Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1954, Qupperneq 18
134
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
hugsandi að þetta hefði verið
hann.*
— ★ —
Fyrstu 4 árin, sem ég dvaldist á
Búðum, bjó ég í bæ þeim, er Búða-
bær var nefndur. Stóð hann neðst-
ur allra bæa þar, niður undir mynni
óssins. Meðan ég bjó þarna fórst
hákarlaskip frá Búðaverslun. Hét
það „Ægir“, en skipstjórinr^Han-
sen frá Hlésey í Danmörk.
Nóttina, sem skipið fórst, hrökk
ég upp við það að barið var í glugg-
ann hjá mér. Brauzt ég um fast er
ég var að rjúfa svefninn og þótti
konu minni það undarlegt og spurði
hverju slíkt sætti. Ég sagði henni
áð barið hefði verið í gluggann og
kallað á mig, það væri Hansen á
Ægi, hann vildi víst fá hafnsögu-
mann. Var hann vanur því er hann
kom upp undir land að nóttu og
vildi komast inn í ósinn, að hann
kom á gluggann til mín að biðja
um hjálp. Ég leit því jafnharðan út
í gluggann, er ég vaknaði, og virt-
ist mér ég sjá á bak Hansen skip-
stjóra, sem gengi frá glugganum
upp að verslunarhúsunum. — Því
næst snaraðist ég út, en varð þess
skjótt var að ekkert skip var á leg-
unni nema það skip er legið hafði
þar og var nú að vinda upp segl til
þess að komast í ósinn. Fór ég því
hið fyrsta inn aftur og sofnaði
næsta fljótt. Dreymir mig þá jafn-
skjótt Hansen skipstjóra, og sagði
hann að skip sitt hefði farizt á móts
við Kirkjuhól. — Skipið kom aldrei
fram. Þetta var seint að hausti.
Veturinn eftir rak fatnað og margt
fleira á Kirkjuhóli og var það næsta
órækur vottur um, að skip þetta
hefði farizt þar framundan, enda
þekktist margt af rekaldinu ber-
lega.
Á Búðum stundaði ég hákarla-
* Sbr. frásögn Guðrúnar Jóhanns-
dóttur í Lesbók 7. febr., um söng-
inn í borginni.
róðra á vetrum. Þenna vetur, er nú
var nefndur, sá ég þrisvar sinnum
einn af skipverjum þessa skips. —
Hann hafði verið háseti minn und-
anfarna vetur í hákarlaróðrunum.
Ég sá hann alltaf í því rúmi í bátn-
um, er hann skipaði í lifanda lífi,
sem var austurrúm á bakborð. —
Hann hafði verið rauðbirkinn á hár
og skegg og slíkt auðkenni bar
svipur hans, en jafnan þó bjartari
og göfuglegri en hann var í lifanda
lífi, og svo sýndust mér sjóklæðin,
er svipurinn birtist í, að þau væri
mikið fegurri en venjulega gerist
um slíkan fatnað. En aldrei var það
þó nema litla stund í senn, að ég
sá þessa sýn.
— ★ —
Árið 1884 fluttist ég með fjöl-
skyldu minni vestur á ísafjörð. Bjó
ég þar fyrstu árin í húsi Árna pró-
fasts Böðvarssonar. Á ísafirði starf-
aði ég mest sem daglaunamaður. —
Eitt sinn var það að ég í veikleika
var að biðjast fyrir, var eitthvað
angurvær út af bágum lífskjörum
mínum og basli, er mér þótti yfir
vofa. Þá heyrði ég þrumandi rödd,
og var rómurinn, þótt þungur væri,
mjög þýður og fyllingarmikill. —
Mælti röddin þessi orð: „Ég er
drottinn þinn og guð og hjálpari.
Kvíddu engu, en gefðu guði dýrð-
ina“. Mér fannst að undrun hrifi
hjarta mitt og mér veittust nýir
kraftar, og ég vegasamaði og lofaði
guð. — Þessi orð hef ég heyrt
þrisvar til mín töluð í sama rómi,
þegar ég hef verið í líku ástandi,
og hef ég þá alltaf verið með fyllsta
ráði, það get ég staðhæft með beztu
samvizku. Og sannarlega trúi ég
því, að ég hafi heyrt orð drottins
guðs míns og hjálpara.----
— ★ —
Það var eitt kvöld um veturnæt-
ur — ég bjó þá í húsi Árna prófasts
— þegar við vorum háttuð og börn-
in komin til fullrar kyrrðar og búið
var að slökkva ljósið, að mér fannst
eins og hjarta mitt fyllast og hefj-
ast af friði og fögnuði, og þráði ég
innilega að tilbiðja guð. Hóf ég svo
bæn mína í huga mínum, mjög svo
sundurlausa, og síðan las ég í auð-
mýkt þetta vers: „Bænheyr þú fað-
ir mildi mig“. Þegar ég sleppti
seinasta orðinu í því, þá leiftraði
yfir mig svo bjart ljós, að ég hrökk
við og varð gagntekinn af undrun
og ótta og út um mig sló ýmist
köldum eða heitum svita, svo að ég
gat tæpast ráðið mér. Konan spurði
hvað að mér gengi, en ég gat ekki
svarað. í Ijósinu birtist mér maður,
og get ég eigi hugsað mér annan
slíkan, því síður fæ ég með orðum
lýst honum til hlítar. Hann var, að
mér sýndist, á himinbláu dragsíðu
tignarklæði og sat á einhverju tign-
arsæti, sem ég gat þó ekki séð fylli-
lega. Hann bar gullkórónu á höfði
og var að sjá kominn á eða yfir
fullþroska aldur lífsins. Andlitið
var svo tignarlegt og blítt, svo trútt
og stöðugt og alvarlegt, að mér
fannst ómögulegt fyrir dauðlega
veru að horfa á slíka ásjónu. Hárið
og skeggið var fagurt og fór vel,
jarpt að lit og var sem á það glóði.
Hann hafði útréttta hægri höndina
og horfði til hægri handar óviðjafn-
anlega blítt og tignarlega, og sýnd-
ist mér sem augnaráð hans fylgdi
veldissprota þeim, er ég helt að
hann hefði í hægri hönd. — Mér
fannst, að ef ég hefði horft beint í
ásjónu þessarar blíðu og tignu
myndar, að ég hefði ekki fengið
staðizt það, svo var geisladýrð
hennar mikil. Ég varð gagntekinn
af einhverri óvenjulegri unaðar til-
finning, blandaðri ótta. En þetta
var ekki nema stutta stund.
Síðan þetta bar fyrir mig, sé ég
alltaf þessa sömu mynd í hugskoti
mínu, hvar sem ég er staddur og
við hvaða störf sem ég er. Fyllist
þá hjarta mitt lotningarfullri elsku
og ótta, undrun og aðdáun á guðs
óendanlega kærleiksdjúpi, dýrð og