Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1954, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1954, Blaðsíða 4
120 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ið þungan dóm hjá prestastefnu, en það fór allt í handaskolum, eins og enn mun sagt verða. Á næstu prestastefnu, sem hald- in var á Þingvöllum sumarið 1711, kom fram stefna frá Oddi varalög- manni Sigurðssyni á hendur þeim Pétri í Tjaldanesi, Páli og Gunnari, þar sem þeim er skipað að koma fyrir prestastefnuna hinn 12. júlí og leggja þar fram „öll þau gögn, afbatanir og skilríki, er þessu þeirra máli til bata og forsvars vera kynni, og síðan viðbúast dóm að líða um þetta málefni og þær ávirð- ingar, er fyrnefndir menn hér útí móti lögum og Hans kgl. Maj. kunna finnast að gjört hafa“. Stefnu þessa kvaðst Jón Eiríks- son lögsagnari hafa lesið fyrir karl dyrum í Tjaldanesi hinn 16. maí s.l. og sama dag fyrir karldyrum á Staðarhóli, heimili Gunnars Jóns- sonar, og vottuðu það 6 menn. Aft- ur kvaðst hann hafa lesið þessa stefnu yfir Pétri Bjarnasyni og Páli Árnasyni hinn 29. maí og afhent þeim afrit af stefnunni. Voru að því tveir vottar, Bjarni Bjarnason og Þorsteinn Pálsson. Á prestastefnunni mættu þeir Jón Eiríksson lögsagnari sem sækj- andi málsins og Bjarni Pétursson sýslumaður sem verjandi. Krafðist sýslumaður þess að prestastefnan úrskurðaði fyrst hvort fyrirkallið væri löglegt, þar sem stefnuvottar væri ekki eiðfestir og væri ekki komnir til þings að staðfesta vott- orð sín. — Varð það úrskurður prestastefnunnar, að fyrirkallið hefði eigi verið löglegt og þess vegna væri ekki unnt að kveða upp dóm í málinu samkvæmt Norsku lögum. En skyldaðir voru þeir Pétur Bjarnason, Páll Árnason og Gunnar Jónsson til þess að koma á næstu prestastefnu 1712, eða senda þangað umboðsmenn sína til að halda uppi svörum fyrir sig. Næsta sumar kom þetta mál svo aftur fyrir prestastefnuna, en þá var enginn hinna stefndu þar og eigi heldur neinn af þeirra hendi. Og enginn var þar til frásagnar um hvort úrskurður prestastefnunnar árið áður hefði þeim verið birtur, né heldur hvort þeim hefði verið stefnt að nýju. „Því kunnum vér ekki þetta mál fyrir oss að taka, en dæmum þá skylduga til að mæta hér fyrir réttinum á venju- legum tíma árið 1713, til að svara til þessa máls, eður senda sína lög- lega umboðsmenn“. Þessi var úr- skurður prestastefnunnar að þessu sinni. Enn kemur málið svo fyrir presta stefnu sumarið 1713. Þá er þar lagður fram úrskurðurinn frá fyrra ári og vottorð Jóns Eiríkssonar lög- sagnara um, að hann hefði lesið úrskurðinn yfir Pétri í Tjaldanesi og Páli Árnasyni hinn 3. apríl um veturinn og sama dag að Staðar- hóli yfir Gunnari Jónssyni; hefði Pétur fengið úrskurðinn með eigin hendi Jóns biskups Vídalíns, en þeir Páll og Gunnar afrit af hon- um. Allt þetta vottaði með lög- sagnaranum maður að nafni Þórð- ur Jónsson, og komu þeir báðir á prestastefnuna, en enginn hinna ákærðu. Prófastar, prestar og umboðs- maður stiftamtmanns töldu að enn hefði lögsagnaranum fipazt í mála- rekstrinum. Segjast þeir eigi vita „þá aðferð hér í landi viðgengið hafa svo löggild hafi verið með- tekin um fyrirkalla og dómalestur fyrir verjanda málsins, að sá sem stefnuna les og alleinasta einn maður þar til áheyrandi skuli duga fyrir tvö löggild vitni, þar stefn- andi jafnan tilkallað hefur tvo er- lega menn, sem vitna skyldu um stefnunnar lestur“ og vísa þar um til Þingfararbálks, Landleigubálks og Norsku laga. En biskup leit svo á, að stefnan væri löglega birt, samkvæmt þeirri reglu, sem alls staðar viðgengist í löndum Danakonungs, „og heldur það eigi löggilt að vera í þessu landi, sem annars staðar er lög- mætt haldið, og meinar því að þess- ir menn eigi hér í þetta sinn dóm að þola“. En þar sem allir aðrir sé á öðru máli, þá verði þetta mál ekki tekið fyrir að sinni. Lauk þar með afskiftum presta- stefnunnar í málinu. En nú snýr Bjarni Pétursson sýslumaður við blaðinu og sækir um fyrir hönd föður síns, að málið megi niður falla gegn því að hann greiði álitlega fúlgu til fátækra í landinu. Býðst hann til þess að gefa 20 hundruð í jörðinni Víðivöllum í Fnjóskadal, eða sannvirði þeirra í peningum, 4 ríkisdali fyrir hvert hundrað, eða 80 ríkisdali. Sendi hann umsókn þessa til Christian Möllers amtmanns, en hann sendi hana áfram til stiftamtmanns með bréfi dags. 25. ágúst 1713. Mælir Möller þar hið bezta með því, að umsókn þessi verði tekin til greina, einkum vegna þess, að í bréfi Krist- jáns konungs 4. um bann við að grafa upp lík, sé ekki sett nein viðurlög ef sá verknaður er fram- inn. Segir Möller og að Pétur í Tjaldanesi hafi miklar málsbætur, því að hann hafi gert það í ein- feldni sinni að grafa upp bein í Staðarhóls kirkjugarði og einungis í því skyni að reyna að lækna konu sína. En hann kveðst hafa fengið vottfestar sannanir fyrir því, að beinin hafi aftur verið flutt í kirkju garðinn og grafin þar. Með kcnungsbréfi hinn 7. júlí 1714 eru Pétri svo gefnar upp sakir, gegn því að hann greiði 80 ríkis- dali til fátækra. Sé þetta gert vegna þess að engin refsing sé ákveðin í bréfi Kristjáns 4. 1609, og þess vegna hafi ekki verið hægt að fella neinn dóm í þessu máli.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.