Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1954, Qupperneq 12
128
r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Á heimili fuglakóngsins
ÞETTA er útdráttur úr grein eftir C. Eric Palmar, starfsmann við nátt-
úrugripasafnið i Glasgow. Hann hefur árum saman athugað lifnaðar-
háttu arnanna, sem halda til í háfjöllum Skotlands. Þetta eru hinir
svonefndu gullernir. Þeir eru nú alfriðaðir og eiga sérstakir menn að
gæta þess að skotmenn grandi þeim ekki. Ernii nir gera sér hreiður, þar
sem illt er að komast að þeim, en höfundi greinarinnar tókst þó að gera
sér ofurlítið byrgi rétt hjá einu hreiðrinu. Byrgið var tjald, þakið
laufi og greinum og mosa, og þarna sat hann tímunum sarnan og tók
myndir af heimilislííi arnanna.
ÉG HEYRÐI mikinn þyt og er ég
gægðist út um rifu á tjaldinu sá ég
hvar hinn stærsti fugi, er eg hef
augum litið hlammaði ser niour á
hreiðrið rétt fyrir framan mig. —
Þetta var konungur lof tsins — gull-
örninn.
Örninn starði á skýli mitt og það
brann eldur úr augum hans. Eg var
dauðhræddur um að hann mundi
ráðast á tjaldið og svifta því sund-
ur. Eftir nokkra stund skimaði
hann niður í gljúfrin og leit síðan
upp fyrir sig, en þar sat makinn á
trjágrein. Svo virti hann skýlið fyr-
ir sér ennumstund og smám saman
mýktist svipur hans.
Og nú hallaði hann höfðinu og
horfði á ungan sinn, sem lá og svaf
í hreiðrinu. Breyttist þá svipurinn
og varð hinn ástúðlegasti og móð-
urást og umhyggja skein úr honum.
Þetta var þá húsmóðirin og ég tók
nú að virða hana betur fyrir mér.
Hún var móbrún á skrokkinn, en
gullnum blæ sló á hálsfjaðrirnar.
Augun sýndust dökkrauð og skáru
vel af við lieiðgula litinn á nefrót-
unum. Niður lærin hengu brúskar
af brúnum fjöðrum, klærnar voru
kengbognar, stórar og sterklegar.
Eftir nokkra stund vaknaði ung-
inn og fór að kjökra. — Um leið
krækti móðirin í dauðan fugl, sem
lá þar á hreiðurbarminum, steig
öðrum fæti ofan á hann og sleit svo
meö netmu kjot aí brmgunni og
stakk bitanum upp í barnið sitt.
Hvað eítir annað gerði hún þetta,
stakk smábitum upp í ungann með
svo inmlegri aiúð og nákvæmni, að
þetta var aiveg eins og helgiathöfn.
Unginn skrækti alltaf, ýmist hátt
og irekjulega þegar hann heimtaði
meira, eða þá ánægjulega þegar
hann haíði fengið í gogginn. Móð-
irin valdi honum alla beztu bitana
og einnig hjarta og lifur, og ég dáð-
ist að því hvað hún gat gert þetta
af mikilli umhyggju og blíðu. Sein-
ast var ekkert eftir nema innvolsið
og lappirnar af fuglinum. — Hún
svolgraði allt innvolsið í einu upp
í nefið, teygði úr hálsinum og ætl-
aði að gleypa það, en það var held-
ur mikið til þess að hún gæti kyngt
því í einu, svo að hún varð að marg
-hnykkja á til þess að koma því
niður. Að því búnu þurrkaði hún
sér um nefið og flaug burtu.
Tíu mínútum seinna heyrðist aft-
ur vængjaþytur og nú kom hús-
bóndinn fljúgandi heim með fugl
í klónum. Hann fleygði fuglinum á
hreiðurbarminn og rauk svo burt
sam§tundis. Karlfuglinn dregur allt
í búið, en kvenfuglinn annast af-
kvæmin. Ég bjóst þess vegna við
því að hún mundi koma aftur bráð-
lega, og svo varð. En nú var hún
með klærnar íullar af sinu og sprek
-um. Hún settist á hreiðurbarminn,
tók neffylli sína af þessu rush og
breiddi oían á ungartn í hreiðrinu
Hinn grimmi fugl sýnir afkvæminu
nærgætni og ástúð.
og létti ekki fyr en hún hafði þakið
hann með þessu. — Unginn virtist
ekkert hrifinn af því að láta grafa
sig þannig lifandi. Hann tók að
brölta og fyrst kom nefið upp úr,
svo hausinn og síðan skrokkurinn.
Móðirin horfði á þessar aðfarir
hans, en þegar hann var laus, tók
hún sprek sem var um fet á lengd,
og lagði það ofan á hann. Hann
hristi það af sér, en hún lét það
ofan á hann aftur. Síðan fór hún
að tína flærnar úr bælinu og
gleypti þær með sýnilegri ánægju.
Var skrítið að sjá þennan stóra
ránfugl á ílóaveiðum.
- V -
Daginn eftir var ég þarna enn.
Móðirin kom þá sem áður og mat-
aði ungann sinn og flaug svo burt.
En eftir litla stund kom hún aftur
og var þá með mikið af laufguðum
greinum, sem hún breiddi í hreiðr-
ið. Hafa ýmsir ránfuglar þann sið
að bera grænan gróður í hreiður
sitt til þess að gera þaö hreinlegra