Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1954, Side 14

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1954, Side 14
218 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS í gljúfragön?um Yampa. Gúmbátarnir leggja að landi, því hér á að snæða miðdegisverð. sér í hellu þar og notaði hana um 20 ára skeið sem dyrahellu, án þess að hafa hugmynd um að á henni var spor eftir risaeðlu. Það var ekki fyr en 1909 að Dr. Earl Doug- las, sem var á rannsóknaför þarna fyrir Carnegie-safnið í Pittsburgh, uppgötvaði eðlubeinin í sandlögun- um — einhvern allra merkilegasta fornleifafund, sem sögur fara af. Þetta var ekki eingöngu því að þakka að landið hafði hækkað og Uinta-fjöllin myndazt, heldur miklu fremur vegna þess, að Græná og Yampa höfðu grafið sér djúp gljúfragöng í gegn um landið. Árið 1915 ákvað svo Woodrow Wilson forseti að friða fundarstaðinn, 80 ekrur lands. En er fram liðu stund- ir og menn kynntust betur hinu stórkostlega landslagi þarna um kring, þótti þetta ekki nóg, og Roosevelt forseti stækkaði því hið friðlýsta land upp í 209.744 ekruK Þetta er nú hinn svonefndi Dino- saurus-þjóðgarður. í IÐUKÖSTUM IÐ lögðum út á Yampa ána skammt frá Harding Hole og var hún fyrst lygn og bátarnir bár- ust þægilega undan straumi. En brátt heyrðist dynur allmikill. Þar fell áin hvítfyssandi á flúðum og klettum. Gljúfrið þrengdist og það var eins og áin steyptist þar niður mikið og þröngt rið og hoppaði þrep af þrepi með gusugangi og hringiðum. Mér varð ekki um sel þegar lagt var út í þetta, en allt gekk vel. Gúmbáturinn hoppaði og skoppaði miðstreymis og skreið eins og áll yfir klappir og flúðir. — Félaga mínum þótti skömm til koma. „Er þetta nú allt og sumt?“ sagði hann. „Þetta er ekkert,“ sagði Bus, „við komumst í kast við stærri strengi bráðum.“ ■ Við lentum á eyri undir björgun- um til að hvíla okkur og snæða. Og sem við stóðum nú þarna og horfð- um á gljúfríð og ána, varð okkur Ijóst hvers vegna hún hafði fengið nafn sitt, Yampa, sem þýðir að hún sé ekki fær gegn straumi. Hamr- arnir beggja vegna eru um 1400 feta háir. Mikið var á ánni af gæs- um og bjóra sáum við hingað og þangað, einnig nokkur dýr af hjart -arkyni þar í skriðunum. „Á þessu getið þið séð hvers vegna veiðimenn fóru hingað fyrr- um,“ sagði Bus. „Hér niðri í gljúfr- unum var nóg veiði. Lítið á bakk- ann þarna hinum megin, þá munuð þið sjá marga hálffallna kofa. — Þarna settust veiðimenn að um 1830—1840. Og nú er mál til komið að við förum sjálfir að hugsa okkur fyrir náttstað.“ Klukkan var að vísu ekki nema fimm, en það skyggir snemma niðri í þessum gljúfrum. Það var þegar orðið svo dimmt, að ekki sást til að stýra bátunum. Við slógum því tjöldum í svonefndum Horfellisdal rétt fyrir ofan hávaða, sem nefndir eru Big Joe Rapids. Brátt snarkaði steik á pönnum og við höfðum góða matarlyst. Og áður en seinasta dagskíman var af lofti höfðum við gengið frá öllu og vorum komnir í svefnpokana. STRAUMKÖSTIN NEMMA næsta morgun lögðum við á stað gangandi til þess að kanna straumköstin fyrir neðan okkur. Urðum við að klöngrast yfir strandaða viðarboli og stórgrýti. í mestu þrengslunum voru straum- köstin ægileg. Vatnið byltist um, brotnaði á steinum hvítfyssandi og myndaði hringiður milli þeirra, en sums staðar myndaði það háa öldu- hryggi- Formennirnir stóðu fram á kletta -nefi og virtu fyrir sér iðuköstin. Svo ýttu þeir bjálkum á flot til þess að sjá hvernig straumurinn bæri þá. Einn bjálkinn þeyttist nið- ur í hringiðu, sogaðist þar niður og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.