Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1954, Qupperneq 14
130
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Seinasti bóndi í Hjörleifshöfða
— Rabbað við Hallgrím Bjarnason írá Suðurhvammi í Mýrdal —
INGÓLFFR tók þar land, er nú heitir Ingólfshöfði. En Hjörleifur tók
land við Hjörleifshöfða, og var þar þá fjörður ogr horfði botninn inn
að höfðanum. Hjörleifur sat þar um veturinn. En er voraði vildi hann
sá. Hann átti einn uxu, og lét hann þrælana draga arðurinn. En er
þeir Hjörleifur voru að skála, þá gerði Dufþakur það ráð, að þeir
skyldu drepa uxann og segja að skógarbjörn hefði drepið, enn síðan
skyldu þeir ráða á þá Hjörleif, ef þeir leitaði bjarnarins. Eftir það
sögðu þeir Hjörleifi þetta. Og er þeir fóru að leita bjarnarins og
dreifðust í skóginn, þá settu þrælarnir að sérhverjum þeirra og myrtu
þá alla. Þeir hlupu á brott með konur þeirra og lausafé og bátinn.
... ... Eysteinn hét maður son Þorsteins drangakarls. Hann fór til ís-
lands af Hálogalandi og bygði Fagradal. Ölver son Eysteins nam land
fyrir austan Grímsá. Þar hafði engi maður þorað að nema fyrir land-
vættum, síðan Hjörleifur var drepinn. Ölver bjó í Höfða.
(Landnámabók).
fTANN er 86 ára, — dálítið lotinn
í baki og hokinn í hnjám, en
hress í bragði, minnugur vel, ná-
kvæmur í frásögn, sérstaklega þeg-
ar hann bregður sér aftur fyrir
aldamótin. Ekki er hann víðreistur,
en þeim mun betur þekkir hann
fæðingarsveit sína, sem hann hefur
og hún tekur þegar við móðurskyld
-unum, ungar út eggjunum eins og
hún eigi þau sjálf og annast ung-
ana. Þetta sýnir það, að meira er
um kvenfugl, og vera má að skort-
ur á karlfuglum valdi því hve seint
gengur að örnunum fjölgi.
Ef nú svo vill til, að ungarnir
eru sinn af hvoru kyni, og karl-
fughnn skríður úr egginu tveimur
eða þremur dögum á undan hin-
um, þá er hann þegar orðinn svo
sprækur og aðgangsharður um að
fá mat sinn og engar refjar, að
hann heldur til jafns við systur
sína, og þá komast báðir ungarnir
UPP* .
aldrei yfirgefið, utan nokkrar ver-
tíðir og fáeinar kaupstaðarferðir, —
og Mýrdalurinn er hans sveit: fædd
-ur að Norðurgötum 12. sept. 1867.
Fimm ára gamall hafði hann séð á
bak báðum foreldrum sínum, og þá
ráðstafaði sveitarstjórnin honum
sem hreppsómaga til Gunnlaugs í
Norðurvík, — en bú hjónanna í
Norðurgötum var gert upp og selt á
uppboði.
í fóstrinu að Norðurvík dvaldist
hann til tvítugs. Þá hafði hann eign
-ast þrjár ær og tvo sauði, sem
svaraði til þrjátíu króna í pening-
um, — og með þessa eign lagði
hann upp í tuttugu ára lausa-
mennsku um Mýrdalinn fram og
aftur. Kindurnar seldi hann þó
strax á fyrsta ári, vegna þess, að
þrjú uppeldissystkini hans buggust
þá til Ameríkuferðar, og um tíma
stóð til að hann fylgdi þeim í út-
legðina:
— en af því varð þó ekki, lang-
aði aldrei, leiddist út í þetta meira
af félagslyndi, — og gugnaði svo
Ilallgrímur Bjarnason
á því. En þau fóru og komu aldrei
heim aftur, né neitt afkomenda
þeirra.
— Og hvernig búnaðist þér svo
í lausamennskunni?
— Sæmilega, held ég, — á þeirra
tíma vísu. Eyðslusamur var ég aldr-
ei, og átti þó ekki nema 500 krónur
í reiðu, og þrjú hross, þegar ég réðst
ráðsmaður til Áslaugar í Hjörleifs-
höfða vorið 1907. Það tók sinn tíma
að eignast peninga í þá daga, þegar
varð að vinna fyrir þeim!
— í Hjörleifshöfða komst þú svo
í tölu bænda?
— Já, við Áslaug mín rugluðum
saman reitum, og giftum okkur árið
eftir, að ég kom til hennar. Hún var
ekkja eftir Markús Loftsson, sem
skrifaði Eldritin, og átti með hon-