Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1954, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1954, Síða 6
210 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ____■■■;■+*«*** Austrí hinn mi hefði alltaf tvær eða fleiri haföld- ur undir sér og haggaðist því ekki. í kolarúmi var hægt að geyma 15.000 lestir af kolum', eða nægileg- an forða til þess að skipið gæti siglt viðstöðulaust umhverfis hnött inn. Byrðingurinn var smíðaður úr 30.000 járnplötum, rúmlega 2 sentimetra þykkum og vóg hver þeirra um % úr smálest. Engin bönd eða rengur voru í skipinu og þótti sumum það hálf glæfralegt og sögðu að það væri byggt eins og Skipsháknið, sem ógæfan elti frá upphafi FYRIR einni öld var kjölur lagð- ur að nýu skipi á Hundaey í ánni Thames. Þetta var járnskip og átti að verða fimm sinnum stærra held- ur en nokkurt annað skip á þeirri öld, sannkallað furðuverk. Það var fyrsta fleytan, sem fór fram úr örkinni hans Nóa um stærð. Var það skírt „Geat Eastern“ (Austri hinn mikli) og lengd þess var 692 fet. Það átti í sannleika sagt að verða fljótandi höll, á borð við fimm hin stærstu gistihús, sem þá voru tiL Það var með sex siglur og fimm réykháfa, og slíkt hafði aldrei sést fyr. Gufuvélar þess höfðu 11.000 hestafla, eða svo mikla orku, að nægt hefði til þess að knýa allar vélar í bómullar- verksmiðjunum í Manchester. Tvær gufuvélar sneru hinum rriiklu hjólskóflum á hliðum skips- ins, og þriðja vélin sneri skrúf- unni, seih' var 24 fet í þvermál, mörgum sinnum stærri en nokkur skipsskrúfa, sem þá hafði þekkzt. Burðarmagn skipsins var talið á borð við burðarmagn 197 skipa af þeirri gerð, er tóku þátt í bardag- anum við spanska flotann ósigr- andi. Lestatal þess var 22.500. Það var einnig út búið með seglum og voru seglin alls 6500 fermetrar á stærð, og þótti það mikið jafnvel á tímum hinna miklu seglskipa. Skipið átti að’hafa 20 björgunar- báta, en auk þess tvo 100 feta langa gufubáta, og var slíkt algjör ný- lunda. Skipið var upplýst með gas- ljósum og á aðalsiglu átti að vera stórt ljós, er baðaði skipið ofan þilja með „tunglsbirtu“ undir eins er skyggja tók. En loftdælur voru til þess að halda fersku andrúms- lofti í sölum skipsins. Því var haldið fram, að enginn gæti orðið sjóveikur á þessu skipi, því að það væri svo langt, að það spilaborg. En sú var bót í máli, að byrðingurinn var tvöfaldur, eins og það væri tvö skip hvort innan í öðru. Þrjú fet voru á milli þess- ara byrðinga og náði hinn innri 6 fet yfir sjávarmál. Þetta átti að tryggja, að skipið gæti ekki sokk- ið. í byrðingana fóru þrjár milljón- ir hnoðnagla og unnu 200 menn að því að setja þessa nagla í og hnoða þá og fóru í það samtals 1000 vinnu-dagar. Óhöppin byrja. Margs konar slys urðu meðan á smíði skipsins stóð. Verkamaður hrapaði og beið bana, annar beið bana milli byrðinganna, járnbútur fell á einn og drap hann. Unglings- piltur hrapaði og kom niður á upp- réttan járnflein, sem gekk í gegn um hann. Aðkomumaður, sem var að skoða skipið meðan það var í smíðum, varð undir fallhamri svo að höfuð hans molaðist. Samt sem áður þótti manntjón þetta mjög lítið, þegar þess var gætt hvílík risasmíð þetta var.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.