Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1954, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1954, Qupperneq 9
Þetta tókst svo vel að þeir fengu 5000 sterlingspund á einni viku. Viktoría drottning kom siglandi þangað á skemmtisnekkju sinni og gekk um borð. Hún helt ilmandi klúti að vitum sér, því að vondur þefur var af Thames á þeim dög- um, því að þá lágu öll skolpræsi Lundúna út í ána. En þrátt fyrir þessar heimsókn- ir vissi Brunel ekki sitt rjúkandi ráð. Hann var hugsjúkur út af því hve mikið það hafði kostað að koma skipinu á flot, og var ekki mönnum sinnandi. Læknir úr- skurðaði að hann væri veikur og ráðlagði honum að ferðast til Egyptalands, sem þá var talinn aðal heilsubótar staðurinn. Þegar hann kom aftur til Lund- úna lá skipið á sama stað og með sömu ummerkjum. Félagið var gjaldþrota. Brunel náði þá í nokkra stjórnendur þess og þeir stofnuðu nýtt félag, „The Great Ship Co.“, með 340.000 sterlingspunda höfuð- stóli. Þetta nýja félag keypti svo skipsskrokkinn fyrir 160.000 sterl- ingspund. Þetta nýa félag réðist svo í að fullsmíða skipið. Ekki treysti það sér til þess að kaupa hina tvo gufubáta, sem það átti upphaflega að hafa innan borðs, né heldur að koma fyrir hinu mikla „tungls- ljósi“ á aðalsiglunni. Og ýmislegt fleira varð að sitja á hakanum. En hinn mikli salur var fullgerður og skreyttur, og eins gerð herbergi fyrir 300 farþega á fyrsta farrými. Aldrei hefir slíkur salur verið í neinu skipi öðru. Hann var 63 fet á lengd, 47 fet á breidd og hæð undir loft var 14 fet. Salurinn var hvítmálaður með gullnum skreyt- ingum og silfruðu rósaskrauti úr járni. Farþegaklefarnir voru helm- ingi stærri en þeir eru nú í stóru hafskipunum. Skilrúmin voru laus, svo hægt var að sameina klefana, ef margir menn vildu vera saman. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 213 Brunel fellur frá. Skipið átti að heita fullgert í ágústmánuði 1859, og stjórnin til- kynnti að það mundi fara reynslu- för hinn 6. september. Var ferðinni heitið til Holyhead í Wales. Daginn áður en skipið skyldi leggja á stað, staulaðist lítill og veiklulegur maður um borð til þess að skoða skipið. Það var Brunel. En honum var nú svo gengið, að menn ætluðu ekki að þekkja hann. Hann var nú aðeins 53 ára gamall, en seinustu mánuðina hafði hann breyzt í gamalmenni. Maður frá London Stereoscope Company var þar kominn og vildi fá að taka mynd af honum. Brunel tók sér stöðu við aðalsigluna og tók ofan hattinn. Þá sáu menn að hið kol- ^varta hár hans var orðið snjó- hvítt. Svo gekk hann nokkur skref og fell flatur á þilfarið. Menn þustu að til að stumra yfir honum. Hann var tekinn og borinn gætilega nið- ur í skipið, út um dyr á hliðinni og lagður niður í fljótabát. Síðan var farið með hann heim til sín í Duke Street í St. James. Fyrsta fgrðin. Austri hinn mikli átti að leggja á stað. Hafnsögumaður skipaði að leysa landfestar og samtímis fellu sex þungar keðjur í vatnið með svo miklum dyn, að heyra mátti í mílna fjarlægð. Og svo tóku dráttarbátarnir í og drógu skipið á stað. Þúsundum saman stóðu menn á bökkunum og æptu gleðióp, en fljótið var morandi af bátum. Sjúkl ingar á sjómannaspítalanum dróg- ust út til þess að geta veifað til skipsins og árnað því heilla um leið og það fór þar fram hjá. Skipið sigldi fram hjá Bláck- wall og sleppti þar fjölda mörgum bréfdúfum, sem áttu að bera fregn- ir um ferðalag skipsins til borgar- búa. En það sá ekki í ströndina hjá Woolwich fyrir fólki, sem komið var til þess að horfa á þessa glæsi- legu siglingu. Þegar farþegar voru kallaðir til morgunverðar hafði skipið náð 12 mílna hraða. Það sigldi út í Ermar- sund og fram hjá Goodwin Sands. Þá var farið að hvessa og allmikl- ar öldur komu sunnan úr Biscay- flóa. Farþegar gáfu sér ekki tíma til þess að. borða. Þeir þustu allir upp á þilfar til þess að njóta sem bezt þessa einstaka atburðar að vera á ferð á skipi, sem ekki hagg- aðist í stormi og sjó. Sprenging í skipinu. Þegar skipið var komið á móts við Hastings, kvað við vábrestur mikill. Það nötraði og skalf og var engu líkara en að það hefði rekizt á klett á fullri ferð. Hinir miklu speglar í stóra salnum fóru í þús- und mola og tvístruðust út um all- an salinn. Uppi á þiljum gaus upp reykjarmökkur mikill og þar rigndi niður spýtum og allskonar braki. Harrison skipstjóri kallaði sex menn til fylgdar við sig, rauk niður af stjórnpalli og inn í stóra salinn til þess að sjá hvort farþeg- ar hefði ekki stórslasast. En þar hafði þá enginn verið, þegar slys- ið skeði, nema ung dóttir hans og hún hafði staðið á bak við skil- rúm, svo að henni hafði ekki orð- ið meint. Sprenging hafði orðið í fremsta reykháínum. Gufupipan þar hafði stíflast á einhvem hátt, og af því varð sprengingin. „Maður fyrir borð!“ var nú kall- að. Það var kyndari. Hann hafði flúið sjóðandi gufuna, sem streymdi inn í vélarrúmið, með því að stinga sér í öskurennuna og í gegn um hana út í sjó. Bjarghring- um var kastað til hans og spýtna- braki af þilfari, en hann sogaðist

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.