Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1954, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1954, Blaðsíða 6
106 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Úr xíki náttúrunnar: KÓNGULÆR margt annað verður hann að at- huga í réttri röð eftir því sem nær dregur því að honum sé sleppt laus- um út í geiminn. Aðvaranirnar koma hver af ann- ari:-----„tíu sekúndur,---------- fimm sekúndur-------— tvær sek- úndur------ein sekúnda .. .. Allt í einu verður bjart í stýris- klefa Bills, hann er laus við sprengjuflugvélina, og honum finnst hann vera að hrapa, hrapa með geisilegum hraða. Bill tekur fastara um stýrið og reynir að halda farkostinum á réttum kili, og svo hleypir hann rákettunum af, einni, tveimur, þremur, fjórum, og þeir sem á horfa sjá nú ekki annað en eldrák á himninum. Og með óstjórnlegum hraða þýtur flugan beint upp í loftið. En það er mis- sýning, hún fer með 45 gráðu halla, en það væri engri venjulegri flug- vél fært. Bill finnst sem hann þeyt- ist beint út í himingeiminn, og hann finnur ekki hvort hann er heldur borinn krafti rákettanna eða einhverju öðru ómótstæðilegu afli. Hraðinn er svo mikill, að hæð- armælirinn hefir varla við. Hann verður varla var við þegar hann fer fram úr hraða hljóðsins, fer í gegn um „hljóðtjaldið", eins og sagt er á máli flugmanna. Loftið er svo þunnt í þessari hæð, að „árekstrar- ins“ gætir varla. Og alltaf fer hann hærra og hærra, 16 km.--------18 km.------20 km. Allt í einu tekur farkosturinn að láta illa. Þótt Bill haldi fast um stýrið, tekur hann fyrst dýfu á vinstri hlið, svo á hægri, svo á vinstri, og þannig veltir hann sér um stund sitt á hvað og með stöð- ugt snöggari rykkjum. Þetta uppá- tæki er eitt af því ófyrirsjáanlega sem komið getur fyrir handan við „hljóðtjaldið", eitt af hinum óskilj- anlegu fyrirbrigðum, sem flug- tæknin á að glíma við. Eftir hvert hraðflug koma sérfræðingar og at- KÓNGULÆRNAR eru mestu þarfadýr. Talið er að á hverju ári eti þær svo mikið af flugum og alls konar smá- kvikindum í Englandi og Wales, að öll þau skorkvikindi vegi meira heldur en allir menn i þessum löndum sam- tals. Ef kóngulærnar væri ekki, mundi þarna verða ólíft fyrir flugum, möl og öðrum skorkvikindum. Samt sem áður rá kóngulærnar lítið þakklæti fyrir þetta hjá mönnunum. Flestum er held- ur illa við þær og halda að þær sé alveg gagnslausar, og margir eru bein- línis hræddir við þær. Kóngulærnar verða að heya harða baráttu fyrir lífinu. Þær eru yfirleitt fremur illa útbúnar til að bjarga sér, og svo er mergðin svo mikil, að á einni ekru af grónu landi geta verið allt að tvær milljónir kóngulóa. Þar sem slíkt þéttbýli er, er það ekki stórt svæði sem hver þeirra hefur sem veiði- land. Mikill munur er á hreyfingum og björgunarmöguleikum þeirra skordýra, sem verða að skríða og hinna, sem geta huga farkostinn vandlega og gera á honum ýmsar breytingar, svo að segja má að Bill sá alltaf í nýum fararskjóta þegar hann fer þessar reynsluferðir. Og í hvert skifti koma ný fyrirbrigði í ijós, svo að alltaf þarf að breyta. Þegar ráketturnar eru nær út- brunnar, kemur krafturinn í gusum og farkosturinn hnykkist óþægilega til. Bill hefir náð tilskilinni hæð og hann „blæs af“. Hann hefir ekki verið á flugi nema 2—3 mínútur, en hann er kominn óraleið frá flug- vellinum og þarf því að beygja. En það er ekki hægt með þessum hraða, farartækið lætur ekki að stjórn. Hann verður því að hugsa um það eitt að lækka flugið, kom- ast niður í þéttara loft þar sem fyrirstaðan dregur úr hraðanum. flogið. En kóngulóin viðhefur brögð til þess að ná í hin fljúgandi skorkvikindi. Hún vefur sinn glæsilega og gegnsæa vef úr silki og eru þræðirnir miklu fínni heldur en þræðir silkiormsins. — Hún byrjar vefnaðinn með því að standa á afturfótunum einhvers staðar nokkuð hátt uppi og spinna silkiþráð út í loftið. Hún veit að golan muni bera hann eitthvað þangað sem hann festist, og þegar hann hefur fest sig, þá gengur hún frá hinum endanum rækilega og hefur svo þráðinn sem brú á meðan hún er að vefa netið. Sumar kóngulær hafa þann sið, þegar þær hafa gengið frá netinu, að gera þráð úr því heim í holu sína og halda þar um hann. Ef fluga kemur svo í netið, þá finna þær það undir eins, því að þá kippir í þráðinn. Aðrar setjast um kyrrt í miðjum vefnum og bíða þar eftir bráð. Netin eru veiðisæl hvor að- ferðin sem höfð er. Þræðirnir eru lím- kenndir og flugurnar festast við þá og verða æ fastari í þeim eftir því sem þær brjótast meira um. En þeim gefst Þegar hann er kominn niður í 12 km. hæð er farið að draga svo úr flughraðanum að hann nálgast „hljóðtjaldið" og skömmu síðar læt ur farkosturinn að stjórn. Bill flýg- ur stóran sveig. Lendingarflugið verður hann að byrja í 3000 metra hæð og í 36 kílómetra fjarlægð frá flugvellinum. Hann kemur niður með 300 kílómetra hraða, en lend- ingin tekst vel. Bill segir að betra sé að lenda í rákettuflugvél, heldur en venjulegri farþegaflugvél. Þegar Bill er spurður að því hvort hann sé ekki hræddur í þess- um ferðalögum, þá svarar hann því, að hann hafi ekki tíma til þess með- an á fluginu stendur. Hræðslan komi fyrst yfir sig þegar hann sé kominn niður á jörð, og þá sé hún stundum lítt bærileg.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.