Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1954, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1954, Blaðsíða 8
Baskalandi Þar byr sfolt þjéð af fornum uppruna o«j heldur fast við siði og tungumál og þíóðmeiiningu sína ÞETTA er útdráttur úr grein í „Geographic Magazine", eða ferðasögu um Baskalönd eftir John E. H. Nolan. íslendingar hafa um langt skeið haft kynni af Böskum. Kor.iu þeir hingað til hvalveiða fyrrum, og frá Baskalandi voru Spánverjar nir, sem Ari í Ögri lét drepa fyrir 340 ár- um. Seinna urðu viðskifti Baska og íslendinga með meiri menning- arbrag. Bilbao og Santander eru mestar borgir í Baskalandi og þang- að hefir farið gríðarmikið af islenzkum saltfiski. Hafa kaupmenn þar verið góðir viðskiftavinir íslendinga. ÞAR SEM Pyreneaijöllum hallar niður að Biscay-flóa og báðum megin við þau, er land Baskanna, þessa einkennilega og sérstaka þjóð -flokks, sem einhvern tíma í fyrnd- inni hefur setzt þar að og tekizt að varðveita tungu sína og þjóðarein- kenni, umkringd af tveimur stór- þjóðum. Menn vita ekki hvaðan þeir hafa komið, né hvar þeir eru upp runnir, og máli þeirra svipar ekki til neinnar tungu sem töluð er í álfunni. — Þeir nefna sjálfa sig Eskualdunak og land sitt kalla þeir Eskual-Herria. Eskuara þýðir á máli þeirra, þá sem gera sér verk- færi úr steinum, og af því draga menn þá ályktun, að þeir sé beinir afkomendur steinaldarmanna og tunga þeirra sé eitt af þeim málum, sem töluð voru á steinöld. Baskalandið er fjöllótt og hálsótt, en á milli eru fagrir og gróðurríkir dalir. Því er nú skift í tvo hluta, því að landamæri Spánar og Frakk- lands liggja um það þvert. Á Spáni nær land þeirra yfir héruðin Gui- púzcoa, Alava, Navarra og Viscaya og þar búa tveir þriðju hlutar þjóð- arinnar. Þriðjungur á heima í Frakklandi í héruðum þeim, sem áður nefndust Labourd, Basse Na- varre og Soule, en kallast nú Dep- artment of Basse Pyrénées. Ekki vita menn með vissu hvað Baska- þjóðin er fjölmenn, en talið að hún muni vera um ein milljón. BASKAMÁLIÐ ER ERFITT Baskar eru hraustxr menxi og hafa mikinn metnað. Þeir eru vel vaxnir og hafa einkennilegt höfuð- lag. Það er og einkennilegt við þá, að þeir eru í sama blóðflokki og hinar vestustu þjóðir álfunnar, svo sem írar, Walesbúar, Skotar og ís- lendingar. Sjálfir segjast þeir vera komnir af Túbal, fimmta syni Jaf- ets sonar Nóa. „Túbal fór til Evrópu áður en Babelsturninn var reistur,“ íaskar stunda mikið sauðfjárrækt, en fjárkyn þeirra er ekki hið alkunna merinokyn, sem ræktað er annars staðar á Spáni. Fé Baskanna er með grófa ull og það er harðgert. Baskar eru annálaðir f jármenn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.