Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1954, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1954, Qupperneq 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 219 við sáum honum ekki skjóta upp aftur. „Varið ykkur á þessum stað,“ sagði Bus. Hann vildi fara á undan niður hávaðana, en skipaði okkur hinum að standa á bakkanum og vera viðbúnir að hjálpa ef illa færi. Hann stóð í skut bátsins til þess að sjá betur. Báturinn tók skriðinn og við sáum ekki betur en að hann þræddi verstu kaststrengina. Hann hentist inn í úða og hvarf, en kom brátt í ljós aftur ríðandi á öldu- faldi. Fossúðinn lék um Bu.s og gerði hann holdvotan, en hann hafði ekki augun af straumnum, og yfir komst hann. — Þá æptu allir gleðióp. Þetta hafði ekki tekið nema andartak. Don var næstur og honum gekk líka vel. Og nú var röðin komin að Boon. Hann mátti heita viðvaning- ur í þessu, því að hann hafði farið aðeíns einu sinni niður fossflúðir. — Hann spennti belti sitt fastar, kveikti sér í vindli og lagði svo á stað. Þetta gekk vel fyrst, en allt í einu tók báturinn niðri á steini og Boon missti stjórn á honum. Báturinn snarsnerist og lenti út í verstu hringiðuna. Boon náði sér þá í ár og gat rétt hann við og kom- ið honum út úr hringiðunni, en svo hentist hann upp að landi hinum megin. Með gætni tókst þó að kom- ast yfir ána og við tókum á móti hionum. „HLJÓÐAKLETTAR“ Ij\RÁ þessum stað og niður þangað er árnar Yampa og Græná sam- einast, er einhver hin skemmtileg- asta leið, sem hugsazt getur. — Yampa er lygn og með jöfnum straumi og til beggja handa eru himingnæfandi bergveggir úr Hvít- um sandsteini með svörtum og brúnum röndum. Bátarnir liðu hægt og rólega undan straumi. Við lágum á svefnpokunum okkar og horfðum upp í hina mjóu rönd af „Skipið“, horn- klettur á mótum Grænár og Yampa, likastur gufuskips- stefni tilsýndar. bláum himni, er sást milli kletta- brúnanna, eða virtum fyrir okkur hin undarlegu litbrigði ljóss og skugga í klettunum. Menn voru svo hrifnir að þeir sögðu ekki neitt og ekkert heyrðist nema þegar ár var við og við difið niður til þess að halda stefnunni. Allt í einu kallaði einhver: „Skip framundan!" Bátarnir sveigðu nú fyrir kletta- nef. Það var seinasti hlykkurinn á Yampa. Og þarna gnæfði þá Skipið (Steamboat Rock), 1000 feta hár hornklettur eða eya á ármótunum. — Hér eru kallaðir Hljóðaklettar, vegna þess hvernig tekur undir í þeim (Echo Park). Áður var stað- urinn nefndur Pats Hole og kennd- ur við einsetumann sem Pat hét og dvaldist hér um 50 ára skeið. Hann hafði kunnað að velja sér dvalar- stað. Yfir kofa hans gnæfir berg- veggurinn 1000 feta hár, en kofinn stóð á grænni grund í skjóli við nokkur tré. — Þarna slógum við tjöldum og vorum þar um nóttina. STÍFLURNAR MIKLU ORGUNINN eftir fórum við fyrst til Harpers Corner. Það er bjarg upp með Græná, aðeins nokkur hundruð metra fyrir ofan Skipið. Þaðan er dýrleg útsýn, ef menn eru ekki lofthræddir. Þetta er aðeins mjór rimi og á aðra hönd sér niður í árgljúfur Yampa, en á hina eru árgljúfur Grænár. Eftir gljúfrum þessum liðast árnar djúpt niðri. í norðaustri rís Zenobia-tind- ur, 9006 feta hár, rétt hjá gljúfrum Lodore árinnar. En það getur verið að þessi merki -legu gljúfur hverfi bráðum úr t

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.