Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1954, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1954, Page 4
208 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3^ þá skal hvort þeirra vinna sjöttar- eið með nefndarvættum, að ekki séu þau þessara kvera eigendur, ekki hafi þau kverin átt né brúkað og ekki viti þau hver þeirra eig- andi sé, og ekkert sé það að sín- um vilja né ráði gert, sem þessi kver innihaldi af þeim heimskulegu Characteribús, og aldrei hafi þau sín nöfn í þau eða á þau skrifað“. Eiðinn skyldu þau vinna fyrir nóv- embermánaðarlok. En um Eyvind var dómur lög- réttunnar sá, að sýslumaður skyldi þegar eftir heimkomu sína af þingi, láta hann vinna þann eið, er hon- vm var dæmdur í héraði. Lvktaði þessu máli svo, að Ey- vindur vann eið, að hann hefði ekki skrifað nöfn þeirra Stokks- eyrar mæðgina í kverin, og Þórdís vann eið, að hún hefði aldrei átt þessi kver, með þeim öðrum for- mála er lögréttan hafði stílað. Var það allt sem hafðist upp úr þessu galdramáli, og er nú sýnu slælegar á tekið heldur en áður var, þegar um slíkar grunsemdir var að ræða. Q Og þetta er eina ástæðan til þess að það galdraorð komst á Þórdísi, sem loðað hefir við nafn hennar fram á þennan dag, og hefir orkað henni til fordæmingar. í Alþingis- dóminum var henni bannað að á- saka Eyvind um að hann hefði skrifað nöfn og heimilisfang þeirra mæðgina á kverin, nema hún gæti fært ótvíræðar sannanir fyrir að svo væri. Það hefir hún ekki getað. Og eiður hennar hefir ekki megnað að losa hana við galdragruninn. Hitt virðist og nokkurn veginn Ijóst að Eyvindur hafi borið kala til hennar og viljað gera henni grikk. Sú fyrirætlan fór út um þúfur í bili, en varð þó drjúgari en Eyvindur mun hafa gert ráð fyr- ir, því að grikkurinn hefir nú enzt Þórdísi til dómsáfellis í rúmlega tvær aldir. BANNFÆRINGIN Það er ekki alveg úr lausu lofti gripið hjá Jóni Halldórssyni, að bannfæring hafi vofað yfir Þórdísi um þær mundir er hún lézt, því að þá átti hún í stríði við kirkjuvöld- in og fór þar halloka. Þórdís missti mann sinn rétt eftir að galdramálunum lauk og bjó síð- an ekkja á Stokkseyri og hafði rausnarbú. Á Stokkseyri var kirkja og átti Þórdís að kosta viðhald hennar og kirkjugripa að hálfu á móti Bjarna Gíslasyni frænda sín- um í Ási. En það vill oft fara svo, þegar tveir eiga að sjá um við- hald á sama húsinu, að það fer í handaskolum, einkum ef annar þeirra er hvergi nærri. Og Þórdís mun hafa talið það vafasamt að hún slyppi skaðlaus, ef hún sæi ein um viðhald kirkjunnar. Því fór sem fór, að kirkjan hrörnaði ár frá ári, þar til hún mátti heita óhæf til guðsþjónustu vegna leka. Út af þessu spratt misklíð milli hennar og prestsins. Þessi misklíð þróaðist svo á báða bóga, eins og gerist og gengur, þar sem stórgeðja menn eiga í hlut. Tóku svo kæru- málin að ganga á víxl. Kirkjuyfir- völdin' drógu taum prestsins og sektuðu Þórdísi fyrir ýmsar yfir- sjónir, en hún vildi ekki hlíta þeim dómum og greiddi ekki neitt. Alvarlegasta ákæran kom á hendur Þórdísi 1727 frá prófastin- um Árna Þorleifssyni og þingaði Sigurður Sigurðsson eldri sýslu- maður í því máli 2. ágúst þá um sumarið. Þar var Þórdís kærð fyr- ir „ólöglegt innihald á Stokkseyrar- kirkju portions-reikningi að þeim helmingi, sem henni hefir borið skil fyrir að gera og hún nú (þó innstefnd og dæmd) engan reikn- ingsskap gert hefur, hvorki af tí- undum, ljóstollum né legkaupum, jafnvel þó hún þar um áður af yfirvöldunum áminnt og aðvöruð verið hafi. Sömuleiðis fyrir henn- ar forsómun að endurbæta kirkjuna ánægjanlega og hennar Invent- ario“. Er svo krafizt dóms á því hvort hún hafi ekki að lögum brot- ið af sér „rétt til að uppbera kirkj- unnar innkomst að þeim helmingi, sem hún með kirkjuna á“. Dómarinn telur óþarft að svifta hana forráðarétti kirkjunnar, því að hún sé „svo rík af jarðagóssi, að hún meir en fullveðja er að bæta brest og hrörnun kirkjunnar að helmingi, samt endurbót gera á kirkjugripum, og að betala þær skuldir, sem hún kirkjunni rétti- lega skyldug er fyrir innkomna kirkjunnar portion.“ Dómurinn varð svo á þá leið, að hún haldi forráðarétti kirkjunnar, en greiði 20 rd. sekt til Klaustur- hólaspítala, viðgerð kirkjunnar skuli hún hafa lokið að sínum hluta fyrir veturnætur og greiða alla skuldina við kirkjuna eigi síðar en í fardögum 1720. Enn fremur beri henni að greiða Árna prófasti 20 rdl. í málskostnað — allt að við- lagðri aðför að lögum. í öllu þessu málavafstri, sem stóð í mörg ár, var Þórdís svo að segja ein og óstudd og hafði auðvitað ekki þá lagaþekkingu, sem nauð- synleg hefði verið. Henni hefir sjálfsagt verið margt annað betur lagið en bókhald og reikningshald og þess vegna hefir reikningskilum kirkjunnar verið ábótavant frj hennar hendi og kirkjufé runnið inní bú hennar. Hún fer því jafn- an halloka og finnst sér sýnd rang- indi og hefir það varla blíðkað skap hennar, heldur stælt hana upp í að berjast sem lengst. Prest- ur refsar henni með því að setja hana út af sakramenti, en biskup skerst í málið. Og í janúar 1728 ritar hann sér Þorkeli Ólafssyni sóknarpresti hennar og biður hann að biðja fyrir Þórdísi af prédikun- arstóli og áminna hana með hóg- værð, einslega og opinberlega, al-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.