Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1954, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
127
Loítur Bjarnason:
REYKJAVÍK - INGÓLFSBORG
Undur fagra Ingólfs borg
inn við sundin bláu,
með breiðar götur, blómleg torg,
byggingarnar háu.
Bæarstjórnar vitur völd
virtu Reykvíkingar.
hef ég nú í hálfa öld
horft á stökkbreytingar.
Hálfrar aldar yfirsýn
eg vil færa í letur,
blessuð kaera borgin mín
borið vitni getur.
Þér hefur verið breytt í borg
með blóma og skógar gróður,
Hitaveitu, hallir, torg,
livíldar- fögur -rjóður.
Er ég fyrst þig augum leit
engar þekkti borgir,
ókunnugur ofan úr sveit
alveg laus við sorgir.
Rafmagnsorkan þjónar þér,
þar var leystur vandi.
Vélum knúið orðið er
allt á sjó og landi.
Virtist mér þú vera stór,
vill það nokkur lá mér?
Aftur því ég ekki fór
undi glaður hjá þér.
Er nú starfrækt útvarpsstöð,
einnig síma kerfi,
upp má telja í einni röð
átján bæarhverfi.
Óðar hrifu ungan beim
öll þau fyrirbæri,
alveg sem í annan heim
ég þá kominn væri.
Þú varst ekki orðin borg,
æðsta þorp í landi,
með litlar götur, lítil torg,
lágreist hús á sandi.
Melar, holt og mýrarnar
mjög umkringdu bæinn,
landbúnaður lítill var,
lífsbjörg helzt við sæinn.
Útþenslan var æði smá,
öllum þrótti rúin,
sé ég nú hvað þú varst þá
þröngum stakki búin.
Vélamenning var ei nein,
verka mörg ei sviðin,
þó fór skúta ein og ein
út á fiskimiðin.
mar.nsins, sem var af samtíð sinni
dæmdur til dauða og gefið eitur,
fyrir að vera betri og vitrari en
aðrir menn, og af síðari tímum
gagnrýndur fyrir að hafa kennt að
þekkingin væri dyggð, og dyggðin
þekking.
Ökutæki af ýmsri gerð
ösla um borgarvegi,
ber þó mest á bíla mergð
bæði á nótt og degi.
Gvöndarbrunna get ég hér,
girta tækniböndum,
veit ég betra vatnsból er
vart á Norðurlöndum.
Erfitt fyrra aldarfar
allflestum á línum,
i fötum borið vatnið var
frá vatnsbólunum þínum.
Breyting mikil orðin er,
ekki er því að leyna,
margur vitur maður hér
mátt sinn varð að reyna.
Þú ert aðeins orðin háð
íslands bláa feldi,
áður fvr var allt þitt ráð
undir Dana veldi.
Eitt er það, sem er hjá þér
óháð breytingunni:
Fjallasýnin fegri er
flestu í náttúrunni.
Yfir sund og eyarnar
augans rennur lína,
útsýnið til Esjunnar
eykur fegurð þína.
Ef þér stjórna vitur völd
þú verður yndislegri,
næstu hálfa eftir öld
öðrum borgum fegri.
Eg sé ljóst að alltof fátt
er hér fært í letur,
þeir sem hafa meiri mátt
munu gera betur.
LOFTUR BJARNASON
---------------
BRIDGE
LEIKIÐ Á SPILARANN
AÁDG64
A 9 8 7 5
¥ 7
♦ Á K D 7
6 5
* G 5
\
Sagnir
N
1 spaði pass 2 hjörtu 3 tiglar
3 hjörtu pass 4 hjörtu pass
pass pass
V sló út TK og i hann gaf A hæsta
spil sitt T8 til merkis um að hann hefði
ekki nema tvo tigla. Þá tók V einnig
slag á ásinn og sló svo út TD. S var
viss um að nú væri A tígullaus og
„stakk hann frá slag“ með því að
trompa með HD. Nú kom i ljós að A
hafði leikið á hann, því að hann var
með tígul enn. Eftir þetta hlýtur A að
fá einn slag í hjarta. S spilar HG úr
borði og A drepur með HK, og svo á
hann H9 valdaða eftir. — Hann hlýtur
einnig að fá slag á LÁ, svo að spilið er
tapað.
¥ D G 10 3
♦ 10 4
•þ K 3
A 3 2
¥ K 9 5
♦ 8 3 2
* Á 10 9 4 2
* K 10
¥ Á 8 6 4 2
* G 9
* D 8 7 6
•u þessar:
A S