Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1954, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1954, Síða 1
ÁRNI ÓLA: ðra manna bein ORÐKYNGI hefur frá upphafi vega verið veigamikill þáttur í lífi íslenzku þjóðarinnar. En orðkyngin er með mörgu móti. Til hennar teljast álög, gjörningar, fyrirbænir, formælingar, heiting- ar, kveðskapur kraftaskáldanna, ákvæði, særingar o. s. frv. Áhrif orðkyngi stafa af innra krafti ein- stakra manna og bitna með ómót- stæðilegu afli á þeim, sem skeyt- unum er beint að. — Þar er oft skammt á milli og þess, sem kallað var galdur. Og með heitingum var álitið að menn gæti magnað sjálfa sig til þess að ganga aftur og gera meðbræðrum sínum þann óleik, er þeim var um megn að framkvæma í lifanda lífi. Gegn þessu síðast talda höfðu menn aðeins eitt óbrigðult ráð, en það var að grafa hina dauðu upp, ganga milli bols og höfuðs á þeim og brenna síðan skrokkana til ösku. Var þetta alltítt hér á landi allt frá því er Þórólfur bægifótur var graf- inn upp og brenndur, og fram á 17. öld, þegar bannað var að grafa menn upp. En trúin á mátt heiting- anna helzt þó miklu lengur. Árið 1699 slapD dauðadæmdur þjófur úr járnum. Hann náðist seinna norður í Húnavatnssýslu og lét Laurits Gottruo lögmaður hengja hann og síðan brenna kroppinn, vegna þess að sakamaðurinn hafði,haft,.í heit- ingum um að ganga aftur og drepa lögmann innan 3 daga. GENGIÐ MILLI BOLS OG HÖFUÐS Á GUÐMUNDI LOKA Réttum 100 árum áður hafði gerzt önnur merkileg saga út af heitingum norður í Skagafirði. Þá sat hinn merki maður Guðbrandur Þorláksson á biskupsstóli á Hólum. Hann var þá hniginn mjög á efra aldur og farinn að heilsu. Hjá hon- um var Arngrímur prestur hinn lærði Jónsson. Hann hafði gerzt rektor við Hólaskóla 1589 og kirkiu prestur á Hólum árið eftir. En 1596 skipaði konungur hann aðstoðar- mann Guðbrands biskups, að beiðni biskups sjálfs. Þriðii merkismaður staðarins var Þorlákur Gamlason ráðsmaður, sem talinn var miög mætur maður. Bar biskup hið fyllsta traust til hans, eins og sjá má á því að hann sendi hann eitt sinn til Alþingis að standa fyrir málum sínum, -er hann treysti sér ekki sjálfur að fara þangað. Maður er nefndur Guðmundur Þorkelsson. Hann var orðinn gam- all mjög, en var lítt þokkaður eins og kenningarnafn hans ber með sér, því að hann var kallaður Loki. Guðmundur var rú ekki fær um að bjarga sér sjálfur og varð því að leita á náðir framfærslusveitar sinnar. Þóttist hann sveitlægur í Hialtadal, því að þar vildi hann helzt vera. En þeim var ekki um að taka við honum þar og gekk Þorkell Gamlason ráðsmaður á Hólum mest fyrir því, ásamt hrepp- stiórum, að hreppurinn neitaði að taka við Loka. Varð hann þá reiður og hafði í heitingum við Þorkel ráðsmann og niðja hans. Síðan flæmdist Guðmundur Loki fram í Skagafjarðardali og andað- ist þar. Var hann grafinn að Goð- dölum. En skjótt þótti á því bera að hann lægi ekki kyrr og þóttust

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.