu. Vildu þá foreldrar og frændur Rebekku ná henni burt frá Horni, svo að ekki yrði frekar hneyksli að sam- bandi þeirra Stígs. Enginn mótmælti burtför Rebekku ákveðnara en Elín húsfreya. Sagði hún enga manneskju þarfari Hornsbúi en Rebekku, skyldi hún ekki fara og varð sem hún vildi. Rebekka varð kyr og ól Stig fleiri börn. (Hornstrendingabók). SALTVINNSLA Á REYKJANESI í tillögum sínum til Rabens (1720) um hugsanlegar framfarir á íslandi minnist Jón biskup Vídalín á salt- vinnslu á Reykjanesi. Hann segir svo: — Mér er sagt svo að soðið sé salt í Noregi, og nokkur hluti þess sé flutt- ur hingað til lands. Hér í Gullbringu- sýslu er staður, sem kallaður er Reykja nes. Þar er eldheitt vatn eigi langt frá sævarströndu. Kæmu einhverjir norsk- ir menn hingað til lands, sem kynnu að- ferðina, þá mundi eigi kosta mikið til- raunin um lítilfjörlega saltgerð. — Þarna hefir Jón biskup verið fram- sýnni en margir aðrir, því að hvergi hér á landi mun haga betur til um saltsuðu en á Reykjanesi, þar sem mikil selta er í sjónum og hitinn rétt við flæðarmálið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.