Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1954, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1954, Side 1
12. tbl. XXIX. árg. Sunnudagur 28. marz 1954 seyrar Dísa ÞAÐ ER einkennilegt hvernig almannarómur hefur minningu sumra manna upp til skýanna, án þess að þeir eigi það skilið, en níð- ir aðra niður fyrir allar hellur, fyr- ir litlar eður engar sakir. Þórdís Markúsdóttir á Stokks- eyri hlaut það hlutskifti að lenda í hinum seinni hópnum. Hafa bæði fræðimenn og almenningur kostað kapps um að kasta að henni ásök- unum nú um rúmlega 200 ára skeið, svo að Stokkseyrar-Dísa, eins og hún var kölluð, er orðin að sér- stakri þjóðsagna persónu, sem er ímynd hins illa. Það þarf ekki ann- að en nafn hennar sé nefnt til þess að menn sjái fyrir sér fordæðu og kvenskass, andstyggilegt bæði guði og mönnum. Konrad Maurer segir um hana í Isl. Volkssagen að hún hafi venð „galdrasnápur, hrekkvís og drykkjurútur". Hefir hann fengið þær upplýsingar um hana meðal almennings hér. Espholin segir í Árbókum sínum að maður hennar hafi verið „allmikið illmenni, en Þórdís sparaði eigi að spilla“. Og Jón prófastur Halldórsson í Hítar- dal segir að hún hafi verið „nafn- kunnug að öðru en dyggðum" og verið komin „hartnær undir bann- færingu“ er hún dó. „Vonda Dísa“ var hún líka stundum kölluð og talin ramgöldrótt. í Þjóðsögum Jóns Árnasonar segir að svo sé mælt, að hún hafi vakið upp tví- bura (eða börn sín tvö, er hún hafði drepið úr hor) og sent upp- vakningana á Vestfjörðu einhverra erinda. Þá er og sagt að hún hafi átt í galdrabrösum við séra Eirík í Vogsósum (hann var samtíðar- maður hennar) og legið við að hún dræpi hann með göldrum. Sendi hún honum peysu að gjöf. Var Eiríkur ragur við að fara í hana, en fann þó ekkert athugavert. En er hann var kominn í peysuna, ætl- aði hann að kafna og varð að rista 'peysuna utan af honum. Fann hann þá galdurinn falinn í lykkju í hand- arkrikanum. Má á þessu sjá hvað menn hafa talið Þórdísi ramgöldr- ótta, því að engum öðrum galdra- manni tókst að leika á séra Eirík. í Þjóðsögunum segir frá því að hún hafi lagt inn skreið mikla á Eyrarbakka, en er til kom, reynd- ist þetta grjót, og þorði kaupmað- ur ekki að eiga við Dísu vegna galdra hennar. Þá segir þar og að hún hafi ætlað að drepa mann fyr- ir litlar sakir. Þá er og ein sagan um það, að hún hafi sett niður draug í hól hjá Ranakoti og mælt svo um, að hann mundi aldrei geta hrært sig ef hólnum væri eigi raskað. En svo var það haustið 1891 að nokkrir steinar voru teknir úr þessum hól og hafðir í fjárhúsvegg. Þá losnaði draugsi og út af því varð Stokks- eyrar ramleikinn mikli veturinn 1892, og er víða sagt frá honum. Þar kemur Þórdís seinast við sögu. Þessir eru vitnisburðirnir, sem almenningur hefir byggt á dóm sinn um Dísu. FRÁ ÆTT ÞÓRDÍSAR Bjarni hét maður Sigurðsson, Bjarnasonar, Torfasonar í Klofa. Móðir hans var Ragnheiður Björns- dóttir prests Jónssonar biskups Arasonar. Ungur missti Bjarni föð- ur sinn, en móðir hans giftist aftur Markúsi Ólafssyni sýslumanni í Héraðsdal í Skagafjarðarsýslu og ólzt Bjarni upp hjá honum. Síðan gerðist hann stórbóndi á ættaróðali

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.