Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1954, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1954, Qupperneq 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS r 121 Fréttabré! frá Þjóðfundinum 1851 HÖFUNDUR þessara bréfkafla, Jón Jónsson bóndi á Munkaþverá í Eyjafirði, var fæddur að Hrísum í Eyjafirði 13. marz 1804 og voru foreldrar hans Jón Stefánsson bóndi þar og seinna á Úlfá og kona hans Rósa Pálsdóttir frá Gull- brekku. Árið 1824 kvæntist hann Þorgerði Jónsdóttur frá Lög- mannshlíð, systur Stefáns alþm. á Steinsstöðum og fóru þau að búa tveim árum seinna á Hrísum. En árið 1833 fluttust þau hjónin að Munkaþverá, þegar Ari umboðs- maður Sæmundssen fór þaðan í Melgerði. Hafa afkomendur Jóns í beinan legg búið á Munkaþverá síðan, fyrst sonur hans Jón, sem bréfin eru rituð til, síðan Stefán sonur hans og nú Jón sonur Stefáns. Það ár, er Jón flutti búferlum í Munkaþverá, voru 18 manns í heimili hjá honum og hélzt það löngum, að fjöldi manns væri Þannig lauk þá þessu beinamáli eftir hartnær sex ár. Aðstoðar- menn Péturs, þeir Páll Árnason og Gunnar Jónsson, sluppu þar með þegjandi og hljóðalaust. Var það og mál manna, að Pétur í Tjalda- nesi hefði komizt vel út úr ógöng- unum, og þótti Bjarni sonur hans hafa vaxið af hlutdeild sinni í mál- inu. En sumir sögðu þó að það hefði að miklu leyti verið fyrir til- lögur Magnúsar Arasonar kapteins og landmælingamanns, sem þá var í Kaupmannahöfn, að konur.gur fellst a naöunarbeiðni Bjarna. þar til heimilis, jafnvel milli tutt- ugu og þrjátíu. Jón varð hrepp- stjóri Öngulstaðahrepps 1840 og gegndi því starfi meðan hann var búsettur í Eyjafirði. Árið 1849 var hann kosinn alþingismaður í Suð- ur-Þingeyjarsýslu í stað séra Þor- steins Pálssonar á Hálsi og kosinn var hann á þjóðfundinn 1851. Einnig sat hann á Alþingi 1853 og 1855 fyrir Norður-Þingeyjarsýslu, en árið 1857 leyfðu annir honum ekki að fara á þing. Árið 1855 tók hann við umboði Þingeyraklaust- ursjarða og fluttist að Árbakka á Skagaströnd 1857 og gerðist þá hreppstjóri Vindhælishrepps. En ekki varð honum langs lífs auðið eftir það, því að hann andaðist að Árbakka 22. janúar 1859. Jón var skarpgreindur maður, víðlesinn og átti hið bezta bókasafn innlendra og útlendra bóka. Enda þótt hann láti ekki mikið af því, að hann hafi haft sig mjög í frammi á Þjóðfundinum, var hann þó vel máli farinn á þingum, enda djarfur við hvern sem var að eiga og hið bezta ritfær. Hreppstjóri þótti hann ágætur, enda var hann hinn röggsamasti og málafylgju- maður mikill, lögvitur og fenginn af mörgum til að flytja mál eða verja. Hann átti mikinn þátt í stofnun prentsmiðju á Norður- landi og útgáfu Norðra og ritaði ýmislegt í það blað. Hann var ör- gerður í lund, gamansamur og hnyttinn í svörum, glaður og ljúf- ur hversdagslega, en hélt fast á sínum hlut, ef því var að skipta. Brefkaílarrur gefa nokkra inn- Jón Jónsson (myndin tekin eftir máluðu myndinni, sem getið er í greininni). sýn í þann anda, sem ríkjandi var á fundinum, áhrif þau, sem Jón Sigurðsson hafði á þingmenn og viðbrögð þeirra við kviksögum, sem gengu um hlutverk herskip- anna er lágu á höfninni. Það er og auðsætt, að ekki jaefir Þjóð- fundarmönnum komið það neitt á óvart, að Trampe greifi sleit þing- inu, þegar málin vildu ekki lúkast Dönum að skapi. Því miður vantar lýsingu á hinum sögulegu þing- slitum 8. ágúst. „Greifinn bauð til veizlu og var drukkið fast.“ Reykjavík 7. júlí 1851 Elskulegi góði sonur. • Ég var áður búinn að skrifa ykkur mæðgininum tvö bréf, annað frá Hnausum og hitt frá Kalmanslungu, en hvort þið hafið fcngið þau, get ég ekki áætlað. En þennan miða vona ég þú og þið fáið, því að ég ætla að senda hann með Jóhanni Baldvin Sig- urðssyni, sem orðinn er einn af borgar- mönnum hér. Ekkert er að frétta nema ég hefi góða heilsu og daglegt brauð en ekk- ert að starfa nema ganga fram og aft- ur um götur staðarins. Ég kom hingað og við Norðlendingar á miðvikudag- ian var. £r ég hjá Stemsen ems og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.