Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1954, Qupperneq 20
136
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
oZ\óttli ve &
nar vióur
i
l
J
Fullveldi fckk snjöll
fróðhuga smáþjóð
okkar, í einn gekk
ákveðinn flokk þá.
Síðan er sýnt, að
sama á vegi fram
auðlöndum óháð
ísland að frægð rís.
Meðan í mót stóð
máttarvald þrálátt,
kjarkmikil, bein, björk
Bláskógum hvarf frá,
merki þess ber björk,
blítt hvort er eða strítt,
saga þar sönn drög
segir um Garðarsey.
Lágan sem lyngskóg
leit ég með fyrirheit,
að hann verði eign góð,
unnendum mörk kunn,
hlunnindum hylli menn,
hlé fyrir öllum sé
áttum og yndi hitt
allt sé þar margfalt.
Ásar um annes,
uppblásinn strandbás,
gróa ef grið fá,
gróðurríkt hvannstóð
okkar við aldinn stekk
enn a ny grær senn,
varinn ef vel hver
vísir úr mold rís.
Einyrkja áþján,
eitur í hverri sveit,
flæmir nú fjöld á sveim,
fátt er þar sjálfrátt,
hrjósturland hér mest
heimili varð þeim,
illa er áður féll
óðal og sveit góð.
Faxa við flóa vex
fjær og nær stórbær,
útkjálki eyðast hlaut,
afræktur nyrzt við haf,
enda mun enn land
eyðast á þá leið,
borg ef er byggð mörg,
breytist í auðn sveit.
Gróður þá gengst við,
gnagar ei hjörð flag,
örtröð svo upp grær,
yngist um mörg þing
skógarbreið skrautleg,
skammt er í byggð samt,
örfljótt því yfir ber
eyðisveit bifreið.
SIGURÐUR NORLAND
unkaffi. Svefnherbergi barnanna
var handan við þilið andspænis
mér. Það var bjart inni í herberg-
inu, því að loft var ekki þykkt og
tungl í fyllingu og sá glögglega um
alit herbergið. — Þá sá ég birtast
myndir margra manna eins og oían
til á miðjum veggnum andspænis
mér. Þær voru að smáskírast, en
allt í einu komu börnin fast við
þilið svo hávaði varð af og við það
tapaði ég sýninni. — Eftir litla
stund birtist mér önnur sýn. Það
var líkast útbreiddu klæði og þó
sýndist mér það vera nokkurs kon-
ar jörð, en gat enga grein gert mér
fyrir hvort þetta væri stórt eða lítið
og enga lýsingu get ég gefið á því
aðra en þá, að það var svo hvítt að
hvorki snjór né neitt annað getur
komizt í samjöfnuð við það. — Á
þessu klæði eða jörð sá ég mann,
eða öllu heldur ljómandi himneska
veru, óumræðilega fagra. — Hún
kraup á kné og helt upp samanlögð-
um höndum og baðst fyrir. En sem
ég var að virða þetta íyrir mér,
kom skarkalinn aftur og sýnin
hvarf. #
Árla morguns hinn 19. sept. 1899
var ég að klæða mig og var ekki
að hugsa um neitt annað en þau
störf, er ég átti fyrir höndum. Þá
sá ég skyndilega birtu, allt öðru
vísi en þá, sem við höíum í okkar
dagsljósi, hvorki meiri né bjartari,
jaínvei daufari. Þá var allt í einu
sem mér opnaðist ný sýn, nýr him-
in með nýu stjörnuskrauti og stjörn
urnar margíalt þéttari og dýrlegri
en við sjáum á iestingunni. Skýa-
deili voru og allt önnur, skýin
þynnri og hreinni og ollu engri
fyrirstöðu í víðáttusýn.
Eitt sinn var það meðan ég átti
heima í Olafsvík, að ég var hátt-
aður og ætlaði að íara að sofa. En
rétt í því að sveíninn er að síga á
mig, hrökk ég upp og sá sjálllýs-
andi hönd, og ég tok eítir að það
var hægri hónd. Hun studdx a ennið
á mér og vék á mér höfðinu til
hægri hliðar. Höndin var björt sem
traf, eigi stór, en mjög fögur og svo
unaðslega mjúk og hlý, að eigi er
laust við að ég eins og finni til
hennar í hvert skifti sem ég hugsa
um hana. Átak handarinnar var
mjúkt og létt, en þó var eins og því
fylgdi eitthvert laðandi og blíðlega
hrífandi afl. Eigi varaði þetta nema
nokkur augnablik.
— ★ —
Guðbrandur hefur skrásett frá-
sagnir af mörgu öðru, er fyrir hann
bar og er ektú rúm til að rekja það
allt hér. Enn íleiri eru þó frásagnir
hans af draumum, og má vera að
seinna birtist eitthvað af þeim.
'—'
Ekkja hafði gifzt ekkjumanni og vin-
konu hennar langaði ósköp til þess að
vita hvernig hjónabandið blessaðist.
— Talar hann ekki ósköp oft um
fyrri konuna sína?
— Jú, hann gerði það fyrst, en ég
hef vanið hann af því.
— Hvernig fórstu að því?
— Ég fór að tala um þriðja manninn
oainn.